Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 43

Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 43
Kona í karlaveröld lágt kaup kvenna á vinnumarkaðn- um sem drægi úr löngun þeirra til að afla sér frekara náms. Karlar hefðu einnig forgang sæktu bæði kynin um starf. Allt var þetta, að mati Katrínar, niðurlæging fyrir konur. Katrín lauk greininni á þess- um orðum: Konur góðar, er það samboðið heiðri íslenzkra kvenna, að vera ófrjálsar í sínu eigin landi. Sæm- ir það sjálfsvirðingu íslenzkra kvenna að láta ganga á rétti sín- um öldum saman afskiptalítið ... finnst ykkur ekki tími til kom- inn, að gera hreint á þjóðarheim- ilinu og bæta heimilisbraginn, einmitt í sambandi við hið end- urheimta fullveldi landsins? Vilj- ið þið ekki lofa alfrjálsu íslandi að njóta góðs af stjórnsemi ykk- ar, iðjusemi, hirðusemi, hag- sýni, nýtni og útsjónarsemi. Katrín taldi bestu leiðina til að ná þessum markmiðum vera þá að konur fylktu liði undir merkjum sósíalismans en umfram allt vildi hún að konur brytust úr viðjum vanans og hættu að vera annars flokks þjóðfélagsþegnar.20 Sjálf lét Katrín sitt ekki eftir liggja og var í framboði til Alþingis í kosn- ingunum árið 1946. Allt sem hér kemur fram um af- stöðu Katrínar til kvenréttindamála á efri árum eru tvö stutt svör sem hún gaf við spurningum sem lagðar voru fyrir hana og fjórar aðrar þekktar konur og birtust í tímarit- inu Melkorku árið 1960. Spurning- arnar og svörin við þeim eru á þessa leið: Hvaða áhrif hefur kvenréttinda- baráttan haft á lífsstarf þitt? — Óneitanlega átti kvenrétt- indabaráttan drýgstan þátt í að konur fengu aðgang að æðri menntastofnunum og embætt- um, og með því var mér og öðr- um sköpuð starfsskilyrði. Telur þú að kvenréttindabar- áttan sé til lykta leidd hér á landi? Ef ekki, hvað telur þú að helzt skorti á að kvenfólk hafi fullt jafnrétti við karla, og á hvern hátt telur þú því markmiði verði bezt náð? — Því fer víðsfjarri að konur njóti jafnréttis. í reyndinni er réttur kvenna naumast meiri en réttur innfæddra manna í brezk- um nýlendum, og ber tvennt til: annars vegar kynhroki karla, hefð og aldagamall óvani, en á hinn bóginn andleg leti kvenna, hlédrægni og vanmat á mætti sínum og megin. Er þeirra sök tvímælalaust meiri, því konur eru fjölmennari og betur er til þeirra vandað af náttúrunnar hálfu. Kvenréttindabaráttunni er ekki lokið, hún er enn á frum- stigi og henni lýkur aldrei frekar en öðrum frelsisstríðum, þau eru eilíf. Þess má geta að hinar konurnar fjórar sem voru spurðar sömu spurninga voru sammála Katrínu hvað varðar fyrri spurninguna og þær voru allar á einu máli um að kvenréttindabaráttan ætti enn langt í land.21 Að lokum Jafnréttisbarátta íslenskra kvenna hefur átt sín uppgangs- og stöðn- unarskeið frá því að hún hófst fyrir rúmri öld. Uppgangstímabilin eru tvö. Hið fyrra stóð frá um 1880 til um 1920 en hið síðara frá sjöunda áratugnum og stendur væntanlega ennþá yfir. Á milli þessara tveggja tímabila lá jafnréttisbaráttan mikið til niðri þótt einstaka konur héldu merkinu á lofti. En