Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Qupperneq 27

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Qupperneq 27
Grjótgarðurinn á Akranesi Snið það, sem unnið var eftir við framkvæmdirnar og byggði á líkantilraunum, var hönnun, sem tók mið af þekktum árangri í grjótvinnslu og af því að skila okkur að settu marki á 4 árum. Garðurinn hefur staðizt þær öldur, sem hann var hannaður fyrir. Það hefur hann sýnt í veðrunum 15. jan. 1978 og 27.— 28. des. 1980. Astand er allt annað og betra innan hafnar en áður var, þótt komið hafi á óvart í desemberveðrinu 1980 ókyrrðin alls staðar innan hafnarinnar og þær ráðstafanir, er þurfti að gera til að forðast tjón á skipum innan hafnar. Þessi ókyrrð tengist ekki hönnunarþversniði garðsins heldur lengd hans, stefnu og ástandi sjávar. Líkantilraunir eru oftast einu raunhæfu aðferð- irnar til að finna heppilega lausn á flóknum fyrir- bærum náttúrunnar, en líkantilraunir eru í eðli sínu nálgunaraðferð, sem aðeins gefur svör, og þau alls ekki óyggjandi, við tilbúnum aðstæðum, sem keyrðar eru í gegnum líkanið. Veðrið og skakkaföllin sl. vetur hafa sýnt, að við verðum að endurmeta efsta hluta grjótgarðsins, þ. e. a. s. grjótvörnina utan á einingaveggnum. Astæðan fyrir skakkaföllum þarna er, að frákasts- bylgja frá ströndinni leggst saman við innkomandi bylgju og myndar eina takmarkaða stóra samruna- bylgju. Sá hnútur, sem myndast við þetta, hleypur til, eftir því hver sjávarstaðan er. Er ofarlega, þegar hátt er í, en framarlega, ef lágt er í. Grjótgarðsfyllingin utan á einingaveggnum er ekki nógu breið og gegndræp. Því hindrar þéttur einingaveggurinn grjótið í að drepa niður ölduna. Fyllingin virkaði sem lokaður veggur og nokkurs konar stökkbretti fyrir ölduna. Hér þarf algjört endurmat að koma til, og í því sambandi þarf að athuga, hvort ekki sé heppilegra að breyta formi strandlengjunnar. Til bráðabirgða hefur verið sett flokkað grjót í skarðið, sem myndaðist þarna í vetur, þar á meðal stórir steinar, 8—12 tonn, úr ummynduðu bergi, svokallaðir rauðir steinar, sem veðrunin brýtur niður á fáum árum og er þess vegna ekki hægt að nota i grjótkápu. Snúum okkur aftur að megingarðinum framan einingaveggsins. í skýrslunni frá 1978 kemur fram, að gert er ráð fyrir takmörkuðum skemmdum á garðinum í aftökum. Einnig skal bent á, að niður- brotskraftar náttúrunnar vinna á garðinum í tímans rás, steinar springa, þeir brotna og eyðast. Síðan árið 1960 hafa ekki komið hér í Akraneshöfn veður í líkingu við þau þrjú, sem sérstakar skýrslur og úttektir hafa verið gerðar um, þ. e. a. s. veðrið 14.—15. jan 1978, veðrið 27.-28. des. 1980 og veðrið 16.—17. febrúar 1981. Fyrri veðrin tvö eru greinilega þeirrar ættar, sem mestöll athyglin beindist að við líkantilraunirnar. Garðurinn framan einingaveggs stóð þau veður vel af sér án teljandi tjóna. Hönnun garðsins var, eins og áður segir, hönnun, sem tók ríkt mið af afrakstri i námu. Hönnun, sem í versta falli gerði ráð fyrir, að hægt yrði að styrkja grjótgarðinn, enda aðkoma auðveld að honum öll- um. En það er veðrið í febrúar, sem skiptir sköpum. Vindur var óskaplegur, 13—14 vindstig, og benda má á olíugeymi Sementsverksmiðjunnar, sem enn ber ummerki þessa veðurs, stóra dæld. Skip létu illa í sjó, enda alda mjög kröpp. Astand innan hafnar var án vandræða, inn- og útsigling var hættulaus, öfugt við það, sem var í desember. Ummerki eftir þetta veður verða þó með ólíkind- um og langt umfram það, sem eðlilegt getur talizt með hliðsjón af framansögðu. Hvað er það, sem veldur? Hér er áreiðanlega um samspil margra stærða, stærða, sem sumpart var ekki gert ráð fyrir í líkantilraununum. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.