Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Qupperneq 9

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Qupperneq 9
MAGNÚS ODDSSON, bæjarstjóri: AKRANESKAUPSTAÐUR FJÖRUTÍU ÁRA Norðan við mynni Hvalfjarðar gengur nes út í Faxaflóa, sem nefnt er Akranes. Akrafjall stendur á miðju nesinu, sem annars er láglent og gróðursælt. Nafnið er dregið af kornrækt og akurlendi. I heimildum er greint frá ]rví, að strax árið 1000 er sótt korn á Akranes. Jafnvel er talið, að korn frá Akranesi hafi verið flutt út á 14. öld. Akuryrkju Skagamanna má vafalaust rekja til góðra landkosta og veðurskilyrða fyrr á öldum, og enn í dag eru landkostir ágætir og veðurfar gott. Sögulegt yfírlit Tveir irskir bræður, Þormóður og Ketill Bresa- synir, námu Akranes á síðari hluta landnámsaldar. I landnámi þeirra tóku fleiri irskir menn sér bólsetu. Hér á Akranesi, á Kjalarnesi og í Botni í Hvalfirði reis kristin írabyggð, sem er sérstæð i landnámssögu Islands. Vhrðast Irarnir með nábýli hafa leitað stuðnings hver annars gagnvart hinum heiðnu nor- rænu landnemum. Asólfur Alskik var dóttursonur Ketils Bresasonar. Hann kom til landsins austur á fjörðum, en settist að undir Evjafjöllum, þar sem Asólfsskáli heitir. Þau undur fylgdu honum, að hvar sem hann kom, urðu öll vötn full af fiski. Eyfellingar vildu ekki hafa svo fjölkunnugan mann nálægt sér og hröktu hann á brott. Hann settist að á Kirkju- bólstað á Akranesi í skjóli frænda sinna, og sagt er, að fiskisæld hans hafi síðan fylgt Akurnesingum. Skipakostur hefur sennilega alltaf verið talsverð- ur. T. d. greina heimildir frá því, er Snorri Sturluson fór stefnuför á Seltjarnarnes, kom ríðandi til Akra- ness, fékk þar tvær ferjur og hafði 40 manns á hvorri. Ferjuleið Akraborgarinnar er því ekki alveg ný af nálinni. Annálar greina frá því, að árið 1428 braut 18 skip og báta af Akranesi í miklum sjávargangi. Má af því sjá, að töluverð útgerð hefur þá verið á Akranesi. Um miðja 17. öld hóf Brynjólfur Skálholtsbiskup stórútgerð á Skipaskaga. Hann eignaðist mikið af Skaganum, sem var jörð á yzta tanga Akraness, neðan núverandi Merkigerðis, sem er gata, er liggur að vestan og sunnan við sjúkrahús Akraness. Við þessa jörð eru Akurnesingar oft kenndir og kallaðir Skagamenn. Margs er að minnast úr sögunni, sem ekki er hægt að tíunda hér. Skal þó nefnt eitt dæmi frá þeim tíma, er svartnætti dönsku einokunarverzlunarinnar grúfði yfir landinu. Jörðin Reynir eða Reyn er suð- vestanvert við Akrafjall. I jarðabók frá 1706 kemur fram, að þá bjó þar stórbóndinn Jón Hreggviðsson og átti m. a. tvö tveggjamannaför og áttæring. Jón SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.