Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 71

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 71
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 343 „móttakandinn" er félagsmenn Læknafélags Islands, almenn- ingur eða stjómvöld. Ljóst er að læknasamtökin þurfa að einbeita sér skýrar en áður að stefnumörkun í almanna- tengslum í ljósi breyttra tíma. Læknasamtökin hvetja alla lækna til þátttöku í umræðu um heilbrigðis-, velferðar- og önnur þjóðþrifamál og eins að hafa frumkvæði að slfkri um- ræðu. Nauðsynlegt er að um- ræðan sé byggð á traustum þekkingar-, fag- og siðferði- legum grunni. Læknasamtökin hvetja alla lækna og félög lækna til þess að vera þátttakendur eða for- ystuaðilar í samtökum er vinna að heilbrigðisstarfi, hvort sem er í forvömum eða baráttu fyrir síðari vörnum gegn sjúkdómum, eða gegn sjúkdómum sem og í samtök- um um almannaheill. Hér þarf læknirinn einnig að standa styrkur á grunni sinnar fag- og siðferðilegu þekkingar. Markmið læknasamtakanna er að læknirinn hafi sem leið- togi áhrif á mótun heilbrigðis- stefnu og stjórnun heilbrigðis- þjónustu. Til þess að læknir- inn viðhaldi jákvæðri og sterkri ímynd sinni þurfa sam- skipti lækna innbyrðis að vera með eðlilegum hætti og lækn- irinn verður að vera sáttur við starf sitt og starfsumhverfi. Læknasamtökin munu á næstu misserum vinna skipulega að mótun á ímynd læknisins og læknasamtakanna í ljósi breyttra tíma. Guðmundur Iijörnsson formaður LI Alþjóðafélag lækna rannsakar gagnagrunnslögin Norræna læknaráðið hefur skrifað Alþjóðafélagi lækna, WMA og farið fram á formlegt álit félagsins á lögum urn miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Fjallað verður um málið á fundi stjórnar WMA í næsta mánuði. Akveðið var að setja málið á dagskrá WM A þegar Norræna læknaráðið hélt fund í Reykjavík 18.-19. febrúar síðastliðinn en sjálft ályktaði ráðið um miðlægan gagnagrunn þegar frum- varp þar að lútandi var til umfjöllunar á Alþingi. Lagt er til að íslenska löggjöfin og álit Siðfræðiráðs Læknafélags íslands verði tekið til meðferðar í umfjöllun um siðfræðileg álitainál og við mat á þvf hvort lagasetningin stríði í veigamiklum at- riðum gegn stefnu Alþjóðafélags lækna. Stjórn WMA ræddi gagnagrunnsmálið á fundi sínum í Ottawa og mun taka fyrir álitsbeiðni Norræna læknaráðsins á fundi í Santiago de Chile í næsta mánuði. Fréttatilkynning frá Læknafélagi Islands Porravísur 1999 Á Netinu gengur nú eftirfar- andi húsgangur sem mun njóta mikilla vinsælda á þorrablót- um og öðrum mannamótum. Höfundur er óþekktur. (Lag: Nú erfrost á Fróni) Nú er fjör á Fróni, fagnar íslensk þjóð, kreistir kát sitt blóð í Kára genasjóð. Allt frá erkiflóni upp í Hemma Gunn myndar gagnagrunn, genabrunn. Innsta eðli vort allt fær sett á kort, greind og gáfnaskort, galla af verstu sort. Menn vona að Kári klóni knáa Islands hjörð er ríki hress og hörð hér á jörð. Sumir kunna að segja: „Slíkt er bara plat, De-code djöfuls frat, á dulkóðun er gat!“ Þingmenn ekki þegja þegar færi næst, um lögin loksins glæst lending næst. Læknar leggjast þvert: „Læknafrelsið skert! Við ekkert getum gert sem greinaskrifa er vert loks þá lausn að eygja á lífsgátunni er sjans í genamengi manns: Mörlandans!“ Kankvís Kári heyrir kvartanir og vein, gefur grið ei nein glíkur Jóni Vein. Engum manni eirir, alla í Grunninn slær, kátur kikk þá fær, í kampinn hlær. Ymsir undrast hve allt þetta má ske: að arfleifð okkar sé upplagt sölufé. í Kára hátt þá heyrir halur bæði og fljóð: „Ágæt íslensk þjóð ég á þitt blóð!“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.