Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Page 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 31 afnumin. Þar eftir urðu upplýsingar tilvísandi lækna greinarbetri og pappírsvinna varð einfald- ari. Biðtími eftir innlögn til aðgerða hefur oft skipt mánuðum eða jafnvel farið yfir árið. Fyrstu starfs- árin var biðtími eftir gerviliðaaðgerðum hér styttri en á Reykjavíkursvæðinu og sóttu þá all- margir einstaklingar utan venjulegs þjónustu- svæðis FSA þjónustu hingað. Smátt og smátt óx biðtíminn og haustið 1992 var biðtími eftir gervi- liðaaðgerðum orðinn liðlega ár. Með átaksverk- efni þann vetur, sem þriggja milljóna króna auka- fjárveiting fékkst til, tókst að ná biðtímanum fyrir gerviliðaaðgerðir niður í þrjá til fjóra mánuði eins og hann er í dag. Eins og önnur sérhæfð heilbrigðisþjónusta eru bæklunarlækningar fjármagnskrefjandi. A móti kemur að með þeim skurðaðgerðum og annarri meðferð sem beitt er sparast oft fjármagn á öðr- um sviðum svo sem að skapa öldruðum mögu- leika á að geta lengur verið í sínu eigin húsnæði og þar með sparast dýr stofnanavistun. Með góðri tækni má einnig oft stytta eftirmeðferð eftir áverka og veikindi og þar með minnka heildar- kostnað við meðferðina og einnig koma einstak- lingunum fyrr í sjálfbjarga og starfhæft ástand. Bæklunardeild FSA hefur reynt að fylgja eftir þeirri þróun sem stöðugt er í þessari grein sem og öðrum greinum læknisfræðinnar. Síðustu ár hefur ríkisvaldið ekki haft ráð á nægilegu fjármagni til kaupa á tækjabúnaði og til að ráða sérmenntað starfsfólk til að slíkt verði mögulegt til lengdar. Að óbreyttu þarf að sætta sig við minnkandi þjónustu í greininni en vonandi verður breyting á með aukinni þorskgengd og þegar sfldin kemur aftur. Byggingarframkvæmdir við sjúkrahús, eins og hér eru í gangi, eru góðar fyrir atvinnuástandið á svæðinu en verða aldrei annað en tómur rammi eða minnismerki um góðan vilja ef fjármagn til tæknibúnaðar og ráðningar sérhæfðs starfsfólks vantar til að gera bygginguna að sjúkrahúsi. Lœknafélagi Akureyrar árnað heilla Hafnarstræti 104 ■ 600 Akureyri • Sími 462 2444 AKUREYRAR APÓTEK

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.