Læknablaðið - 15.04.1999, Qupperneq 103
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
369
kvæmd í samstarfi við lækna
og annað heilbrigðisstarfsfólk
sem annast sjúklinga með át-
raskanir. Auk Sjúkrahúss
Reykjavíkur og Landspítalans
eru nú þegar samvinnutengsl
um verkefnið við Sjúkrahúsið
Vog, Reykjalund, Heilsu-
stofnun NLFÍ í Hveragerði,
Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri og við aðila innan heilsu-
gæslunnar. Komið verður á
tengslum við fleiri aðila og
stofnanir þegar gagnasöfnun
hefst að fullu í janúar 1999.
Þeir spurningalistar sem not-
aðir verða í upphafi meðferðar
og til síðara reglulegs mats
hafa verið þýddir á íslensku. I
lok rannsóknartímabilsins
verður safnað sambærilegum
upplýsingum og gert var í
upphafi. Þeir spurningalistar
eru ekki tilbúnir nú enda
verða þeir ekki notaðir fyrr en
tveimur og hálfu ári eftir að
rannsókn hefst svo nokkur
tími er til stefnu.
Verkefnisstjóri verður í
sambandi við hinar ýmsu með-
ferðarstofnanir og aðila og
fylgist með þegar sjúklingar
með átraskanir koma til með-
ferðar og að spumingalistar
og önnur gögn séu frágengin.
Hann hefur sér til hjálpar að-
stoðarmann í hálfu starfi. Að-
stoðarmaður verður þjálfaður
í að leggja fyrir spurningalist-
ana, yfirfara þá og koma þeim
í tölvutækt form. Gert er ráð
fyrir að oftast muni viðkom-
andi meðferðaraðilar á hverj-
um stað sjá um að spurninga-
listar séu útfylltir en ef það
þykir henta getur aðstoðar-
maður verkefnisstjóra lagt
spurningalistana fyrir. Utfyllt-
um spurningalistum er jafnóð-
um safnað til verkefnisstjóra
til frekari vinnslu.
Upplýsingar úr spurninga-
listum verða slegnar inn í
gagnagrunn til úrvinnslu.
Fengin hefur verið heimild
Tölvunefndar fyrir rannsókn-
inni. Enginn tekur þátt í rann-
sókninni án þess að hafa áður
undirritað upplýst samþykki
sitt. Eftir því sem rannsóknin
vinnst þarf að gera grein fyrir
þeim upplýsingum er fengist
hafa og undirbúa lokaúr-
vinnslu gagna og birtingu nið-
urstaðna sem hægt verður að
bera saman við niðurstöður
annarra samstarfsaðila í Evr-
ópu. Niðurstöður verða fyrst
kynntar á fundum og ráðstefn-
um hér heima og erlendis og
væntanlega munu þær verða
birtar í fag- og vísindaritum,
svo sem European Eating Dis-
orders Review.
Atraskanir eru að öllum lík-
indum vanrækt heilsufars-
vandamál við núverandi að-
stæður hér á landi og úrbætur
á því nauðsynlegar. Þessi
rannsókn mun varpa ljósi á
hvort svo sé og stuðla að því
að breytingar verði gerðar
reynist þess þörf.
Þeir sem vildu vísa einstak-
lingum til að taka þátt í rann-
sókn þessari vinsamlegast haf-
ið samband við Helgu Hannes-
dóttur, sem er verkefnisstjóri
á íslandi, í símum 525 1000
eða 568 8160; bréfsímar: 525
1402 eða 568 8128; netfang:
helgah @ centrum. is
Helga Hannesdóttir
Olöf Sigurðardóttir
Jón G. Stefánsson
Heimasíða
Læknafélags Islands
http ://www. icemed. is
Á heimasíðu Læknafélags íslands er meðal annars að finna
upplýsingar um stjórn LÍ og heiðursfélaga, lög félagsins,
Codex Ethicus, ýmis önnur lög og reglugerðir er lækna varð-
ar, samning sjúkrahúslækna, úrskurð Kjaranefndar, gjaldskrá
heilsugæslulækna, starfsemi skrifstofu LÍ, sérgreina- og
svæðafélög lækna, Læknablaðið, læknavefinn, læknaskrár,
Fræðslustofnun lækna, Orlofsnefnd læknafélaganna, Lífeyr-
issjóð lækna auk þess sem vísað er í margvíslegar tengingar
á netinu sem geta komið sér vel.