Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1999, Síða 114

Læknablaðið - 15.04.1999, Síða 114
 Nýtt lyf fyrir Al; zheimers ARICEPT • PFIZER. TÖFLUR; R. Hver tafla inniheldur: Donepezilum INN, hýdróklóríð, 4,56 mg eða 9,12 mg, samsvarandi Donepezilum INN 5 mg eða 10 mg. Ábendingar Lyfið er ætlað til einkennameðferðar á allt frá vægum til meðalsvæsins Alzheimers- sjúkdóms. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir/aldraðir: Upphafsskammtur er 5 mg einu sinni á dag. Lyfið á að taka inn að kvöldi rétt fyrir svefn. Halda skal 5 mg skammti óbreyttum í a.m.k. einn mánuð til að unnt sé að meta fyrstu áhrif meðferðarinnar svo og til að ná stöðugri dónepezílhýdróklóríð þéttni. Þegar klínískt mat hefur verið lagt á meðferð fyrsta mánuðinn með 5 mg á dag má auka skammt af dónepezíli i 10 mg einu sinni á dag. Hámarksskammtur sem mælt er með er 10 mg á dag. Þegar lyfjameðferð er hætt dregur smám saman úr þeim gagnlegu áhrifum sem dónepezíl hafði. Ekkert bendir til versnunar sjúkdómsins sé lyfjameðferð hætt skyndilega. Börn: Lyfið er ekki ætlað börnum. Frábendingar: Lyfið á ekki að gefa sjúklingum með þekkt ofnæmi fyrir dónepezílhýdróklóríði, píperidínafleiðum eða öðrum innihaldsefnum lyfjaformsins. Þungun er frábending við notkun Aricept. Svæfingar: Þar sem dónepezíl er kólínesterasahemill mun það að öllum líkindum auka vöðvaslakandi verkun súkkínýlkólín-lyfja meðan á svæfingu stendur. Hjarta- og æðakerfi: Vegna lyfjafræðilegrar verkunar kólínesterasahemla geta þeir haft vagótónísk áhrif á hjartsláttartíðni (t.d. hægum hjartslætti). Líkur á þessari verkun getur einkum skipt máli fyrir sjúklinga með „sick-sinus" heilkenni eða aðrar ofanslegils leiðnitruflanir í hjarta eins og t.d. gúl- og gáttarrof. Meltingarfæri: Hjá sjúklingum, sem auknar líkur eru á að fái magasár, skal fylgjast með einkennum þar um. Þvagfæri: Kólínlík efni (cholinomimetica) geta valdið þvaglátatregðu enda þótt það hafi ekki komið fram í klínískum rannsóknum með dónepezíl. Miðtaugakerfi: Krampaköst Nokkrar líkur eru á að kólínlík efni geti valdið krampaköstum (útbreiddum rykkjakrömpum). Hins vegar geta krampaköst einnig verið afleiðing Alzheimers- sjúkdómsins. Lungu: Vegna kólínlíkrar verkunar kólínesterasahamla skal gæta varúðar við notkun þeirra hjá sjúklingum með sögu um astma eða berkjukrampa (obstructive pulmonary disease). Forðast skal notkun dónepezíls samtímis öðrum asetýlkólínesterasahemlum eða efnum sem örva eða hamla kólínvirka kerfið. - sjúklinga E-ím teif\tí ^aqle^a! Milliverkanir Rannsóknir in vitro hafa sýnt, að cýtókróm P450 ísóenzýmin 3A4 og 2D6, þó í minna mæli, hafa áhrif á umbrot dónepezíls. Rannsóknir á milliverkunum, sem gerðar hafa verið in vitro sýna, að ketókónazól, sem hamlar CYP3A4 og kínidín, sem hamlar CYP2D6, hindra umbrot dónepezíls. Þau geta því hindrað umbrot dónepezíls eins og aðrir CYP3A4 hamlar eins og td. ítrakónazól og erýtrómýsín og CYP2D6 hamlar eins og t.d. flúoxetín. Enzýmhvetjandi efni, eins og t.d. rífampisín, fenýtóín, karbamazepín og etanól, geta lækkað gildi dónepezíls. Jafnframt eru samverkandi áhrif hugsanleg við samtímis meðhöndlun með efnum eins og t.d. súkkinýlkólíni, öðrum vöðvaslakandi/-lamandi efnum, kólínvirkum agónistum eða beta-blokkurum, \>ér í MKLfr _ V"'W tn « otn i. Aricept °nePeziij & sem hafa áhrif á leiðslu hjartans. Aukaverkanir: Algeng- ustu aukaverkanirnar (tíðni £ 5% og tvöfalt al- gengari en við notkun lyf- leysu) voru niðurgangur, vöðvakrampar, þreyta, ógleði, uppköst og svefn- truflanir. Aðrar algengar aukaverkanir (tíðni > 5% og > við notkun lyfleysu) voru höfuðverkur, verkir, óhöpp (slys), kvef, óþægindi í kviðar- holi og svimi. Lyfhrif: Dónepezílhýdróklóríð er sérhæfður og afturkræfur asetýlkólínesterasa hemill, sem er rikjandi kólinesterasi heilans. Dónepezílhýdróklóríð hefur in vitro meira en 1000 sinnum virkari hömlun á þetta enzým en bútýrýlkólínesterasa, en það er enzým sem einkum finnst utan miðtaugakerfisins. Pakkningastærðir og verð (1. sept. 1998): Töflur 5 mg: 28 stk. (þynnupakkað), verð: 11.229 kr., 98 stk. (þynnupakkað), verð: 33.879 kr. Töflur 10 mg: 28 stk. (þynnupakkað), verð: 13.423 kr„ 98 stk. (þynnupakkað), verð: 40.861 kr. Lyfið er lyfseðilsskylt og E merkt í Sériyfjaskrá. Nánari upplýsingar er að finna í viðauka við Sérlyfjaskrá 1. okt. 1998. Einkaumboð á íslandi: Pharmaco hf.. Höreatúni 2.210 Garðabaer.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.