Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Qupperneq 45

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Qupperneq 45
AÐALSTEINN JÚLÍUSSON, hafnamálastjóri: FJÖGURRA ÁRA ÁÆTLANIR UM HAFNARGERÐIR Hvert stefnir, er breytinga þörf? I hafnalögum þeim, sem samþykkt voru á Alþingi árið 1967 og öðluðust gildi um áramótin 1967—68, voru ákvæði um, að gerðar skyldu áætlanir um hafnargerðir í landinu til fjögurra ára í senn. Á grundvelli þeirra var síðan gerð hin fyrsta 4ra ára áætlun, er tók gildi á árinu 1969. Áður hafði verið unnið að hafnaáætlanagerð hér- lendis, fyrst er danski verkfræðingurinn Kirk var fenginn um 1920 til að ferðast um landið og athuga hafnastæði og síðar, þegar Atvinnumálanefnd gerði könnun á hafnaraðstöðu og á grundvelli hennar svonefnda lOáraáætlun um hafnargerðir árið 1961. Áætlun Kirks var á þann máta ólík þeim áætl- unum, sem nú eru gerðar, að þar voru einungis athugaðir byggingarmöguleikar og áætlaður kostnaður við hin ýmsu mannvirki, en verkum á engan máta raðað í tima. Gat hún því aðeins verið grundvöllur fyrir hafnarstjórnir, eða sveitarstjórnir, til að vinna að sínum hafnarmálum, en ekki spor til markvissrar uppbyggingar. 4 ára áætlunin frá 1969 10 ára áætlunin var að verulegu leyti sama marki brennd; það var frekar um eins konar óskalista að ræða, þar sem þær framkvæmdir, er æskilegar voru taldar á 10 ára tímabilinu, voru taldar upp, jafn- framt því sem nokkur úttekt hafði verið gerð á hafnaraðstöðu allra hafnastaða á landinu. 4 ára áætlunin frá 1969 var í mörgu frábrugðin fyrri athugunum. Með henni var í fyrsta skipti reynt að samræma það fjármagn, sem talið var, að væri til ráðstöfunar til hafnargerða jjeirra, sem brýnastar væru hverju sinni. Ekki var í lögunum gert ráð fyrir, að áætlunin væri bindandi fyrir Alþingi, enda aðeins lögð fram til leiðbeiningar fyrir gerð fjárlaga. Reyndin varð einnig sú, að verulegar breytingar urðu á framkvæmdum frá því, sem áætlunin gerði ráð fyrir; bæði var verkum flýtt eða önnur tekin í stað þeirra, sem í áætluninni voru. f heild var unnið nokkuð meira á áætlunartímabilinu heldur en gert hafði verið ráð fyrir, einkum á fyrsta ári, sem hún var í gildi. Þótt heildarframkvæmdir yrðu nokkuð meiri en áætlunin gerði ráð fyrir, voru það mörg ný verk tekin inn á tímabilinu, að mörg þau verkefni, sem leySa átti, voru enn óleyst í lok 4 ára tímabilsins, þannig að ekki varð úr, að áætlunin væri endur- samin, svo sem lögin höfðu gert ráð fyrir. Vaxandi verðbólga átti þar og sinn þátt. Ný hafnalög voru samþykkt árið 1973 og öðluðust gildi um áramótin 1973—1974. í þeim var sú breyt- ing gerð á ákvæðum um áætlanir um hafnargerðir, að 4 ára áætlanirnar skyldu lagðar fram sem þings- ályktunartillögur, og var svo ráð fyrir gert, að þær hlytu samþykki Alþingis og yrðu þar með bindandi fyrir fjárveitingavaldið. Nokkru áður hafði verið hafizt handa um gerð nýrrar 4 ára áætlunar, og höfðu verið sendir út SVEITARSTJÖRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.