Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Síða 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Síða 20
20 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 SMAKA9Í C2ut>*UtipU*- JOWU.flB>ans«>M|>»E«W2 UAMlt UMt. CPUR£>UR. UH HVBJWÍG UlV'P SBHGU Á F}ö^pUM«jjuV«ÁJXff/AÍtf ( dr. Helga Tömassyni, að hætt yrði við shock með- ferð við maníska sjúklinga þar eð sú meðferð gæti verið hættuleg en batahorfur lítið betri en við conservativa meðferð. Ut af þessu urðu shock- doktorar hér nokkuð fyrtir og sögðu að þá væri best fyrir dr. Helga að taka við þessum vitfirring- um sínum en ella væri von að læknar hér notuðu öll tiltæk ráð til að koma vitinu fyrir þessa fáráð- linga. Hinn 4. desember 1944 var haldinn 10 ára af- mælisfundur og mættu félagar í viðhafnarbúning- um ásamt mökum sínum til borðhalds þar sem fram voru reiddar dýrustu krásir en til drykkjar var ljúffengt öl og kaffi á eftir máltíð. Formaður Jóhann Þorkelsson rakti sögu félagsins, Pétur Jónsson ritari mælti fyrir minni frúnna og skáld félagsins Jón Geirsson flutti revíurímur um félag- ana og þótti vel takast að vanda. Á fundi 11. september 1944 var samþykkt, að Stefán Guðnason settist hér að sem praktiserandi læknir og var það samhljóða álit fundarmanna, að hann kæmi sem sending frá himnum í því lækna- hraki sem Akureyringar áttu þá við að búa. Hinn 4. október 1948 minntist formaður nýlátins aðal- stofnanda félagsins Steingríms Matthíassonar. Hinn 17. janúar 1949 var samþykkt uppkast að samningi milli Læknafélags Akureyrar og Sjúkra- samlags Akureyrar, þeim sem fól í sér fast lækna- val fyrir eitt ár í einu. Hinn 18. mars 1949 sam- þykkti fundur í Læknafélagi Akureyrar að félagið beitti sér fyrir stofnun krabbameinsvarnafélags hér. Hinn 9. janúar 1950 var minnst látins félaga, Jóns Geirssonar, sem féll frá 4. janúar 1950. í október 1951 var Ólafur Sigurðsson tekinn inn í félagið á ný, hafði áður verið hér praktiserandi læknir 1945-1949. Var viðurkenndur sérfræðingur í lyflækningum í júní 1951 en starfaði 1951-1953 nrestmegnis sem heimilislæknir hér í bænum. Hinn 7. desember 1953 var boðin velkomin í fé- lagið Þorbjörg Magnúsdóttir svæfingalæknir. Hinn 27. október 1952 var tekinn inn í félagið Sigurður Ólason læknir. Hann var aðstoðarlæknir við sjúkrahúsið hér frá 1952-1954, var í námsvöl á röntgendeild Landspítalans nóvember 1954 til maí 1955 og var röntgenlæknir hér 1955-1973, eftir það yfirlæknir röntgendeildar til 1990. Hann hafði mun skemmri framhaldsmenntun að baki en aðrir röntgenlæknar þá í landinu en starfsferill hans sýndi vel hversu sjálfmenntun má sín mikils þegar elja og vinnusemi eru fyrir hendi. Hinn 15. desember 1953 voru allir sjúklingar og öll starfsemi sjúkrahússins flutt í hina nýju bygg- ingu á Eyrarlandstúni og 1. janúar 1954 tók lyf- lækningadeild til starfa í henni. Frá þeim degi nefndist sjúkrahúsið formlega Fjórðungssjúkra- húsið á Ákureyri. Eftir flutninginn 1953-1954 taldist sjúkrahúsið rúma 108 sjúkrarúm alls. Handlækningadeild rúmaði að meðtalinni 14 rúma fæðingardeild 54 sjúkrarúm talsins. Lyf- lækningadeild rúmaði í byrjun ásamt með 12 rúma geðveikradeild 54 sjúkrarúm talsins. Á næstu ár- um var þó vesturálma þriðju hæðar smám saman tekin í notkun undir hjúkrunarrúm sem hluti lyf- lækningadeildar, var kölluð B-deild og rúmaði nærri 20 sjúkrarúm. Árið 1961 voru fjögur her- Sigurður Ólason að störfum.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.