Læknablaðið - 15.04.1999, Síða 71
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
343
„móttakandinn" er félagsmenn
Læknafélags Islands, almenn-
ingur eða stjómvöld. Ljóst er
að læknasamtökin þurfa að
einbeita sér skýrar en áður að
stefnumörkun í almanna-
tengslum í ljósi breyttra tíma.
Læknasamtökin hvetja alla
lækna til þátttöku í umræðu
um heilbrigðis-, velferðar- og
önnur þjóðþrifamál og eins að
hafa frumkvæði að slfkri um-
ræðu. Nauðsynlegt er að um-
ræðan sé byggð á traustum
þekkingar-, fag- og siðferði-
legum grunni.
Læknasamtökin hvetja alla
lækna og félög lækna til þess
að vera þátttakendur eða for-
ystuaðilar í samtökum er
vinna að heilbrigðisstarfi,
hvort sem er í forvömum eða
baráttu fyrir síðari vörnum
gegn sjúkdómum, eða gegn
sjúkdómum sem og í samtök-
um um almannaheill. Hér þarf
læknirinn einnig að standa
styrkur á grunni sinnar fag- og
siðferðilegu þekkingar.
Markmið læknasamtakanna
er að læknirinn hafi sem leið-
togi áhrif á mótun heilbrigðis-
stefnu og stjórnun heilbrigðis-
þjónustu. Til þess að læknir-
inn viðhaldi jákvæðri og
sterkri ímynd sinni þurfa sam-
skipti lækna innbyrðis að vera
með eðlilegum hætti og lækn-
irinn verður að vera sáttur við
starf sitt og starfsumhverfi.
Læknasamtökin munu á næstu
misserum vinna skipulega að
mótun á ímynd læknisins og
læknasamtakanna í ljósi
breyttra tíma.
Guðmundur Iijörnsson
formaður LI
Alþjóðafélag lækna rannsakar
gagnagrunnslögin
Norræna læknaráðið hefur skrifað Alþjóðafélagi lækna,
WMA og farið fram á formlegt álit félagsins á lögum urn
miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Fjallað verður um
málið á fundi stjórnar WMA í næsta mánuði.
Akveðið var að setja málið á dagskrá WM A þegar Norræna
læknaráðið hélt fund í Reykjavík 18.-19. febrúar síðastliðinn
en sjálft ályktaði ráðið um miðlægan gagnagrunn þegar frum-
varp þar að lútandi var til umfjöllunar á Alþingi. Lagt er til að
íslenska löggjöfin og álit Siðfræðiráðs Læknafélags íslands
verði tekið til meðferðar í umfjöllun um siðfræðileg álitainál
og við mat á þvf hvort lagasetningin stríði í veigamiklum at-
riðum gegn stefnu Alþjóðafélags lækna. Stjórn WMA ræddi
gagnagrunnsmálið á fundi sínum í Ottawa og mun taka fyrir
álitsbeiðni Norræna læknaráðsins á fundi í Santiago de Chile
í næsta mánuði.
Fréttatilkynning frá Læknafélagi Islands
Porravísur 1999
Á Netinu gengur nú eftirfar-
andi húsgangur sem mun njóta
mikilla vinsælda á þorrablót-
um og öðrum mannamótum.
Höfundur er óþekktur.
(Lag: Nú erfrost á Fróni)
Nú er fjör á Fróni,
fagnar íslensk þjóð,
kreistir kát sitt blóð
í Kára genasjóð.
Allt frá erkiflóni
upp í Hemma Gunn
myndar gagnagrunn,
genabrunn.
Innsta eðli vort
allt fær sett á kort,
greind og gáfnaskort,
galla af verstu sort.
Menn vona að Kári klóni
knáa Islands hjörð
er ríki hress og hörð
hér á jörð.
Sumir kunna að segja:
„Slíkt er bara plat,
De-code djöfuls frat,
á dulkóðun er gat!“
Þingmenn ekki þegja
þegar færi næst,
um lögin loksins glæst
lending næst.
Læknar leggjast þvert:
„Læknafrelsið skert!
Við ekkert getum gert
sem greinaskrifa er vert
loks þá lausn að eygja
á lífsgátunni er sjans
í genamengi manns:
Mörlandans!“
Kankvís Kári heyrir
kvartanir og vein,
gefur grið ei nein
glíkur Jóni Vein.
Engum manni eirir,
alla í Grunninn slær,
kátur kikk þá fær,
í kampinn hlær.
Ymsir undrast hve
allt þetta má ske:
að arfleifð okkar sé
upplagt sölufé.
í Kára hátt þá heyrir
halur bæði og fljóð:
„Ágæt íslensk þjóð
ég á þitt blóð!“