Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 36
36 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Þorkell Guöbrandsson Of hár blóðþrýstingur Of hár blóðþrýstingur leiðir til aukins álags á æðakerfið. Hann getur valdið hættulegum sjúk- dómum svo sem heilablæðingum, hjartabilun eða versnun á nýrnastarfsemi. Of hár blóðþrýstingur eða háþrýstingur eins og ástandið er oftast kallað eykur hættu á æðakölkun, sem getur leitt til stíflu í kransæðum eða slagæðum í heila og ganglimum. Greining háþrýstings fer fram með einfaldri rannsókn sem er blóðþrýstingsmælingin. Yfirleitt þarf að mæla blóðþrýsting margsinnis til að fá haldgóða vitneskju um blóðþrýstingsástand ein- staklingsins. Sumir eru viðkvæmir fyrir blóðþrýst- ingsmælingum og hækkar blóðþrýstingur þeirra heilmikið meðan verið er að mæla hann. Þetta er stofuháþrýstingur og getur verið ranglega greind- ur sem eiginlegur háþrýstingur. Þess vegna er stundum nauðsynlegt að mæla blóðþrýsting við aðrar aðstæður en læknisheimsókn, til dæmis með því að lána fólki blóðþrýstingsmæli til mælinga í heimahúsum eða á vinnustöðum. Einnig eru til sjálfvirkir, tölvustýrðir blóðþrýstingsmælar, sem geta mælt blóðþrýsting með fyrirfram ákveðnu millibili (til dæmis á 30 mínútna fresti) í lengri tíma, til dæmis í heilan sólarhring og geta slíkar mælingar gefið mikilvægar upplýsingar í vafatil- vikum. Áður fyrr var talið, að aldraðir þyldu hækkað- an blóðþrýsting betur en hinir sem yngri eru, en í ljós hefur komið við nýlegar rannsóknir, að full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af of háum blóðþrýstingi hjá öldruðum og einnig er nú vitað, að skynsamleg lækkun blóðþrýstings kemur ekki síður að haldi hjá hinum öldruðu til að koma í veg fyrir fylgikvilla svo sem heilaáföll. Þegar blóðþrýstingur mælist við endurteknar mælingar með efri mörk undir 140 og/eða neðri mörk undir 90 mm kvikasilfurs, telst blóðþrýst- ingur eðlilegur og eru gildin 140/90 þannig efri mörk eðlilegs blóðþrýstings. Það kallast hins veg- ar ákveðinn háþrýstingur ef efri mörk eru við endurteknar mælingar 160 eða meira og/eða neðri mörk 95 eða meira. Gildin 160/95 eru þannig Höfundur er sérfræðingur í hjartalækningum. mörk háþrýstings. Þegar efri mörkin eru hærri en 160, en neðri mörkin lægri en 90, er talað um einangraðan slagbilsháþrýsting, sem er algengt ástand hjá öldruðu fólki og er ekki meinlaust eins og oft var talið áður fyrr. Bilið milli eðlilegs blóð- þrýstings og háþrýstings samkvæmt þessum skil- greiningum (það er 140-160/90-95) kallast jaðar- háþrýstingur. Er þá stundum um að ræða byrjandi háþrýsting á vægu stigi, en stundum er aðeins um tímabundið ástand að ræða, væga blóðþrýstings- hækkun, sem færist sjálfkrafa í eðlilegt horf. Vægur háþrýstingur gefur yfirleitt engin sér- stök einkenni, fólk kennir sér því einskis meins og leitar ekki læknis. Þess vegna ganga margir með aukið álag á æðakerfið árum saman án þess að vita af því. Brýnt er að allir sem komnir eru á miðjan aldur, láti mæla blóðþrýsting sinn og þekki blóðþrýstingsgildi sín. Þeim sem virðast hafa blóðþrýsting í hærra lagi, þótt ekki sé um sjúklega hækkun að ræða, er ráðlagt að láta fylgj- ast með blóðþrýstingnum til dæmis með mælingu einu sinni á ári. Með þessum hætti er unnt að koma í veg fyrir það, að alvarlegur háþrýstingur læðist að fólki og komi óþægilega á óvart með skyndilegum einkennum svo sem heilaáfalli eða kransæðastíflu. I langflestum tilvikum er orsök háþrýstings ókunn. Vitað er að tilhneiging til háþrýstings er oft ættlæg. Háþrýstingur getur komið í kjölfar nýrnasjúkdóma og innkirtlatruflana. Getnaðar- varnartöflur, sterk gigtarlyf og lakkrís geta hækk- að blóðþrýsting hjá sumum einstaklingum. Sumir eru viðkvæmari en aðrir fyrir saltneyslu, sem get- ur haft blóðþrýstingshækkandi áhrif, hjá sumum veldur offita hækkun á blóðþrýstingi og hjá öðr- um verkar mikil streita blóðþrýstingshækkandi. Hjá fólki sem greinist með hækkaðan blóð- þrýsting, finnast oft aðrir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma. Þar virðist vera um samsöfnun áhættuþátta að ræða og eru einstaklingarnir oft feitir, sérstaklega um kviðinn. Þá kemur fram truflun á blóðfitum svo sem hækkun á kólesteróli eða lækkun á HDL-kólesteróli (góða kólesteról- inu). Við þessa samsöfnun áhættuþátta greinist oft veiklað sykurþol eða jafnvel fullorðins sykur- sýki, ef vel er að gáð. Þessir einstaklingar sem eru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.