Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Qupperneq 37

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Qupperneq 37
HÆSTARÉTTARDÓMAR Hæstaréttardómur um ábyrgðarskuldbindingar sveitarfélags Viðar Már Matthíasson hrl. Inngangur Þann 21. janúar 1993 kvað Hæstiréttur Islands upp dóm í málinu nr. 78/1990, en í máli þessu deildu sveitarfélagið H og kaupfélagið K um gildi ábyrgðarskuld- bindingar sem sveitarfélagið hafði tekist á herðar. í dómi undirréttar og í dómi Hæstaréttar var talið með þeim hætti sem síðar verður lýst að H væri óskylt að efna ábyrgðar- skuldbindingu þessa. Niðurstaða máls þessa hefur að mínu mati mikla þýðingu fyrir sveitarfélög á íslandi, en eins og alkunna er hefur það lengi verið tíðkað að sveitarfélög gengjust í ábyrgðir fyrir skuld- bindingum einkum fyrirtækja og einstaklinga sem hafa haft með höndum atvinnurekstur í sveitarfélaginu. f þessari stuttu grein verður fjallað um dómsmál þetta og þau lagaákvæði sem niðurstöður dómsins byggjast á. Lagaákvæöi sem máli skipta Þau ákvæði nýju sveitarstjórnarlaganna nr. 8/1986, sem einkum koma til skoðunar hér, eru í VIII. kafla þeirra, sem fjallar um fjármál sveitarfélaga, en ákvæði þessa kafla öðluðust gildi þann 1. janúar 1987, sbr. !. mgr. 121. gr. laganna. I 4. og 5. mgr. 89. gr. sveitarstjórnarlaganna eru svohljóðandi ákvæði: „Eigi má binda sveitarsjóð við sjálfskuldarábyrgð á skuldbindingum annarra aðila en stofnana sveitarfé- lagsins. Sveitarstjórn getur veitt einfalda ábyrgð til annarra aðila gegn tryggingum sem hún metur gildar." Málavextir Hlutafélagið M starfaði í sveitarfélaginu H. M var í hópi stærri vinnuveitenda í sveitarfélaginu og hafði bæði iðnaðarmenn og verkamenn í vinnu. Liðlega 10% vinnufærra manna f sveitar- félaginu störfuðu hjá M á þeim tíma sem hérskiptirmáli. M hafði m.a. viðskipti við kaupfélagið K og hafði M vegna fjár- hagsörðugleika stofnað til umtalsverðra skulda við K. f byrjun maí 1987 ritaði K bréf til M og upplýsti að skuldin væri þá kr. 1.180.000.00. Minnt var á að gert hefði verið ráð fyrir því að greiddar yrðu kr. 750.000.00 upp í skuldina með skulda- bréfi til tveggja ára og að settar yrðu fullar tryggingar fyrir greiðslu skuldabréfsins, m.a. með sjálfskuldarábyrgð stjórnarmanna í hlutafé- laginu. Þar sem þetta hafi ekki gengið eftir væri nauð- synlegt að hefja innheimtu skuldarinnar. Viðbrögð M voru þau að lofa greiðslu á kr. 200.000.00 upp í skuld- ina og leita eftir því við H að veitt verði hreppsábyrgð á skuldabréfi allt að fjárhæð kr. 600.000.00 til tveggja ára sem gefið yrði út til K. Á fundi í hreppsnefnd H þann sama dag, þ.e. þann 8. maí 1987, var samþykkt að veita M „hreppsábyrgð fyrir skuldabréfi fyrir allt að kr. 600.000.00“. Skuldabréfið var gefið út þann 30. júní 1987 og árit- aði sveitarstjóri það fyrir hönd H um sjálfskuldarábyrgð hreppsins. Fjárhæð skuldabréfsins var reyndar kr. 700.000.00 og var sú fjárhæð bundin lánskjaravísitölu og með tíðkanlegum vöxtum. Skuldabréfið var afhent sem innágreiðsla upp í skuld M við K. Fjárhagsörðugleikar M leystust ekki með þessu. Fé- lagið fékk greiðslustöðvun þann 7. október 1988 og var bú þess tekið til gjaldþrotaskipta þann 9. febrúar 1989. Skuldin samkvæmt skuldabréfinu greiddist ekki (einungis u.þ.b. kr. 41.000.00 höfðu greiðst inn á skuldina) og krafði K nú H um greiðslu allrar skulda- bréfsfjárhæðarinnar með verðbótum og vöxtum. H synjaði um greiðslu með tilvísun til framangreindra 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.