Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 28

Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 28
Eggert Þór Bernharðsson Hvaða kröfur gerði ungur Reyk- víkingur til stúlku sem hann hafði augastað á fyrir konu? Einn sveinn úr þeim hópi svaraði þeirri spurn- ingu árið 1941 og svo heppilega vildi til að hann hafði nýlega rætt þetta við nokkra unga menn og þeim kom saman um að eftirtaldir kostir væru ákjósanlegastir: Stúlkan mátti ekki vera „ástands- útgáfa", þurfti að hafa áhuga fyrir heimilisstörfum, vera í meðallagi gáfuð, geta tekið þátt í áhugamál- um eiginmannsins, vera hlutlaus í pólitík og kunna að fara með pen- inga. Og að endingu átti hún að vera geðgóð.38 Ekki er víst að „Reykjavíkurstúlkan" hafi fullnægt öllum þessum skilyrðum en ætli hún hafi ekki reynt það eftir megni? Móðir „Reykjavíkurstúlkunnar" „Reykjavíkurstúlkan" hafði ýmsar fleiri og alvarlegri hliðar. Ein þeirra snerti uppruna móður hennar. Hún var langoftast sveitastúlka, mótuð af rómantískum en gamaldags lífs- skoðunum. Eftir að hún var orðin húsfreyja í Reykjavík varði hún drjúgum tíma innan fjögurra veggja heimilisins, kynntist jafnvel bæjar- lífinu mest af afspurn. Hún reyndi að tileinka sér ýmsar nýjungar, t.d. í klæðnaði og mataræði en sjaldnast varð henni það ljóst til nokkurrar hlítar hvernig ætti að haga uppeldi borgarbarna. Hún var mótuð af sveitalífinu þar sem barnauppeldi var að jafnaði ekki talið til erfiðra úrlausnarefna. Gagnvart þeim vanda sem borgarlífið lagði henni á herðar stóð hún oft ráðþrota. Að vísu voru ekki allar Reykjavíkur- mæður sveitastúlkur en þess bar hins vegar að minnast hve miklar og örar breytingar höfðu orðið á líf- svenjum og viðhorfum undan- gengna áratugi. Að því athuguðu var skiljanlegt að móður „Reykja- víkurstúlkunnar" vantaði ýmis skil- yrði til að reynast henni eldri og reyndari félagi, sem með skilningi og nærfærni ynni traust hennar og hefði nægilega lífsreynslu og þekk- ingu til að leiðbeina henni á vin- samlegan hátt. Ágætur rithöfundur úr hópi kvenna ræddi þessi mál nokkuð í útvarpserindi í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari: Mamma missir of fljótt tökin á uppeldi dóttur sinnar, of snögg- ar þjóðlífsbreytingar skilja þær að. — Þannig er unga Reykjavík- urstúlkan oft og einatt stödd. Hún verður að ala sig upp sjálf til samræmis við þá aðstöðu sem hún býr við. Það er furða hvað það uppeldi lánast oft vel. Hitt er síður undrunarefni þótt henni takist ekki að vera sú heilsteypta fyrirmynd ungra kvenna sem ekki verður að fundiöÁ' Þarna var við ærinn vanda að etja. Hildarleikur heimsstyrjaldar Árið 1940 soguðust Reykvíkingar inn í hringiðu heimsins með til- heyrandi hernámi og heimsstyrj- öld. Rótleysið festi rætur í Reykja- vík. I einni svipan komst höfuð- staður landsins í nánari snertingu við heimsmenninguna en nokkru sinni fyrr. Fjöldamenningin hélt innreið sína, dægurmenningin tók að breytast. Einangruninni frá um- heiminum var endanlega lokið. Síð- Gjafakassi frá Vera Slmlllon Jólagjöfin 1939 Ætli „Reykjavíkurpilturinri' hafi veriö svona „flottur á því" um jólin 1939? an hefur bærinn aldrei orðið samur og íbúar hans sífellt nálgast stór- borgarbraginn þótt engar væru þjótandi járnbrautirnar, aðeins ara- grúi bfla. „Reykjavíkurstúlkan" hafði end- urspeglað þá tíma sem hún lifði, bæinn sem hún var sprottin upp úr og þann hugsunarhátt sem þar ríkti. Hún var glögg skuggsjá þeirra menningarstrauma sem mættust í höfuðstaðnum. Búningur hennar "minnir á byggingarnar í Reykja- vík, samræmisleysi erlendrar tísku og innlendra staðhátta brýst um í hvorutveggju, leitandi að milliveg- inum, föstum stíl er fullnægi kröf- um tískunnar og nauðsynjarinnar," var ritað árið 1939. „Hjá báðum að- ilum er kaupgetunni ofboðið, og fé kastað í hégóma, en hins vegar öfl- ug viðleitni hafin í þá átt að bjarga sér út úr ringulreiðinni með inn- lendum hugmyndum, grunduðum á erlendri reynslu."40 Flóðbylgjur erlendra áhrifa brotn- uðu fyrst og fremst á Reykjavík á styrjaldarárunum og fyrr en varði voru „Reykjavíkurdætur" úthróp- aðar og taldar gjörsamlega óalandi og óferjandi. Skrafskjóður bæjarins stimpluðu þær portkonur en flestar voru aðeins að stinga af í smástund frá hversdagsleikanum í leit að æv- intýrum með ókunnugu fólki. Á styrjaldarárunum fjölgaði „Reykja- víkurdætrum" svo um munaði. Ekki vegna „ástandsins", í því voru þær fæstar, heldur vegna hins, að meiri möguleikar gáfust til þess að tolla í tískunni, stunda skemmti- staði, auka auraráðin, læra nýja dansa, hlusta á framandi tónlist, kynnast filminu betur og þannig mætti lengi telja. í Reykjavík blésu lítt þekktir vindar snarpar en nokkru sinni fyrr. Vindarnir breytt- ust í storm sem reif upp með rótum siði og hefðir sveitasamfélagsins. íslensk menning lék á reiðiskjálfi. Og það var „Reykjavíkurstúlkan", og raunar unga fólkið almennt, sem hætti sér helst út í veðurofsann. Hún öðlaðist aukið frelsi en um leið fjarlægðist hún „sérmenningu ís- lendinga", menningu sveitasamfé- lagsins, og jafnvel þá menningu sem Guðmundur Kamban lagði svo ríka áherslu á að hún ætti að varð- 26 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.