Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Page 37

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Page 37
HÆSTARÉTTARDÓMAR Hæstaréttardómur um ábyrgðarskuldbindingar sveitarfélags Viðar Már Matthíasson hrl. Inngangur Þann 21. janúar 1993 kvað Hæstiréttur Islands upp dóm í málinu nr. 78/1990, en í máli þessu deildu sveitarfélagið H og kaupfélagið K um gildi ábyrgðarskuld- bindingar sem sveitarfélagið hafði tekist á herðar. í dómi undirréttar og í dómi Hæstaréttar var talið með þeim hætti sem síðar verður lýst að H væri óskylt að efna ábyrgðar- skuldbindingu þessa. Niðurstaða máls þessa hefur að mínu mati mikla þýðingu fyrir sveitarfélög á íslandi, en eins og alkunna er hefur það lengi verið tíðkað að sveitarfélög gengjust í ábyrgðir fyrir skuld- bindingum einkum fyrirtækja og einstaklinga sem hafa haft með höndum atvinnurekstur í sveitarfélaginu. f þessari stuttu grein verður fjallað um dómsmál þetta og þau lagaákvæði sem niðurstöður dómsins byggjast á. Lagaákvæöi sem máli skipta Þau ákvæði nýju sveitarstjórnarlaganna nr. 8/1986, sem einkum koma til skoðunar hér, eru í VIII. kafla þeirra, sem fjallar um fjármál sveitarfélaga, en ákvæði þessa kafla öðluðust gildi þann 1. janúar 1987, sbr. !. mgr. 121. gr. laganna. I 4. og 5. mgr. 89. gr. sveitarstjórnarlaganna eru svohljóðandi ákvæði: „Eigi má binda sveitarsjóð við sjálfskuldarábyrgð á skuldbindingum annarra aðila en stofnana sveitarfé- lagsins. Sveitarstjórn getur veitt einfalda ábyrgð til annarra aðila gegn tryggingum sem hún metur gildar." Málavextir Hlutafélagið M starfaði í sveitarfélaginu H. M var í hópi stærri vinnuveitenda í sveitarfélaginu og hafði bæði iðnaðarmenn og verkamenn í vinnu. Liðlega 10% vinnufærra manna f sveitar- félaginu störfuðu hjá M á þeim tíma sem hérskiptirmáli. M hafði m.a. viðskipti við kaupfélagið K og hafði M vegna fjár- hagsörðugleika stofnað til umtalsverðra skulda við K. f byrjun maí 1987 ritaði K bréf til M og upplýsti að skuldin væri þá kr. 1.180.000.00. Minnt var á að gert hefði verið ráð fyrir því að greiddar yrðu kr. 750.000.00 upp í skuldina með skulda- bréfi til tveggja ára og að settar yrðu fullar tryggingar fyrir greiðslu skuldabréfsins, m.a. með sjálfskuldarábyrgð stjórnarmanna í hlutafé- laginu. Þar sem þetta hafi ekki gengið eftir væri nauð- synlegt að hefja innheimtu skuldarinnar. Viðbrögð M voru þau að lofa greiðslu á kr. 200.000.00 upp í skuld- ina og leita eftir því við H að veitt verði hreppsábyrgð á skuldabréfi allt að fjárhæð kr. 600.000.00 til tveggja ára sem gefið yrði út til K. Á fundi í hreppsnefnd H þann sama dag, þ.e. þann 8. maí 1987, var samþykkt að veita M „hreppsábyrgð fyrir skuldabréfi fyrir allt að kr. 600.000.00“. Skuldabréfið var gefið út þann 30. júní 1987 og árit- aði sveitarstjóri það fyrir hönd H um sjálfskuldarábyrgð hreppsins. Fjárhæð skuldabréfsins var reyndar kr. 700.000.00 og var sú fjárhæð bundin lánskjaravísitölu og með tíðkanlegum vöxtum. Skuldabréfið var afhent sem innágreiðsla upp í skuld M við K. Fjárhagsörðugleikar M leystust ekki með þessu. Fé- lagið fékk greiðslustöðvun þann 7. október 1988 og var bú þess tekið til gjaldþrotaskipta þann 9. febrúar 1989. Skuldin samkvæmt skuldabréfinu greiddist ekki (einungis u.þ.b. kr. 41.000.00 höfðu greiðst inn á skuldina) og krafði K nú H um greiðslu allrar skulda- bréfsfjárhæðarinnar með verðbótum og vöxtum. H synjaði um greiðslu með tilvísun til framangreindra 99

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.