Læknablaðið - 15.04.1999, Side 84
354
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
byggðarlækningum sem sjáist
meðal annars af því að þau
hyggist leggja niður sjúkrahús
á landsbyggðinni. Eg segi
ekki að þau séu beinlínis á
móti okkur en það skortir
nokkuð upp á viljann. Það er
skelfileg hugmynd að ætla að
leggja niður landsbyggðar-
sjúkrahúsin. Það var reynt í
Astralíu og reynslan af því var
slæm. Hún yrði væntanleg
enn verri hér á landi þar sem
veðurfarið er mun erfiðara.
Það er sjálfsagt hægt að spara
víða en með því að leggja nið-
ur sjúkrahúsin mun þjónustan
versna verulega. Það gengur
heldur ekki á sama tíma og
verið er að draga úr endur-
greiðslum á ferðakostnaði
sjúklinga. Ef það á að fjölga
ferðum fólks til lækninga í
höfuðborginni yrði það til
þess að ýta enn frekar undir
flutning fólks suður. Við send-
um engan að gamni okkar suð-
ur því það er dýrt fyrir fólk.
Menn verða að taka sér frí frá
vinnu og sjá sér fyrir gistingu
og uppihaldi í Reykjavík, auk
hins beina ferðakostnaðar.
Það má líka nefna sem
dæmi um ákveðið skilnings-
leysi á stöðu okkar þegar til
stóð hér um árið að láta lækna
kaupa embættisbústaðina sem
ríkið hefur látið byggja. Þetta
gæti gengið í þéttbýlinu en þar
sem enginn markaður er fyrir
húsnæði og húsin verðlaus
stenst þetta ekki.“
- Svo vitnað sé í annan út-
lendan landsbyggðarlækni þá
segir John Wootton í blaði
kanadískra landsbyggðar-
lækna að í því sé fólgin viss
mótsögn að safna landsbyggð-
arlæknum saman í félög, það
sé eins og að ætla sér að smala
köttum. Þeir vilji vera einir og
þess vegna fari þeir til starfa á
landsbyggðinni. Er þetta rétt?
„Ég veit það nú ekki, en
það má svo sem segja að við
höfum svarað þessu með starfi
félagsins. Ef við værum þessir
smákóngar þá færum við varla
að stofna með okkur félag. En
það er rétt að það er ákveðinn
lífsstíll að lifa og starfa sem
læknir í dreifbýli. Þeir sem
geta sætt sig við hann sækjast
eftir því að vera áfram ef þeir
hrökklast þá ekki suður undan
vinnuálagi eða af fjölskyldu-
ástæðum. Það fylgja því
margir kostir að búa á lands-
byggðinni. Fólk er í nánari
snertingu við náttúruna og
umhverfið og læknar eru
máttarstólpar byggðarlagsins
sem ábyrgðarmenn heilbrigð-
is- og neyðarþjónustunnar.
Þessa sakna margir þegar þeir
flytja á mölina,“ sagði Ágúst
Oddsson í Bolungarvík. -ÞH
Atacancl^ Tofiur, c 09 c a
andesartanaie*etiiInnihaldslýsing: Hver tafla inniheldur Candesartanum
INN, cilexetil 4 mg, 8 mg eöa 16 mg.
Abendingar: Hár blóðþrýstingur.
Skammtar og lyfjagjöf: Skömmtun: Venjulegur viðhaldsskammtur Atacand® er
8 mg eða 16 mg einu sinni á dag. Hámarks blóðþrýstingslækkandi verkun næst
innan 4 vikna frá upphafi meðferðar. Lyfið má taka með eða án matar og án
tillits til aldurs. Hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (þ.e.
kreatínín klerans <30 ml/mín. skal hefja meðferð með 4 mg. Börn: Lyfið er ekki
ætlað börnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum lyfsins.
Meðganga og brjóstagjöf. Varnaðarorð og varúðarreglur: Skyld lyf geta aukið
þvagefni í blóði og kreatínín í sermi hjá sjúklingum með tvíhliða
nýrnaslagæðaþrengsli eða þrengsli í slagæð að einu nýra ef aðeins eitt nýra er
til staðar. Þetta getur einnig átt við um angíótensín II viðtaka antagónista. Hjá
sjúklingum með alvarlega skert blóðrúmmál geta einkenni lágþrýstings komið
fram. Samhliða gjöf á Atacand® og kalíumsparandi. þvagræsilyfi getur valdið
hækkun á kalíumþéttni í sermi. Milliverkanir. Engar þekktar. Aukaverkanir:
Lágþrýstngur vegna áhrifa lyfsins. Lyfhrif: Eiginleikar: Atacand® er forlyf ætlað
til inntöku. Það umbreytist hratt í virkt efni, candesartan, vegna esterhýdrólýsu
við frásog úr meltingarvegi. Candesartan er angíótensín II viðtaka blokki,
sérhæfður fyrir AT-1 viðtaka, með sterka bindingu við og hæga losun frá
viðtakanum. Það hefur enga eigin virkni. Blóðþrýstingslækkandi verkun er
vegna lækkunar á útlægu æðaviðnámi, en hjartsláttartíðni, slagrúmmál og
hjartaútfall breytist hins vegar ekki. Það er ekkert sem bendir til alvarlegs eða
óeðlilega mikils lágþrýstings eftir fyrsta skammt eða versnunar þegar meðferð
er hætt. Blóðþrýstingslækkandi verkun hefst innan 2 klst og næst hámarks
blóðþrýstingslækkandi verkun, innan fjögurra vikna og helst við langtíma
meðferð. Blóðþrýstingslækkun af völdum lyfsins helst jöfn í 24 klst. og þess
vegna er nægjanlegt að gefa lyfið einu sinni á dag. Lyfið hefur svipaða virkni,
óháð aldri og kyni sjúklingsins. Candesartan eykur blóðflæði um nýru og
viðheldur eða eykur gaukulsíunarhraða á meðan viðnám nýrnaæða og
síunarhlutfall minnkar. Atacand® hefur engar óæskilegar verkanir á blóðsykur
eða blóðfitu. Lyfjahvörf: Frásog og dreifing: Eftir inntöku umbreytist
candesartan cílexetíl í virka efnið candesartan. Meðal aðgengi (nýting)
candesartans er u.þ.b. 40% eftir inntöku á candesartan cílexetíli í lausn.
