Sagnir - 01.04.1990, Side 22
Eggert Þór Bernharðsson
fögnuð landsmanna. Enn verri
þótti þó tilhneiging „Reykjavíkur-
stúlkunnar" til að endurbæta hör-
undslit sinn með alls kyns farða og
smyrslum. Annar íslenskur rithöf-
undur, síðar víðfrægur nóbelsverð-
launahafi sem vildi m.a. um þetta
leyti kenna þjóð sinni að búa í borg,
ritaði um drengjakollsklippinguna
um miðjan þriðja áratuginn. Hann
bar dætur Reykjavíkur saman við
erlendu nútímakonuna. Heldur
hallaði á þá íslensku í þeim sam-
jöfnuði. Sú útlenda klippti hár sitt
stutt en að áliti rithöfundarins var
stutta hárið „hvorki meira né minna
en ytra tákn um endurmat allra
gilda í viðhorfi nútíðarkonunnar."
Hann sagði síðan m.a.:
Stúlka sem tollir í tísku um
klæðaburð verður til athlægis á
götum Reykjavíkur, svo er hún
fáséður fyrirburður; en hitt al-
geingt, að kvenfólkið heingi ut-
aná sig einhverjar sviplausar
dulur, að ég ekki tali um þennan
svokallaða þjóðbúníng. Og ég
veit ekki betur en að dreingja-
kollurinn ... þyki enn hálfgert
furðuverk í Reykjavík, og veki
jafnvel fyrirlitníngu og ógeð
úngra stúlkna. Pó sést ein og ein
sem hefur látið skella neðanaf
hárinu á sér fyrir neðan eyrun, í
einhverju meiníngarleysi, en út-
lend stúlka, sem kom til Reykja-
víkur seinni hluta síðasta vetrar,
sagði mér að hún hefði hvergi á
hárgreiðslustofum kvenna feing-
ið hár sitt klipt eftir þeirri tísku
sem ytra réði, og loks orðið að
láta gera það á rakarastofu
karla.10
Þannig hafði hártískan, tákn um
endurmat nútímakonunnar, ekki
náð til „Reykjavíkurstúlkunnar" ár-
ið 1925 en tískan getur oft verið fljót
í förum og ef til vill hefur miðað
eitthvað áleiðis næstu ár. í það
minnsta sýndist Kamban gæta
breytinga í þessu efni. En raunar
þurfti ekki marga „drengjakolla" til
þess að þeir vektu athygli og umtal.
Andlegrar framtakssemi „Reykja-
víkurstúlkunnar" gætti lítið í opin-
beru lífi. Það urðu jafnvel áköfustu
fylgismenn hennar að viðurkenna
en þeir spurðu um leið hvernig hún
ætti að gera það í því umhverfi sem
Reykjavík bauð upp á. Andlegu lífi
Reykvíkinga væri svo háttað að það
hvetti hana sannarlega ekki til þess
og það væri að vel athuguðu máli
vafasamt hvort yfirleitt væri hægt
að tala um nokkurt andlegt líf í höf-
uðstaðnum. „Stendur hér stormur
um nokkurn andans mann? Koma
hér fram nýjar hugsanir sem þrótt-
mikil æska greypir í fána sinn eða
þróttmikil æska rís öndverð á
móti?" spurði Kamban.11 Var þess
að vænta að „Reykjavíkurstúlkan"
innti af höndum andleg afrek í
loftslagi slíkrar deyfðar?
Þannig reyndi Kamban að verja
„Reykjavíkurstúlkuna" eftir bestu
getu gegn gagnrýninni. Það var svo
sem ekki að ástæðulausu sem rit-
höfundurinn gerði þetta. I hans
huga var „Reykjavíkurstúlkan" ein-
hver mikilvægasta manneskja
landsins. En var hún ekki bara
tískufyrirbrigði? Var breytingin sem
orðin var á „Reykjavíkurstúlkunni"
yfirleitt nokkurs virði? Hvaða gildi
hafði sjálf tískan? Átti hún sér
nokkurt lögmál? Var hún annað en
einskisverðar kenjar? Þannig
spurði Kamban en hann áleit að á
bak við hina margumræddu og sí-
hrjáðu tísku, sem sigraði þó jafnan
viðstöðulaust, fælist siðmenning
Evrópu, borgarmenningin. Það
væri kjarni málsins. í kjölfar sið-
menningarinnar kæmi hin alþjóð-
lega tíska. Tískan hefði drepið nið-
ur fæti á hinu strjálbýla íslandi fyrr
á öldum en ekki siðfágunin. Hér
hefði vantað bæ. Nú væri stundin
hins vegar að renna upp. Hér væri
risinn bær. Að vísu þyrfti mörg
stúlkan að vita að þó hún væri kom-
Dætur Reykjavíkur
sem vildu tolla í tísk-
unni fengu mikilvæga
þjónustu d hdrgreiðslu-
stofum bæjarins. Ekki
er þó „drengjakollur-
inn" í burðarliðnum d
þessari mynd, sem tek-
in var undir lok þriðja
dratugar, enda þótt sú
hdrtíska hafi þd riðið
húsum víða tim lönd í
nokkur dr.
20 SAGNIR