Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Síða 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Síða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 45 tvo til þrjá og síðar fleiri. Ólafur Sigurðsson tók við stöðu yfirlæknis við lyflækningadeild FSA 1954 og sá einnig um rannsóknarstofuna og átti ríkan þátt í því að efla hana. í byrjun voru aðallega gerðar einfaldar rann- sóknir á þvagi og blóði. Gáð var að prótínum, sykri og fleiri efnum í þvagi og það skoðað í smásjá. Blóðrannsóknir voru einkum blóðrauða- mæling, sökkmæling, talning og heildarrúmmáls- mæling rauðra blóðkorna og talning og deilitaln- ing hvítra blóðkorna. Blóðsykur, kreatínín, kól- esteról, fosfór og bilirúbín var einnig mælt. Kandídatar og læknar við lyflækningadeild önn- uðust deilitalninguna í byrjun og sáu um blóð- flokkanir og krosspróf. Þeir skoðuðu einnig bakt- eríur í hrákasýnum og fleiri sýnum og sum þeirra voru send áfram til Reykjavíkur til nánari skoð- unar. Um 1960 var farið að mæla málmsöltin nat- ríum, kalíum og kalsíum og þá hófst einnig eftirlit með blóðþynningarmeðferð. Bakteríuræktanir hófust um 1963 og voru fyrst í umsjón Baldurs Jónssonar barnalæknis, en voru verulega efldar um 1970 þegar Valgerður Franklín kom aftur til starfa við FSA eftir nám í rannsóknartækni. Smám saman bættust fleiri rannsóknir við og um 1980 voru gerðar um 70 tegundir rannsókna, ár- legur rannsóknarfjöldi var um 110 þúsund og starfsfólk um 13. Vinnufrekar og seinlegar hand- aðferðir voru notaðar við allar mælingar þar til að sjálfvirk tæki, sem gera margar rannsóknir á mörgum sýnum í einu, voru tekin í notkun á árun- um á milli 1980 og 1990. Árið 1993 voru rannsókn- irnar orðnar um 140 þúsund af um 120 tegundum og starfsfólk um 20. Lœknafélagi Akureyrar árnad heilla Endurhæfingarstöðin Glerárgötu 20 Bautinn — Smiðjan Lögmannsstofan hf Brekkugötu 4

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.