Meðalhámarksþéttni í sermi (Cmax)) næst eftir 3-4 klst. eftir inntöku töflu. Þéttni
candesartans eykst línulega með auknum skammti á lækningalegu
skammtabili. Ekki hefur greinst neinn munur á lyfjahvörfum candesartan eftir
kyni. Flatarmálið undir sermiþéttni-á móti-tíma-kúrfu (AUC) fyrir candesartan
breytist ekki vegna fæðu. Candesartan er í miklum mæli bundið plasma-
próteinum (>99%). Dreifingar-rúmmál candesartans er 0,1 l/kg. Umbrot og
útskilnaður: Candesartan skilst aðallega út i óbreyttu formi í þvagi og galli og
einungis að litlum hluta vegna umbrota í lifur. Lokahelmingunartími
candesartans er u.þ.b. 9 klst. Engin uppsöfnun á sér stað við endurtekna
skammta. Heildar plasmaklerans candesartans er u.þ.b. 0,37 ml/mínykg, með
nýrnaklerans u.þ.b. 0,19 ml/mínykg. Eftir inntöku á 14c-merktu candesartan
cílexetíli safnast um 30% af heildargeislavirkni fyrir í þvagi og um 70% í saur.
Lyfjahvörf hjá ákveðnum sjúklingahópum: Hjá öldruðum (eldri en 65 ára) aukast
bæði Cmax og AUC fyrir candesartan miðað við unga einstaklinga. Engu að
síður er blóðþrýstingssvörun og tíðni aukaverkana svipuð eftir gefinn skammt
af Atacand® hjá ungum og öldruðum, svo ekki er nauðsynlegt að leiðrétta
skammta hjá öldruðum. Hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi í
samanburði við þá sem hafa eðlilega nýrnastarfsemi, sést hækkun á Cmax,
AUC og útskilnaðarhelmingunar-tíma candesartans. Þrátt fyrir það er ekki
nauðsynlegt að leiðrétta skammta hjá sjúklingum með væga til miðlungs skerta
nýrna-starfsemi. Hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (þ.e.
kreatinín klerans <30 ml/minV1,73 m^ BSA) er klínísk reynsla takmörkuð og
íhuga skal hvort gefa skuli lægri upphafsskammt 4 mg. Hjá sjúklingum með
væga eða miðlungs skerta lifrarstarfsemi hafa engar breytingar á lyfjahvörfum
sést.
Pakkningar og verð: mars 1998. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: R, B.
Pakkningar: Töflur 4 mg: 28 stk. (þp.) -2.853 kr.; 98 stk. (þp.) -7.966 kr; 1 tafla x 98
stk. (þp, sjúkrah.pkn.) -7.966 kr. Töflur 8 mg: 28 stk. (þp.) -3.172 kr.; 98 stk. (þp.) -
8.987 kr.; 1 tafla x 98 stk. (þp, sjúkrah.pkn.) -8.987 kr. Töflur 16 mg: 28 stk. (þp.) -
3.810 kr.; 98 stk. (þp.) -10.980 kr.; 1 tafla x 98 stk. (þp, sjúkrah.pkn.) -10.980 kr.
Markaðsleyfishafi: Hássle Lákemedel, Svíþjóð.
Umboð á íslandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabæ.
HtWldir.
1: Nishikawa K et al Candesartan cilexetil; a review ol its predimcal pharmacology Journai of Human Hypertension
1997; It Suppl 2: S9-S17.
2: Sever P. Candesartan cilexetil: a new. long-actmg. eflective anglotensin II type 1 receptor blocker.
3. Húbner R et al. Pharmacokinetics of candesartan after single and repeated doses of candesartan cilexetil in young
and elderly healthy volunteers. Joumal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: S19-S25.
4: Elmfeldt D et al. Candesartan cilexetil. a new generation angiotensm II antagomst provides dose depentent
antihypertensive effect. Journal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: S49-S53.
5: Andersson OK and Neldam S. A comparison of the antihypertensive effects of candesartan cilexetil and losartan in
patients with mild to moderate hypertension. Journal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl 2; S63-S64.
6: Sever P and Holugreve. Long-term efficacy and tolerability of candesartan cilexetil in patients with mild to
moderate hypertension. Journal of Human Hypertension 1997,11 Suppl 2: S69-S73.
7: Belcher G et al Candesartan cilexetil: safety and tolerability in healthy volunteers and patients with hypertension.
Journal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl: S85-S89
8: Heuer HJ et al Twenty-four hour blood pressure profile of different doses of candesartan cilexetil in patients wrth
mild to moderate hypertension. Journal of human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: S55-S56.