Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Page 69

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Page 69
NÝ SUNDLAUG TEKIN í NOTKUN í ÞORLÁKSHÖFN Ný sundlaug hefur verið tekin i notkun í Þorlákshöfn. Hún er útilaug, 25 m löng, 12 m breið og 2.10 m á dýpt, þar sem dýpst er, en 90 cm, þar sent grynnst er. Sundlaugin hefur verið eitt ár í smiðum og kostaði samtals 1.791 þús. króna. Með þeim kostnaði er talin, auk laugarinnar, búningsaðstaða i 137 m2 húsi og tvær heitar setlaugar, gufubað og frágangur lóðar. Sundlaugin er reist við grunnskól- ann, og þar í grennd er gert ráð fyrir iþróttahúsi. Verkfræðistofa Suðurlands á Sel- fossi hannaði sundlaugarmannvirkið, en aðalverktaki við framkvæmdina var Hannes Gunnarsson, byggingar- meistari í Þorlákshöfn. Að öðru leyti hafði Sverrir Sigurjónsson, bygging- arfulltrúi Ölfushrepps, veg og vanda af umsjón með mannvirkinu. Ölfushreppur hefur átt eignarhlut í sundlauginni i Laugarskarði í Hveragerði allt frá byggingu hennar, og er gert ráð fyrir, að svo haldist áfram, enda styttra fyrir flesta íbúa i Ölfusi að sækja sund og böð þangað heldur en til Þorlákshafnar. Milli Þorlákshafnar og Hveragerðis eru 24 km, og þótti of langt fyrir Þorláks- hafnarbúa, sem nú eru orðnir yfir eitt |)úsund talsins, að sækja sund til Hveragerðis, þar á meðal alla sund- kennslu skólabarna. Við sundlaugina eru tveir fastir starfsmenn, og hefur nýting laugar- innar frá því hún var tekin i notkun í aprílmánuði sl. verið mjög mikil. Að- sókn hefur verið samanlagt um 20 þúsund manns eða sem svarar því, að hver ibúi Þorlákshafnar hafi sótt hana 20 sinnum. Ölfushreppur hefur til þessa einn fjármagnað byggingu sundlaugar- innar og lagt í hana, eins og áður segir, tæplega 1.800 þús. króna. Framlag iþróttasjóðs ríkisins til þessa er aðeins 77 þús. króna. „Vonazt cr til, að ríkisframlagið, sem verða mun um 810 þús. króna, fáist allt á þessu ári,“ sagði Stefán Garðarsson, sveit- arstjóri í Ölfushreppi, er hann skýrði tímaritinu frá hinni nýju sundlaug. „Að fenginni hitaveitu á árinu 1979 rikti einhugur um það í hreppnum, að ráðizt skyldi í bygg- ingu sundlaugar í Þorlákshöfn," sagði Stefán, „og mun enginn sjá eftir þvi, svo mikill menningarauki og hagræði þykir að tilkomu hennar. Auk heimamanna er laugin mikið sótt af aðkomufólki eftir vinnutíma, og í út- gerðarbæ sem Þorlákshöfn er, verður sundlaug að teljast til undirstöðu- mannvirkja byggðarlagsins." A siðastliðnu sumri fór sund- kennsla frani á vegum ungmennafé- lagsins Þórs í Þorlákshöfn, og var þátttaka mjög mikil. Aldursflokkarn- ir milli 9 og 15 ára eru þar i stórhóp- um, og ríkir mikill áhugi á að ná langt í sundíþróttinni. Sundkennari er Hrafnhildur Guðmundsdóttir, fyrr- um sunddrottning, og telur hún, að góður efniviður sé meðal yngstu kyn- slóðarinnar í Þorlákshöfn á sviði sundsins. Sundlaugarstjóri er Jón H. Sigur- mundsson. Hús undir búningsklefa og sundlaug í smíðum. Vatn er komið í laugina, en verið var að helluleggja í kringum hana, þegar Ijósmyndin var tekin. Búningsklefar í smíðum. 48 skápar eru í hvorum klefa. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.