Sagnir - 01.04.1990, Síða 34

Sagnir - 01.04.1990, Síða 34
Kristján Sveinsson aflabrestur hafði mjög óheillavæn- leg áhrif á afkomu landsmanna og ekki bætti úr skák að veðurfar var óhagstætt; kuldi og hafís. Meðal þeirra afleiðinga, sem aflabrestur- inn hafði, var að útgerð dróst veru- lega saman eins og vænta mátti og lagðist sumsstaðar alveg af. Þurra- búðum, sem í bjó fólk sem aðallega hafði framfæri sitt af sjávarútvegi, fækkaði verulega, svo sem í Vest- mannaeyjum27 og á Snæfellsnesi þar sem 98 tómthús lögðust í auðn á tímabilinu 1680-1701.28 Þeirra, sem flosnuðu upp úr þurrabúðun- um, beið einungis vergangur því vegna harðindanna áraði litlu skár í landbúnaði. Árið 1701 var ástandið raunar orðið svo slæmt að framá- menn landsins, með lögmanninn Gottrup í broddi fylkingar, lögðu til við konung að 100 manns úr hverri sýslu landsins skyldu sendir til ný- lenda Danakonungs í Vestur-In- díum ár hvert næstu þrjú árin.2'1 Þegar afli minnkaði varð útgerð stóru bátanna óhagkvæm. Afkasta- geta þeirra nýttist þá ekki og lítil skynsemi var í því að senda 10-15 manns á sjó til þess eins að koma tómhentir til baka. Á sama tíma og aflabrestur þrengdi að afkomu landsmanna urðu mörg og mannskæð sjóslys hér við land, einkum árin 1685 og 1700, sem gefið hefur verið heitið „sjóslysaárin miklu".30 Niðurstaða athugunar sem Lúðvík Kristjánsson hefur gert á þessu, er að árið 1685 hafi farist a.m.k. 22 bátar við landið og með þeim 181 maður.31 Árið 1700 var höggvið annað stórt skarð í rað- ir sjómanna, en á því ári fórust 185 manns af hartnær 40 bátum.32 Þriðja stóráfallið á skömmum tíma kom svo árið 1706, en þá er hermt að a.m.k.300 skip og bátar hafi far- ist á svæðinu milli Þjórsáróss og Hvítáróss og ennfremur „mörg þar fyrir utan, austan, sunnan, fyrir Jökli og norðanlands."33 Skýringuna á miklum og tíðum sjóslysum má efalaust rekja að mestu til aflabrestsins. Menn hafa í neyð sinni freistast til að sækja fast- ar og lengra en skynsamlegt var á opnum árabátum og ekki náð landi þegar veður versnaði. Án efa hafa þessar tíðu slysfarir orðið til þess að draga úr áhuga manna á sjósókn auk þess sem fækkun báta hlýtur að hafa verið tilfinnanleg. Mestar líkur eru á því að bátar hafi endurnýjast hægt undir venjulegum kringum- stæðum. Hægt er að geta sér þess til að eðlileg úrelding hafi verið um 5% á ári og að allt upp í 10% hafi verið viðráðanlegt, en 30% eða meira algerlega óyfirstíganlegt nema á mjög löngum tíma. Þá ber einnig að nefna áhrif Stóru-bólu sem geisaði árin 1707- 1709 og lagði um þriðjung lands- manna að velli að því er talið er og náði þjóðin aldrei að fjölga sér eðli- lega á 18. öldinni sem kom niður á framleiðslugetu hennar. Vinnu- fólksekla varð einnig mikil í kjölfar sóttarinnar og hefur orðið til þess að erfitt reyndist að manna stóra báta enda jarðnæði auðfengnara en áður. Veldi Skálholtsstóls hnignaði einnig á 18. öld, en á vegum hans hafði verið stunduð umfangsmikil útgerð á stórum bátum þegar best lét. Þannig er frá því greint að árið 1703 hafi yfir 40 skip, stór og smá, sótt sjóinn frá Þorlákshöfn á vetrar- vertíð og voru mörg þeirra á vegum biskupsstólsins.34 Hnignunina í út- gerð má m.a. ráða af því að þegar jörðin Þorlákshöfn var seld úr eigu stólsins árið 1787, fylgdu henni aðeins tvö skip og ein verbúð.35 Áhrif einokunar Ásamt sauðfjárafurðum var fiskur Sjðslys Ujuggu skörð í bítaflotann. 32 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.