Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 104

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 104
370 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Hallgerður Gísladóttir sagnfræðingur Gömul læknisráð á Þjóðminjasafni Hallgerður Gísladóttir á þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins heldur áfram að seilast í skúffur og skjalaskápa deildarinnar eftir gömlum læknisráðum sem þar eru skráð. Að þessu sinni fjallar Hallgerður um hiksta og ýmis ráð við honum sem sum hver dugðu en þó ekki öll, enda átti hikstinn sér á stundum yfirnáttúrulegar orsakir. Sjaldan er geispi af glöðu hjarta, né hiksti frá hægu brjósti í skrá 29 á Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins, „Maðurinn, þættir úr þjóðtrú“ er meðal annars spurl um ráð við hiksta. Almennt var, að heim- ildarmenn nefndu þá trú sem flestir kannast við enn þann dag í dag, að hiksti stafaði af því að þá væri einhver að tala illa um viðkomandi. Af því tilefni sögðu þeir sem hikst- ann fengu stundum „Já ég er hérna, nú er einhver að nefna mig“. Þá töldu sumir upp þá sem hugsanlega iðkuðu bak- nagið og átti hikstinn að hætta um leið og rétta nafnið var nefnt. Stundum dugði að bölva kröftuglega þeim sem í lilut átti en aðrir fóru þveröf- uga leið. „Nú er einhver að nefna mig. Guð blessi hann, hver sem hann er,“ sagði amma eins heimildarmannsins ævin- lega þegar hún fékk hiksta. Og ef ungar stúlkur fengu hiksta áttu þær að segja: Guð hugsi gott til mín og góðir yngispiltar (úr Meðallandi). Annað ráð sem almennt var (og er) notað við hiksta var að láta þeim sem hikstaði bregða illilega. Var þetta gert á ýmsan hátt til dæmis þannig að hon- um var gefinn kinnhestur, sleg- inn með blautri dulu, skvett á hann köldu vatni, gefið kröft- ugt olnbogaskot, barið í bakið á honum eða öskrað í eyrað. Þetta þótti vera árangursríkast ef gerandinn var manna ólík- legastur til áreitni. Það gilti einnig við beitingu aðgerða af svipuðu tagi sem höfðu ekki beinlínis líkamlega áreitni í för með sér eins og þegar þeim sem hikstaði var sagt að éta skít fara til fj... eða að borinn var upp á hann þjófn- aður eða önnur ósæmileg hegðan. Við þessar aðstæður var til dæmis oft sagt í gamla daga „Hefurðu sopið úr kæsis- dallinum? (Kæsir var mjólkur- hleypir gerður úr kálfsmaga.) Hefurðu drukkið úr rjóma- troginu? Þú hefur étið folald. Hvað varstu að gera inni í búri í morgun? Svo þú varst að kyssa hana/hann - ég sá til þín.“ Einn heimildarmanna hafði verið hjá kennara sem rak pennahnífinn grimmdar- lega upp í andlitið á nemend- um sínum þegar þeir fengu hiksta. Það dugði oft. Og margt fleira var í þessum dúr. Ráð af öðru tagi voru til dæmis að halda niðri í sér andanum eins lengi og unnt var, að draga andann djúpt nokkrum sinnum í röð, að styðja vísifingri á efri vör þangað til hikstinn hætti, að hafa eitthvað fljótandi í munni sér og kyngja því rétt þegar hikstinn ætlaði að brjót- ast fram, að drekka mikið kalt vatn, að drekka heitt sykur- vatn eða að sjúga hvítasyk- urmola. Að lokum er hér ein hikstasaga úr heimildasafninu frá Norður-Þingeyingi fædd- um 1910: „Á bæ einum í Öxarfirði bjó maður nokkur, sem talinn var töluvert vel að sér um al- mennt atgervi. Hann kom ungur á heimilið og giftist dóttur bónda þar. En á jörð þeirri var vatn eitt lítið um- máls en var ávallt fullt af sil- ungi. Var auðvelt að fanga all- an silunginn í net, ef menn vildu, en sá kvittur lá á, að enginn mætti snerta hann því hann tilheyrði álfum, sem þar byggju í miklum hópum við bjargið, sem þar var ofan við. Ekki vildi hinn ungi fullhugi hlusta á þessar bábiljur og fór og veiddi þó nokkra væna sil- unga úr pytti þessum. Líkaði tengdaföður hans miður, en hafði þó hljótt um. Ekki löngu síðar fær ungi maðurinn hiksta sem ekki þótti svo sér- stakt, en hikstinn varaði óvenjulega lengi, og það svo að það leiddi unga bóndann til dauða á örfáum árum og hafði hann hiksta allt til hinstu stundar. Eg þekkti þennan mann og tel söguna staðfesta af áreiðanlegum vitnum eða svo var trúað í minni sveit. Voru álögin á tjörn þessari tal- in slík að til dauða hans leiddi.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.