Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Side 13

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Side 13
Heitu vatni var hleypt á fyrstu húsin á Akranesi nú í desembermánuði 1981. Aðveituæðin frá Deildartunguhver er 64 km löng. Rörin eru lögð ofanjarðar á vikurlag, einangruð og hulin jarðvegi, og mun vatnið verða um 80°C heitt komið í bæinn. Hitaveitan er* Akurnesingum mikið hagsmuna- og framfaramál. Að hitaveitunni standa, auk Akraneskaupstaðar, Borgarneshreppur og Andakílshreppur. Atvinnulíf Sjávarútvegur og fiskvinnsla hefur lengst af verið aðalatvinnuvegur Akurnesinga. Á síðari árum hefur iðnaður og þjónusta aukizt verulega, og lætur nærri, að atvinnulífinu megi skipta i þrjá jafna hluta: fiskveiðar og fiskvinnslu, verzlun og þjónustu, iðju og iðnað. Fiskveiöar og fiskvinnsla Fjögur frvstihús starfa í bænum, fiskimjölsverk- smiðja og nokkur önnur fiskvinnslufyrirtæki. Stærst er frystihús Haraldar Böðvarssonar & Co. hf. Fyrir- tækið var stofnsett árið 1906. Hin eru: frystihúsið Haförn hf., frystihús Þórðar Óskarssonar hf. og frystihúsið Heimaskagi hf. Þrír togarar eru gerðir út héðan: Haraldur Böðvarsson, 299 tonn, Krossvík, 296 tonn, og Óskar Magnússon, sem er 499 tonn. Einnig fiskiskipin Bjarni Ólafsson, sem er 1024 tonn, og Víkingur, 1000 tonn, og 9 bátar 100—500 tonn, auk um 60 minni báta og smábáta. A árinu 1980 var landað 71.600 tonnum af sjávarafla. Vöruflutningar að meðtöldu hráefni til Sements- verksmiðju ríkisins nema 370.000 tonnum árlega. Auk þess eru talsverðir flutningar með m/s Akra- borg, sem flytur liðlega 60.000 bíla og 200.000 far- þega árlega milli Reykjavíkur og Akraness. Stærsta iðnfyrirtækið er Sementsverksmiðja rikis- ins, sem framleiðir um 120.000 tonn af sementi ár- lega og hefur 150 starfsmenn. Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf. er orðin stórfyrirtæki. Þar vinna 130 starfsmenn. Margir Akurnesingar vinna hjá fslenzka járn- blendifélaginu hf. á Grundartanga, en þar eru um 150 starfsmenn. Bygg'ngarónaður hefur eflzt á undanförnum ár- um, og hafin hefur verið bygging 50—80 íbúða ár- lega. Það er mikil aukning frá árunum fyrir 1974, en þá var að jafnaði hafin bygging 10—20 íbúða árlega. Þjónusta Sjúkrahús Akraness hefur 96 legupláss; Jrar eru 200 starfsmenn, margir í hlutastarfi. Sjúkrahúsið er rómað fvrir góða aðhlynningu. Þar er einnig starf- rækt heilsugæzlustöð, sem að standa, auk Akranes- kaupstaðar, Skilmannahreppur, Innri-Akranes- hreppur, Leirár- og Melahreppur og Hvalfjarðar- strandarhreppur. Kaupstaðurinn á einnig ágæta samvinnu við jressa hreppa á öðrum sviðum. Á dvalarheimilinu Höfða eru 38 íbúðir fyrir 44 vistmenn. Heimilið var tekið í notkun á árinu 1978. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.