Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 105

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 105
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 371 Iðorðasafn lækna 110 Nuchal fold Reynir Tómas Geirsson, prófessor, hafði samband og bað um hugmyndir að ís- lensku heiti á því sem á ensku nefnist nuchal fold thickness og er í daglegu tali starfsmanna í meðgöngueftirliti gjarnan nefnt nuchal fold. Á sónar- deild kvennadeildar Landspít- alans er kominn af stað undir- búningur að því að taka upp sérstaka aðferð við fóstur- skoðun á meðgöngutíma. Að- ferðin byggist á því að mæla þykktina á undirhúð á hnakka- svæði fósturs og nota mæling- una til að meta hættuna á því að fóstrið beri litningagalla, nánar tiltekið þrístæðu 21 sem veldur Downs heilkenni. Rannsóknir hafa leitt í ljós að mikil þykknun á þessu svæði geti gefið vísbendingu um að hætta á Downs heilkenni sé aukin. Þörf er þá á litninga- rannsókn á fóstur- eða leg- vatnsfrumum, til að fá fulla vissu um það hvort litninga- galli sé til staðar eða ekki. Læknisfræðiorðabók Sted- mans upplýsir að nucha sé afturhluti hálsins. Þar er upp- runi heitisins rakinn til frönsku, nuque, sem Frönsk-íslensk orðabók Gerard Boots segir að þýði hnakki. Hin mikla al- fræðilega orðabók Websters vill hins vegar rekja upprun- ann til arabísku, en þar mun vera til orðið nukha, sem orðabókin upplýsir að merki mæna. Líffæraheitin tilgreina að aftara hálssvæðið sé nefnt regio cervicalis posterior eða regio nuchalis á latínu. Ið- orðasafn lækna birtir orðið svíri sem þýðingu á nucha. Um svíra segir meðal annars í íslenskri orðabók Máls og menningar: hnakki, hálsinn að aftanverðu, digur háls. Undir- ritaður vandist því sem ung- lingur, að svíri væri eingöngu notað um háls á manni honum til óvirðingar, en gjarnan um háls á nautgripum. Heitið svíri er því óheppilegt í þessu sam- hengi. Hnakkaþykkt Þrátt fyrir að í enska heitinu á umræddri þykknun sé notað orðið fold, mun ekki vera um eiginlega fellingu að ræða. Umræddir vefir eru hins vegar þykknaðir. Orðið þvkkt má finna í ritmálssafni Orðabókar Háskólans og eru helstu merk- ingarnar: seigja, gildleiki, þungun og það hvað eitthvað er þykkt. íslenska orðabókin útskýrir kvenkynsnafnorðið þykkt þannig: 1 það hve e-ð er þykkt. 2 gildleiki; bólga af völdum innvortis sjúkdóms; gildleiki óléttrar konu. í ís- lenskri samheitaorðabók eru birt samheitin þykkt, digurð, gildleiki, sverleiki, þykkleiki, þykkni. Heitið hálsþykkt gæti auðveldlega misskilist og þykkni á ekki við nema um aukna þykkt sé að ræða. Undir- ritaður leggur því til að notað verði íslenska heitið hnakka- þvkkt. Brisbólga Páll Helgi Möller, læknir á Landspítala, sendi tölvupóst og sagði frá því að hann vant- aði íslenska þýðingu á heitið emphysematous pancreatitis. Páll lýsti fyrirbærinu þannig: ástand þar sem loft sést í bris- kirtli samfara briskirtils- bólgu. Astœður geta verið sýking af völdum gram neikvœðra sýkla eða vegna fistils milli briskirtils og þarma. Iðorðasafn lækna gefur ís- lensku heitin vefjaþemba fyrir emphysema og bris- bólga fyrirpancreatitis. Undir- ritaður prófaði því að nota þau í samsett heiti, en fann ekki lausn með þeirri aðferð. Hvor- ug samsetningin, vefjaþemb- andi brisbólga eða vefja- þembubrisbólga, er aðlað- andi og undirrituðum finnst að heitin brisþembubólga og þembubrisbólga geti gefið villandi hugmynd. Lokaniður- staðan varð því sú að stinga upp á að emphysematous pan- creatitis nefnist brisbólga með loftþembu. Það heiti er al- mennt og tekur ekki neina af- stöðu til þess hvert er orsaka- sambandið milli bólgunnar og þembunnar. Inngrip eða íhlutun Hlédís Guðmundsdóttir, læknir, sendi tölvupóst í fram- haldi af 108. pistli, þar sem rætt var um interventional radiology. Undirritaður stakk upp á heitinu íhlutunarrönt- genfræði, en láðist að geta einnig um inngripsröntgen- fræði, sem Hlédís leggur nú til. Sennilega var undirritaður sáttari við hljómfallið í fyrra heitinu, en bæði koma þau að sjálfsögðu til greina. Jóhann Heiðar Jóhannsson (netfang: johannhj@rsp.is)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.