Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Qupperneq 63

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Qupperneq 63
Þegar máli nemanda er vísað til fræðslustjóra samkvæmt framansögðu, tekur hann málið til með- ferðar og beitir sér fyrir skjótum úrbótum í samráði við skólanefnd og ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu embættisins. Fræðslustjóri sker úr málum nemanda, sem vísað er til hans með þessum hætti. Vilji forráðamenn nemanda ekki hlíta úrskurði fræðslustjóra, getur hvor aðili um sig vísað málinu til barnaverndar- nefndar. Eins og af framansögðu sést, þá er um nokkra skörun að ræða á verksviði barnaverndaraðila og þeirra aðila, sem fara með málefni grunnskóla. Þessi skörun er eðlileg, þar sem í slíkum málum eru ekki svo skörp skil, enda á að vera náin og góð samvinna á milli þeirra aðila. Einnig ber að hafa í huga, að nokkur aldursmunur er á þessum tvennum lögum og viðhorf til viðfangs skólakerfisins á þessu sviði mótuð með nokkuð öðrum hætti í þeirri fræðslulöggjöf, sem í gildi var, þegar lögin um vernd barna og ung- menna voru sett. Hlutverk skólans í uppeldi I 2. grein grunnskólalaga er kveðið á um hlutverk grunnskólans, en þar segir: „Hlutverkgrunnskólans er, ísamvinnu við heimilin, að búa nemendur undir lif og starf í lýðrœðisþjóðfélagi, sem er í sífelldri þróun. Starfshœttir skólans skulu þvi mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgœði og lýðrœðislegu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á mannlegum kjörum og umhverfi, á ís- lenzku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og skyldum einstaklingsins við samfélagið. Grunnskólinn skal leitast við að haga slórfum sínum i sem fyllstu samrœmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Grunnskólinn skal veita nemendum tœkifœri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð, sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal því leggja grundvöll að sjálfslæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra. “ Eins og hér sést, er megináherzla lögð á uppeldis- og þroskunarstörf — jákvæða viðhorfamyndun nemenda, umburðarlyndi og virðingu fyrir ein- staklingum. Þetta er í sjálfu sér eðlileg og sjálfsögð stefnumörkun byggð á nútíma viðhorfum. í grunnskólalögunum eru fjölmörg nýmæli, sem ætlað er að stuðla að því að ná framangreindum markmiðum. Hlutverk fræðslustjóraembættanna Meðal merkustu nýmæla í lögunum — og í sjálfu sér grundvöllur til að koma þessu í framkvæmd — er eflaust skipting landsins í fræðsluumdæmi og stofn- Helgi Jónasson, fræðslustjóri, flytur erindi sitt á ráðstefn- unni um barnavernd 15. maí 1981. un embætta fræðslustjóra með þeirri sérfræðiþjón- ustu, sem fræðsluskrifstofur eiga að annast, svo sem ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta, sérkennsluþjónusta svo og önnur leiðbeiningarþjónusta og eftirlit með skólastarfi í grunnskólum. Enn er langt í land, að þessi ákvæði séu komin í framkvæmd, en þó er víðast hvar á landinu að komast á vísir að ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu. En ráðgjafar- og sálfræðiþjónustan er einmitt sá þáttur í starfi fræðsluskrifstofu, sem er hvað mikil- vægastur á sviði barnaverndarmála. í Reykjavík er þessi þjónusta komin lengst á veg, mun eidri en grunnskólalög, enda hefur starfað fræðsluskrifstofa á vegum borgarinnar um langt árabil, og höfðu skólayfirvöld í Reykjavík forustu um að koma slíkri þjónustu á. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.