Læknablaðið - 15.04.1999, Page 97
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
365
Sagnir og skáldskapur fyrrverandi
ráðuneytisstjóra í Heilbrigðisráðuneytinu
Samskipti landlæknis og heilbrigöisráöherra
í Læknablaðinu (3. tbl.
1999) staðfestir fyrrverandi
ráðuneytisstjóri Heilbrigðis-
ráðuneytisins (P.S.) að nefnd
undir forystu hans hafi lagt til
að í frumvarpi um heilbrigðis-
þjónustu yrði embætti land-
læknis og ráðuneytisstjóra
sameinað. Ráðherra féll frá
þeirri tillögu eftir kröftug
mótmæli landlæknis og
Læknafélags Islands og þess
vegna breyttist frumvarpið.
I sjálfu stjómarfrumvarpinu
var þó ætlast til þess að Heil-
brigðisráðuneytið tæki við
hinum læknisfræðilega þætti
stjórnsýslunnar nema að land-
lækni væru falin sérstök verk-
efni!! Alþingi sá þó í gegnum
þessa vanhugsuðu útfærslu og
óljósu skil milli embætta og
felldi þessi atriði út úr frum-
varpinu með yfirgnæfandi
meirihluta. Alþingi taldi rétt
að landlæknir annaðist áfram
hinn faglega hluta heilbrigðis-
þjónustunnar. (Alþt. 1972-1973,
A, bls. 1162-3, þskj. 310.) Sjá
enfremur Lög um heilbrigðis-
þjónustu 57/Í978. Frekari frá-
sagnir P.S. af samskiptum ráð-
herra og landlæknis eru skáld-
skapur enda var P.S. ekki við-
staddur alla fundi ráðherra og
landlæknis.
Staða Iandlæknis-
embættisins
P.S. vitnar ekki í tvö lög-
fræðiálit prófessors Sigurðar
Líndals um stöðu landlæknis-
embættisins. Hið fyrra birtist í
Læknablaðinu 7. tbl. 1984 og
var auðsýnilega tilefni álits
B.Þ.G. Hið síðara kom í kjöl-
far álits B.Þ.G. og birtist í
Læknablaðinu 3. tbl. 1985.
Alit prófessors Sigurðar Lín-
dals er nær raunveruleikanum
en pólítískt pantað álit Björns
Þ. Guðmundssonar. Prófessor
Sigurður Líndal kemst að
þeirri niðurstöðu að stjórn-
sýsluleg yfirstjórn heilbrigð-
ismála sé í höndum Heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneyt-
isins. Landlæknir hafi aftur á
móti með höndum læknis-
fræðilega ráðgjöf og faglegt
eftirlit auk tiltekinna fram-
kvæmdastarfa, samanber
reglugerð 411/1973. Land-
læknir hafi og með stjórnsýslu
að gera sem óhjákvæmilega er
tengd þessum verkefnum.
„Landlæknir vinnur framan-
greind störf sem forstöðumað-
ur landlæknisembættisins í
umboði ráðherra og stendur
að því leyti beint undir hon-
um.“ Þessi samskipti mótast
og af gamalli hefð.
Faglegt sjálfstæði land-
læknisembættisins mótast
einnig af því að landlæknir
er ekki einungis ráðunautur
heilbrigðisráðherra heldur
allrar ríkisstjórnarinnar um
allt er varðar heilbrigðis-
mál. í krafti þessa hefur
landlæknisembættið um
árabil veitt öðrum ráðherr-
um faglega ráðgjöf án milli-
göngu eða íhlutunar Heil-
brigðisráðuneytisins. Skýrt
kom fram í umsögn heilbrigð-
isráðherra í lögum um heil-
brigðisþjónustu árið 1973 og
aftur 1978 að staða landlæknis
skyldi vera óbreytt. Sam-
kvæmt þessu hefur landlæknir
nokkra sérstöðu í stjórnsýsl-
unni.
Þessa túlkun þurfa land-
læknir og Læknafélag Islands
að verja til síðasta manns.
Fyrirkomulagið á
Norðurlöndum
Vangaveltur P.S. um að
landlæknir Svía hafi breytt um
stöðuheiti fyrir tæpum 20 ár-
um breytir litlu, því að fagleg
mál innan heilbrigðisþjónust-
unnar í Svíþjóð falla undir
hans embætti. Rétt er að dreg-
ið hefur verið úr faglegu
frumkvæði finnska landlækn-
isins. I Finnlandi er uppskrift
breytinga málaflokksins að
finna sem P.S. stefndi að á Is-
landi á sínum tíma en gekk
ekki eftir. Nú heyri ég þó, að
uppi séu áform að breyta
fyrirkomulagi landlæknis-
embættisins í Finnlandi til
hins fyrra horfs, það er að
tryggja embættinu faglegt
sjálfstæði.
Norrænir fundir landlækna
nefnast Generaldirektörs-
möten.
Ólafur Ólafsson