Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Page 28
SAMEINING SVEITARFÉLAGA
Uppdrátturinn sýnir hiö nýja sveitarféiag i Mýrasýslu. Það er þrískipt. Norðurárdals-
hreppur og Stafholtstungnahreppur mynda samfellt svæði, Borgarnesbær er eins og
eyja í Borgarhreppi og Hraunhreppur er síðan handan Borgarhrepps og Álftanes-
hrepps.
Fjórir hreppar
Mýrasýslu
sameinast
í I. tbl. var skýrt frá viðræðum
fulltrúa þeirra fjögurra sveitarfélaga
í Mýrasýslu sem samþykktu samein-
ingu í endurtekinni atkvæðagreiðslu
19. febrúar. Sveitarfélögin eru Norð-
urárdalshreppur með 114 íbúa hinn
1. desember 1992, Stafholtstungna-
hreppurmeð 181 íbúa, Borgarnesbær
með 1.788 íbúa og Hraunhreppur
með 106 íbúa miðað við sama tíma.
Samanlögð íbúatala sveitarfélaganna
var því 2.189.
Niðurstaðan úr þessum viðræðum
er sameining þessara sveitarfélaga og
hefur félagsmálaráðuneytið staðfest
hana og auglýst hinn 28. mars. Sam-
einingin öðlast gildi hinn 11. júní.
1 sveitarstjórn hins nýja sveitarfé-
lags verða 9 fulltrúar. I auglýsingu
ráðuneytisins er mælt fyrir um skoð-
anakönnun um nafn á sveitarfélagið
og skuli nafnið ákveðið á grundvelli
hennar. Greidd verða atkvæði um
nokkrar tillögur um nafn á nýja
sveitarfélagið samhliða kosningun-
um 28. maí.
Sveitarfélögin sem sameinast í
Mýrasýslu liggja ekki saman. Álfta-
neshreppur og Borgarhreppur kljúfa
hið nýja sveitarfélag að endilöngu.
Snæfellsbær
Á sameiginlegum fundi allra
sveitarstjórna byggðanna sem
sameinast vestast á Snæfellsnesi
hefur verið samþykkt að hið
nýja sveitarfélag beri nafnið
Snæfellsbær.
Eyjarhreppur
og Miklaholts-
hreppur
sameinast
Við atkvæðagreiðslu um samein-
ingu Eyjarhrepps og Miklaholts-
hrepps hinn 26. mars var tillaga um
að sameina hreppana samþykkt í
þeim báðum.
I Eyjarhreppi greiddu atkvæði 28
af 36 á kjörskrá eða 78%. Samþykkur
sameiningu var 21 eða 75% þeirra
sem atkvæði greiddu. Andvígir voru
7 eða 25%.
1 Miklaholtshreppi greiddu at-
kvæði 46 af 64 á kjörskrá eða 72%.
Já sögðu 40 eða 87%, en nei 3 eða
6,5%. Þrír atkvæðaseðlar voru auðir.
Hinn 1. desember 1992 voru í
90