Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 68

Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 68
Óskar Bjarnason og Unnur Karlsdóttir Það var ekki siður að útliella konublóði því skyldir drekkja konum en ekki luílshöggva. draga það til baka því vinnuhjúin á bænum vissu betur og sögðu frá. Fyrir það lét Björn hýða vesælan vinnumann sinn og sór fyrir öll mök við systur sína með tylftareiði. Var það látið gott heita og trúverð- ugt, enda hefur hann átt hæg heimatökin sjálfur sýslumaður og dómari héraðsins. 1605 lagði Björn svo fram málsskjöl sín á Alþingi og var talinn frír allra saka.45 En séra Sigurður flýði til Dan- merkur þar sem hann „fátækur . . . útlendingur" klagar og kærir með „grátandi tárum" fyrir konungi það misrétti og rangindi er hann hefði verið beittur á Islandi af Birni sýslu- manni. Kvað hann Björn hafa neytt sig saklausan til að gangast við börnum Sesselju með alvarlegum hótunum um að láta lumbra ærlega á sér og jafnvel skjóta ef hann ekki hlýddi.46 Óverðugir fátæklingar hafa sennilega oftast játað sekt sína und- anbragðalaust frammi fyrir mikil- leik valdsmanna. Árið 1743 voru systkynin Jón og Sunnefa Jónsbörn dæmd til dauða fyrir barneign sín á milli, sem þau höfðu „laus, liðug og óneydd meðkennt."47 Oft neituðu þó konur að feðra börn sín eða voru með vöflur og undanbrögð talandi um huldumenn eða ókunna menn í haga. Petta voru slæm mál fyrir yfirvaldið þar sem ekkert í lögum heimilaði að pynta fólk til sagna sbr. sögu Þórdísar hér í byrjun. í konungsbréfi 1625 var tilskipað að konur sem neituðu að segja til feðra barna sinna skyldu sendar í Spuna- húsið í Kaupmannahöfn. Það var gert í nokkur skipti en féll svo nið- ur.48 Stórkörlunum, sem voru ekki síð- ur breyskir en almúginn, tókst alla- vega stundum að forða sér undan réttvísinni hvort sem þeir beittu fyrir sig samböndum eða nöktu valdinu. Hefur þetta annars nokk- uð breyst? Breytingar á ákvæðum og endalok Stóradóms Á 18. öld var það orðið æ algengara að dauðadómum væri vísað til náð- ar konungs sem oft breytti refsing- unni í ævilanga þrælkun í betrunar- húsi í Kaupmannahöfn. Á seinni hluta aldarinnar jókst tregða til að framkvæma refsingar samkvæmt Stóradómi af fullri hörku. I um 20 konungs- og kansellísbréfum 1749- 1803 er kveðið á um niðurfellingu eða mildun refsinga fyrir siðferðis- brot. Mest er áberandi fækkun líf- látsdóma með því að senda hina dæmdu í betrunarhúsið. Á 19. öld voru líkamsrefsingar orðnar önd- verðar siðferðishugmyndum manna og átti aukinn húmanismi og upplýsingin sinn þátt í því. Fólk fór að taka út refsingar á annan hátt en Stóridómur mælir á um og virð- ist hann lognast út af án þess að vera formlega afnuminn.49 Þó telst hann hafa fallið sjálfkrafa úr gildi þegar sakamálalöggjöf Danmerkur var lögleidd á Islandi 24. jan. 1838.50 Stóridómur lognaðist því út af á svipaðan hátt og hann hafði orðið til: Vindar úti heimi blása öðruvísi en áður, berast til íslendinga sem aðlaga sig nýjum aðstæðum. Lokaorð Stóridómur var að ýmsu leyti bylt- ing í siðferðislöggjöf íslendinga en þó minni en halda mætti við fyrstu sýn. Þær siðferðishugmyndir sem hann byggir á var engin uppfinning mótmælenda, hvað þá íslenskra lögréttumanna, heldur á sér djúpar rætur langt aftur í kaþólsku. Nýj- ungarnar voru annars vegar líkams- og dauðarefsingar, hærri sektir en áður og hert viðurlög við endur- teknu broti. Hins vegar færðist dómsvald í siðferðismálum frá kirkju í hendur konungs og em- bættismanna hans sem nú stungu sakeyrinum í sinn vasa. Refsihark- an átti sér rætur í þjóðfélags- og trúarlegu umróti í Evrópu siða- skiptanna þegar stjórnvöld reyndu að lægja öldurnar og koma röð og reglu á atferli og þankagang al- mennings og hugsanlega hefur hin nýtilkomna plága sárasótt hrætt yfirvöld enn og aukið hörkuna. Þegar refsistefnan svo barst til ís- lands verður ekki séð annað en að ráðamenn hafi tekið henni fegins hendi og notað tækifærið til að sníða hana örlítið eftir eigin hags- munum með áherslu á sifjaspell og föst gjöld án tillits til efna þess seka. Þótt það tæki sinn tíma fyrir Stóra- dóm að komast á flot og verða beitt sem skyldi fékk hann rífandi með- 66 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.