Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Qupperneq 16

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Qupperneq 16
HEILBRIGÐISMÁL 108 þúsund gestir heimsóttu Bláa lónið á sl. ári og á fyrstu þremur mánuöum þessa árs hefur gestum fjölgaö um 40% frá sömu mánuöum á sl. ári. Ljósm. ímynd. Guömundur Ingólfsson. Þróun framleiðslu HBL hefur í samvinnu við Lyfja- verslun ríkisins og Delta hf. verið að þróa heilsu- og fegrunarvörur úr Bláa lóninu. Er undirbúningur vegna framleiðslu heilsubaðsalts á loka- stigi. Hafa þessir aðilar ráðið lyfja- fræðing sem sérstakan verkefnis- stjóra vegna þessa þróunarverkefnis. Hefur verið lögð áhersla á ræktun þörungs þess sem er uppistaða líf- ríkis Bláa lónsins, en margir eru sannfærðir um að þar sé að finna lykilinn að lækningamætti lónsins. Hefur þörungurinn verið ræktaður í litlu sérbyggðu gróðurhúsi og er nú unnið að undirbúningi þess að hefja ræktun hans í meiri mæli. Fengist hefur heimild fyrir þremur stöðugildum frá Atvinnuleysistrygg- ingasjóði til að nýta við þróun fram- leiðslunnar. Fyrirspumir hafa borist frá Bandaríkjunum og nokkrum stöðum í Evrópu um úrvinnslu heilsu- og fegrunarvara úr Bláa lóninu. Helstu vörur sem verið er að þróa eru: Baðsölt með og án þörunga. Rakakrem með söltum og þörung- um. Baðolía. Kísileðjupakkar. HBL á einkarétt á vörumerkinu „BLÁA LÓNIГ í öllum helstu vöruflokkum á íslandi. Skráning á vörumerkinu „BLUE LAGOON" er nú í gangi í Evrópu, í Bandaríkjunum og í Japan. Vinna við hönnun um- búða og vörumerkis stendur nú yfir. Gert er ráð fyrir að vörurnar komi á markað hér á landi nú í vor fyrir aðalferðamannatímann. Framtíðaruppbygging Kynningargögn í samræmi við hugmyndir þýskra ráðgjafa, sem HBL réð til að gera tillögur um framtíðaruppbyggingu við Bláa lón- ið, hafa nú verið gerð. Kynning framtíðaruppbyggingar við Bláa lónið fyrir erlendum fjár- festum er nú hafin. Er samningum við landeigendur nú lokið og hefur HBL tryggt sér allt land sem áhugavert getur talist á Svartsengissvæðinu til uppbyggingar. Þá hefur verið fylgst með dæling- artilraunum Hitaveitu Suðumesja á Bláa lónsvökva. Fyrstu vísbendingar um niðurstöður sýna að allar líkur eru á að engin tæknileg vandkvæði séu bundin því að dæla lónvökvan- um. Enn liggja ekki fyrir vísbend- ingar um reksturskostnað vegna dælingar. Starfsmannafjöldi og skipting hans I baðhúsi starfa nú átta manns á tveimur vöktum. Þeim verður fjölgað í samræmi við álag en áætlanir gera ráð fyrir að þeir verði u.þ.b. 16-20 í sumar. Auk þess er nú verið að ráða þrjár manneskjur til þess að sinna ræstingum í allri þjónustuaðstöðu félagsins við Bláa lónið. Við framleiðslu vinna nú tveir starfsmenn, lyfjafræðingur og að- stoðarmaður. A.m.k. tveimur starfs- mönnum verður bætt við á næstunni í tengslum við aukin umsvif þar. Við meðferðarþjónustu starfa nú tveir húðlæknar og þrír hjúkrunar- fræðingar í hlutastörfum. Á skrifstofu og við yfirstjóm vinna nú fjórir starfsmenn. Næstu skref Nú þegar hefur 60 milljónum króna verið varið í undirbúning og rannsóknir við Bláa lónið vegna heilsu- og ferðaþjónustu og framtíð- aruppbyggingar. Helstu verkefni næstu mánaða eru: 1. Áætlanagerð vegna 1995. 2. Markaðsaðgerðir vegna ferða- þjónustu. 3. Áframhaldandi undirbúningur og markaðsaðgerðir vegna meðferð- arþjónustu. 4. Áframhaldandi þróun framleiðslu og markaðsaðgerðir vegna heilsu- og fegrunarvöru. 5. Áframhaldandi undirbúningur og kynningarstarf vegna framtíðar- uppbyggingar. 78
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.