þetta var ekki tími hinna virku fjöldasamtaka og stóru sigra. Það var einmitt yfir síðasttalda tímabilið sem megnið af starfsævi Katrínar Thoroddsen náði. Á Al- þingi átti hún undir högg að sækja og barátta hennar fyrir auknu jafn- rétti bar oft lítinn sýnilegan árang- ur. Segja má að kvenréttindakonan Katrín Thoroddsen hafi liðið fyrir það að vera upp á sitt besta þegar ládeyða var í jafnréttisbaráttunni. Hún hefði eflaust notið sín betur í forystu öflugra kvennasamtaka. En það væri ofsögum sagt að fullyrða að til einskis hafi verið barist. Katr- ín og aðrar konur sem létu jafnrétt- ismál til sín taka frá 1920-1960 héldu glóðinni lifandi og komu fram með hugmyndir og kröfur sem náðu fram að ganga eftir 1960. Þessar konur voru hvorki í fararbroddi fjöldahreyfinga né í fyrstu sætum kvennalista heldur völdu sér hefð- bundin karlastörf og gengu í rót- gróna stjórnmálaflokka þar sem karlar höfðu bæði tögl og hagldir en komust samt í fremstu röð. Engu að síður tel ég að þær hafi gert sér bet- ur grein fyrir því en flestar aðrar konur hversu þýðingarmikið það er að virkja konur til samstöðu. Þing- kona sem hefur verið kosin af þús- undum kvenna er líklegri til að hafa meiri áhrif sem baráttukona fyrir jafnrétti en kona sem kemst á þing sem fulltrúi gamalgróins stjórn- málaflokks þar sem áhrif kvenna hafa verið tiltölulega léttvæg. Þetta er e.t.v. sá lærdómur sem margar íslenskar konur drógu af tímabilinu 1920-1960. Tilvísanir 1 Kristín Ástgeirsdóttir: „„Fyrst og fremst einkamál kvenna." Fræösla um takmark- anir barneigna á íslandi 1880-1960." /s- lenskar kvennarannsóknir, Rv. 1985, 57. 2 Rannveig Kristjánsdóttir: „Þingþáttur." Melkorka, 4. árg., 1. tbl., Rv. 1947, 24. 3 Katrín Thoroddsen: Frjálsar ástir. Erindi um takmarkanir bameigna, Rv. 1931, 3, 5. 4 Katrín Thoroddsen: Frjálsar ástir, 3-4. 5 Katrfn Thoroddsen: Frjálsar ástir, 20-21. 6 Kristín Ástgeirsdóttir: „Fyrst og fremst einkamál kvenna.58. 7 Alþingistíðindi, 1934 B.I., Rv. 1935, 1134. 8 Alþingistíðindi, 1934 A, Rv. 1935, 124. 9 Æviminningabók menningar- og minninga- sjóðs kvenna IV, Rv. 1973, grein Sverris Kristjánssonar, 112. 10 Alþingistíðindi, 1946 B.I., Rv. 1950, 489, 550. 11 Alþingistíðindi, 1946 C, Rv. 1949, 278-282. 12 Rannveig Kristjánsdóttir: „Þingþáttur", 24. 13 Alþingistíðindi, 1946 C, 284. 14 Alþingistíðindi, 1946 C, 286-287. 15 Sigríður Th. Erlendsdóttir: „Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld." Erindi og greinar 25, Rv. 1987, 16. 16 Alþingistíðindi, 1946 A.I., Rv. 1947, 489, D, Rv. 1949, 24-28. 17 Alþingistíðindi, 1947 D, Rv. 1951, 535-536. 18 Alþingistíðindi, 1948 B, Rv. 1951, 156, 158. 19 Alþingistíðindi, 1948 B, 176, 196. 20 Katrín Thoroddsen: „Áróður og ofnæmi." Melkorka, 1. árg., 1. tbl., Rv. 1944, 14-17. 21 „Þjóðkunnar konur svara spurningum um kvennréttindamál." Melkorka 16. árg., 1. tbl., Rv. 1960, 29-32. SAGNIR 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.04.1990)
https://timarit.is/issue/367021

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.04.1990)

Aðgerðir: