Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Qupperneq 23

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Qupperneq 23
STJÓRNSÝSLA að marka samstarfi starfsmanna og stofnana greiðan farveg til að hámarka árangur og nýtingu gagna og gæða. Verk hvers starfsmanns, deildar eða stofnunar þarf því að vera með þeim hætti að það skili sér sem best í heildarárangri. Meginþættir alls starfsskipulags byggist annars vegar á verkaskiptingu og hins vegar á samhœfmgu verkskiptra eininga til að skapa sterka heild. Með verkaskiptingu er skyldri vinnu safnað á sama stað og unnin þar af starfsfólki, sem er sérþjálfað til að inna hana hratt og vel af hendi. Stofnanir, deildir og starfsmenn vita því meira og meira um minna og minna en gleyma þá gjarnan að þeir eru hluti af stærri heild sem á að vinna sameiginlega að víðtækari mark- miðum. Verkskiptar einingar þarf því að samhæfa og sam- ræma til að koma í veg fyrir togstreitu innan og milli deilda, stofnana og stjórnstiga. Samhæfing á að tryggja að verkskiptar einingar þjóni hver annarri, t.d. að gera þekkingu, sem aflað er á einum stað, aðgengilega á öðrum og koma þannig í veg fyrir tvíverknað. An sam- hæfingar leiðir verkaskipting til sundrungar. Einræn vinnubrögð sem orsök eða afleiðing togstreitu og skipulagsleysis draga úr afköstum og metnaði fyrir heildarárangri. Skipulag skapar m.a. aðhald og skilaskyldur. Aga- litlir einfarar vilja því iðulega ekki vinna undir skipu- lagi og finna því allt til foráttu. Oft heyrist að seina- gangur sé „kerfinu" að kenna fremur en glundroða og kerfisleysi, reglum fremur en óreglu. Það vill oft gleymast að góðar reglur einfalda ef eftir þeim er farið því að gott skipulag er eins konar umferðarkerfi sem á að tryggja greið og snurðulaus samskipti. Forsendur verkaskiptingar innan stórra skipulags- heilda eru breytilegar. Þar má nefna verkaskiptingu sem byggist á málefnum (heilbrigðismál/menntamál), tæknilegri meðferð (tölvudeild/viðhald), tilgangi (stjórnun/eftirlit), viðskiptaaðilum (utanríkisráðuneyti 3. mynd. Lárétt samræming þvert á lóðrétta verkaskiptingu er veik. gagnvart vamarliði/þjónustuhópur aldraðra) og svœð- um. í stóru opinberu stjórnkerfi skiptir miklu máli hvernig forsendum þessum er raðað saman ef skipting verka á að vera í skynsamlegum farvegi og tryggja jafnframt greiða samhæfingu. Málefnaleg verkaskipting er mjög einkennandi innan íslenskrar stjórnsýslu enda er hún í flestum tilvikum lögð til grundvallar í skiptingu mála milli og innan ráðuneyta og ríkisstofnana. Ráðuneytin hafa yfirstjórn og umsjón sinna fagmálaflokka frá æðsta stjórnvaldi og niður eftir stjórnkerfinu. Ef klassíski valdapíramítinn er notaður sem líkan fyrir málefnalega (faglega) verka- skiptingu innan opinberrar stjórnsýslu þá er valdi og verkefnum dreift lóðrétt niður eftir kerfinu frá æðsta stjórnvaldi til grasrótar með tiltölulega skýrum boð- leiðum. Lárétt snið hans vísar þá til samskipta og sam- ræmingar milli fjölbreytilegra stjórnarstofnana á hverju stigi fyrir sig, sem hafa yfirleitt ekki boðvald hver gegn annarri. Mikilvægt einkenni í starfsskipulagi opinberrar stjómsýslu á Islandi er mjög veik og tilviljanakennd lárétt samhæfing. Formlegur láréttur samhæfingarvett- vangur þvert á alla málaflokka er tæpast til nema á æðsta stjórnþrepi, þ.e. í ríkisstjórninni sjálfri. Embætti lögreglustjóra utanríkisráðuneytis á Keflavíkurflugvelli er hins vegar forvitnilegt dæmi um staðbundið stjórn- vald með víðtækt lárétt samræmingarhlutverk gagnvart yfirboðara og viðskiptaaðila (þ.e. varnarliðinu) líkt og amtmenn höfðu forðum í umdæmum sínum. Með amtskerfinu sáluga var skapað háttsett stað- bundið stjómvald, amtmaður og amtsráð, í stóru um- dæmi, sem bar m.a. ábyrgð á láréttri samræmingu fjöl- breytilegra mála innan síns umdæmis. Slík amtskerfi (prefectoral-kerfi) í einni eða annarri rnynd eru víða við lýði og eru ein leið til að tryggja svæðisbundna sam- ræmingu innan ríkja og koma í veg fyrir að staðbundin samræmingarmál fljóti upp eftir stjórnkerfinu til æðstu valdhafa. I stjórnkerfi, þar sem lárétt samræming er lít- il.vill það oft brenna við að smávægileg mál leiti of hátt miðað við mikilvægi. Afleiðing þessa er að hvert smá- málið á fætur öðru flýtur upp í efstu þrep stjórnkerfisins til ákvörðunar, þar sem ekki hefur gengið að samræma úrlausnir ólíkra stjórnvalda á neðri stigum. Slík mál hafa oft kraumað lengi og safnað í sig hita áður en þau leita upp eftir stjórnkerfinu og verða oft þeim mun fáránlegri sem þau eru fjær vettvangi. Þar valda þau óþarfa álagi, jafnvel án þess að fá nokkra viðunandi afgreiðslu æðstu valdhafa, sem hafa öðrum hnöppum að hneppa. Mikilvægt er því að byggja upp héraðsstjórnina með þeim hætti að stuðla að aukinni samræmingu stjórn- valda á neðri stjórnstigum og koma þannig í veg fyrir óþarfa álag ofar í kerfinu vegna mála sem má leysa nær vettvangi. Á fyrri hluta aldarinnar féllu umdæmiskerfin \ landinu mun betur hvert í annað og það einfaldaði 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.