Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 10
10 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Sverrir Bergmann Kveðjur frá Læknafélagi Islands Ágæti formaður Læknafélags Akureyrar, kol- legar mínir góðir hér á Akureyri og hátíðargestir allir. Dagurinn er svo fagur að hann er ekki aðeins hentugur til fallbyssuskota heldur hefur maður lúmskan grun um það, að sjálft almættið taki þátt í þessum hátíðarhöldum eða hafi í það minnsta á þeim velþóknun. Ég þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera hér á Akureyri í dag og með ykkur á þessum hátíðisdegi, 60 ára afmæli Lækna- félags Akureyrar. Það er mér mikil ánægja og mikill heiður og ég flyt ykkur þakkir, kveðjur og árnaðaróskir frá Læknafélagi íslands og þá eftir atvikum kveðju allra íslenskra lækna til ykkar kolleganna og annarra hér á Akureyri og til ham- ingju með afmælið. Á Akureyri var í upphafi aldarinnar handskrif- að Læknablaðið. Það gerði prófessor Guðmund- ur Hannesson læknir og hér fór sá sem síðar var frumkvöðull að stofnun heildarsamtaka íslenskra lækna, það er Læknafélags íslands, og fyrsti for- maður þess við stofnun árið 1918. Guðmundi var ljós máttur samstöðunnar og nauðsyn heildar- samtaka lækna svo að þeir væru sterkir inn á við, öflugir sem heild og fengju þannig staðið undir skyldum sínum og undir þeirri miklu ábyrgð sem hvílir á læknum hvers lands. Þetta er grundvall- aratriði og það er óhrakið í harðri umræðu og í mati nútímans á gildi félaga. Þessar staðreyndir eru jafngildar nú og þá og á tímamótum sem þessum er heppilegt að árétta þessi sannindi. Aðeins sem sterk heild fá læknar beitt áhrifum til mótunar mannúðar-, þekkingar- og menningar- samfélags í landi sínu með afskiptum af heilbrigð- is-, félags-, mennta- og menningarmálum öðrum frentur þótt ekkert sé okkur óviðkomandi. Þekk- ing okkar og sú siðfræði sem við göngumst undir í orði og í athöfnum við beitingu hennar á að gera okkur hæfa til þess að vera hinir mikilvægu ráð- gjafar á þessum sviðum og við ættum oftar að vera í forystu en er í dag. í þessum orðum felast að mér finnst sannindi, ekki hroki og síst af öllu lítilsvirð- ing gagnvart þeim sem öðrum störfum gegna meðal annars okkur við hlið og stefna að sama marki. Læknar á Akureyri hafa haldið merkinu hátt á lofti og verið sjálfum sér, samtökum sínum og læknastéttinni allri til sóma. Þeir hafa af trú- mennsku rækt skyldur sínar við þau þjóðfélags- Iegu viðfangsefni sem læknum eru lögð á herðar að fást við og gert að skila. Um þetta þarf ekkert að deila og verkin sýna merkin. Þess verður vænst áfram að læknar á Akureyri, með samtök sín að baki, verði virkir þátttakendur í heilbrigðis-, fé- lags-, mennta- og menningarmálum staðarins. Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með grein- um lækna á Akureyri um heilbrigðismál í blaðinu Degi. Það ergleðilegt líka að vita af því hversu vel er skipað heilbrigðismálum á Akureyri og ná- grenni þrátt fyrir allt, þótt allir muni ekki vera mér sammála um það og margt vanti vafalaust upp á, og eins hversu stórhuga er áætlað í þeim efnum. Fagna ber framtaki Læknafélags Akur- eyrar í sambandi við varðveislu og heiðrun lækn- isfræðilegra og menningarsögulegra verðmæta. Þetta hól get ég viðhaft en ekki þeir sem hér eru sjálfir starfandi, þótt ég verði að ætla þeim eins og öðrum mönnum að þeim þyki lofið gott. Þeir eru ekki heldur alveg meðvitaðir um árangur sinn endilega nema að litlu leyti þótt allsgáðir séu og breytir þar engu meðfædd hógværð og lítillæti. Mat gestsins er oftast miklu raunsannara. Það er svo unt aldur félaga sem aldur manna að hann er afstæður og ekki verður heldur séð hvort félög fái náð háum aldri fremur heldur en á við um mannfólkið. Sent fyrr er erfitt að spá í framtíðina. Veraldleg tilvist mannsins hefur þó enn sín tak- ntörk þrátt fyrir ntikla framför læknavísindanna en maðurinn á auðvitað eftir eilífðina alla fyrir handan. Það er minna vitað um tilvist félaga þeim megin með nokkurri vissu en tilvist þeirra hérna ntegin getur orðið svo öldum skiptir eins og dæm- in sanna, liggi að baki þeim grundvöllur eins og á við um samtök lækna. Því er Læknafélag Akur- eyrar vafalaust ungt að árum nú, þegar það stend- ur á sextugu og hefur árin tvö tæplega umfram þann sem hér stendur. Við sem fædd erum og uppalin ekki svo langt frá Akureyri, en þó svo óralangt í burtu, sáum þennan stað í hillingum sem eitthvað æðra og svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.