Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Qupperneq 4
FORUSTUGREIN
Umhveifismál í brennidepli
Umhverfismál í víðtækum skilningi er málaflokkur
sem sífellt er meiri gaumur gefinn enda varðar hann
daglegt líf okkar allra.
Á undanförnum misserum hafa sveitarfélögin lagt
stóraukið fjármagn í umhverfisbætur og er nærtækast í
því sambandi að nefna kostnaðarsamar framkvæmdir
sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu bæði varðandi
úrbætur í sorp- og holræsamálum. Víðar á landinu hafa
sveitarfélögin ráðist í hliðstæðar framkvæmdir og unn-
ið hefur verið að undirbúningi samstarfs sveitarfélaga
um sorphirðu og eyðingu sorps í einstökum landshlut-
um og eru úrbætur að komast á framkvæmdastig.
Lánasjóður sveitarfélaga hefur veitt sveitarfélögunum
lán til þessara framkvæmda í auknum mæli og einnig
haft milligöngu um lánafyrirgreiðslu frá Norræna fjár-
festingarbankanum. Nú þegar hafa sveitarfélögin því á
eigin spýtur markað upphafið að því kostnaðarsama
átaki sem framundan er í umhverfisbótum.
Ríkið og íbúar sveitarfélaganna gera stöðugt meiri og
strangari kröfur um úrbætur í umhverfismálum og á
næstunni virðist óhjákvæmilegt að varið verði til þessa
málaflokks nriklu meiri fjármunum en gert hefur verið
til þessa.
I stefnu og starfsáætlun núverandi ríkisstjórnar, Vel-
ferð á varanlegum grunni, frá í október 1991 segir m.a.:
„Ríkisstjórnin mun styðja sveitarfélögin við að koma
upp móttökustöðvum fyrir sorp svo að förgun þess
verði komin í viðunandi horf í öllum sveitarfélögum
landsins fyrir árslok 1995.“ í skýrslu umhverfisráðu-
neytisins, Á leið til sjálfbærrar þróunar, frá í mars 1993
er það markmið áréttað og þar segir ennfremur:
„Stuðlað verður að því að framkvæmdir í frárennslis-
málum verði hafnar um land allt ekki síðar en árið
1995.“ Fráveitunefnd umhverfisráðuneytisins segir í
skýrslu sinni frá f nóvember 1993: „Að til að fylgja
þessurn málum eftir og koma þeim á skrið fari ráðherra
fram á að ríkið veiti sveitarstjórnum styrk til fram-
kvæmda í fráveitumálum. Lagt er til að þessi styrkur
jafngildi um það bil fjórðungi af kostnaði við fram-
kvæmdir í fráveitumálum og greiðist þegar verkinu eða
tilteknum verkþætti er lokið.“
Stjórn sambandsins hefur lýst yfir eindregnum
stuðningi við tillögur fráveitunefndarinnar og lýst sig
reiðubúna til viðræðna við umhverfisráðuneytið um
framkvæmd tillögunnar og nánari útfærslu hennar.
Að undanförnu hefur sambandið átt samstarf við
umhverfisráðuneytið um úttektir á sorphirðumálum í
einstökum landshlutum og marga viðræðufundi um
umhverfismál og hlutverk sveitarfélaga í því sam-
bandi.
Hingað til hafa störf umhverfisráðuneytisins þó fyrst
og fremst beinst að því að herða ákvæði í lögum og
reglugerðum um umhverfismál þar sem auknar kvaðir
af margs konar tagi eru lagðar á sveitarfélög, sem leiða
munu til rnikils útgjaldaauka fyrir þau á næstu árum. Þó
er upplýst að sveitarfélögin áttu langt í land með að
uppfylla ákvæði eldri laga og reglugerða en margar
breytinganna munu gerðar til að uppfylla ákvæði EES-
samningsins og tilskipana Evrópusambandsins, t.d.
tímasett ákvæði um hreinsun á skólpi frá þéttbýli.
Jafnframt virðist ákveðin tilhneiging til þess að draga
úr valdsviði og ábyrgð sveitarstjóma og auka miðstýr-
ingu umhverfisráðuneytisins eins og t.d. í frumvarpi til
laga um náttúruvernd. Slík miðstýringarárátta er
óskiljanleg í ljósi umræðunnar um aukna valddreifingu
og eflingu sveitarstjórnarstigsins. Miklu fremur ber að
efla frumkvæði og áhuga þeirra er næst vettvangi
standa á umhverfismálum og náttúruvernd. Urbætur í
þeim málum ráðast ekki síst af frumkvæði, forystu og
samvinnu sveitarfélaganna.
Ágætt og nauðsynlegt er að setja sér háleit markmið
í umhverfismálum en tímasetning, hvort sem er í
stefnumörkun, lögum eða reglugerðum, stenst því að-
eins að fjármunir séu tryggðir til framkvæmda. Stefnu-
mörkun ríkisstjórnarinnar um fjárhagslega aðstoð við
sveitarfélögin þarf því að koma sem fyrst til fram-
kvæmda og vera í takt við tímasetningu í reglugerðum.
Viðleitni sveitarfélaganna til að vinna að úrbótum þarf
að njóta stuðnings umhverfisyfirvalda og skilningur
þarf að vera á því að aðstæður sveitarfélaganna eru
misjafnar bæði af fjárhagslegum og landfræðilegum
ástæðum.
Þórður Skúlason
66