Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 4

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 4
FORUSTUGREIN Afangi að settu marki I júní sl. skipaði menntamálaráðherra þrjár nefndir til að vinna að undirbúningi yfirfærslu alls grunnskóla- kostnaðar frá ríki til sveitarfélaga og verkefnisstjóm til að stýra og samræma vinnu nefndanna. Nefndimar eru nú að ná þeim áfanga, sem þær settu sér í upphafi starfs- ins, að skila áfangaskýrslum til verkefnisstjórnarinnar. Samband íslenskra sveitarfélaga lagði strax í byrjun mikla áherslu á að fulltrúar ríkis, kennara og sveitarfé- laga hefðu sem nánasta samvinnu um allan undirbúning yfirfærslunnar. Samkomulag um mat á kostnaði, tekju- stofnaflutning frá ríki til sveitarfélaga og réttinda- og líf- eyrissjóðsmál kennara er forsenda þess að yfirfærslan öðlist gildi 1. ágúst 1996. Jafnframt þarf að tryggja öll- um sveitarfélögum tekjur til að reka skólana og Jöfnun- arsjóður sveitarfélaga kemur til með að gegna mikil- vægu hlutverki í því sambandi. I áfangaskýrslum nefnd- anna birtist sameiginleg tillögugerð þessara aðila um fjölmarga þætti málsins. Sambandið og fulltrúar þess í verkefnisstjóminni og nefndunum hafa lagt áherslu á að sem víðtækust kynn- ing færi fram varðandi allan undirbúning yfirfærslunnar. Stjóm sambandsins hefur fylgst náið með framvindunni og staða þess hefur verið kynnt fyrir formönnum og framkvæmdastjórum landshlutasamtakanna. Einnig hafa landshlutasamtökin tekið málið til sérstakrar umfjöllun- ar á sínum vettvangi, m.a. á ársfundum samtakanna þar sem fulltrúar sambandsins í verkefnisstjóm og nefndun- um eða einstakir starfsmenn þess hafa gert grein fyrir undirbúningi yfirfærslunnar. Sams konar kynning hefur jafnframt farið fram á ársfundum kennarafélaga víða um land. Slík kynning með miðlun upplýsinga og skoðana- skiptum er mikilvægur þáttur í undirbúningi yfirfærsl- unnar, sem að lokum ætti að leiða til vandaðri niður- stöðu. Landshlutasamtökin og sveitarstjómarmenn í einstök- um landshlutum eru nú að undirbúa yfirtöku sveitarfé- laga á verkefnum fræðsluskrifstofanna. Skólamir þurfa að hafa aðgang að sálfræði- og sérkennsluþjónustu, al- mennri kennsluráðgjöf og aðstoð við mat og þróun á skólastarfi. Einnig þurfa sveitarfélögin að eiga aðgang að faglegri ráðgjöf varðandi ákvarðanatöku um kennslu- kvóta í hverjum einstökum skóla í samræmi við lög- bundnar skyldur, sem jafnframt tryggi að kennarafjöldi og þar með kostnaður sé í samræmi við þær tekjur sem sveitarfélagið fær vegna þessa nýja verkefnis. Eðlilegast er að sveitarfélögin fái slíka þjónustu heima í landshlut- unum eftir ákvörðunum sveitarstjóma á hverju svæði. Samkvæmt ályktunum XV. landsþings sambandsins og síðasta fulltrúaráðsfundar þess er gert ráð fyrir að sambandið annist kjarasamningagerð við stéttarfélög kennara fyrir hönd allra sveitarfélaga. I samræmi við þá niðurstöðu em nú til skoðunar breytingar á samþykktum Launanefndar sveitarfélaga, þ.e. skipan samninganefndar við kennara, skipan stjórnar, skipting kostnaðar o.fl., með tilliti til þess að nefndin geri kjarasamninga við stéttarfélög kennara fyrir hönd allra sveitarfélaga. Nauð- synlegt er að öll sveitarfélög í landinu gefi launanefnd- inni fullnaðarumboð til slíkrar samningagerðar. Sam- hliða þarf sem fyrst að komast að niðurstöðu um hvaða verkefnum öðrum sambandið á að sinna í skólamálum. Með hliðsjón af því verður síðan að efla sambandið til að gegna sínu hlutverki á sviði skólamála. Sveitarfélögin hafa um langan tíma gegnt þýðingar- miklu hlutverki varðandi uppbyggingu og rekstur grunn- skólanna. Eðlilegt er því, og í samræmi við það sem gert hefur verið í nálægum löndum, að færa þeim meiri ábyrgð og ákvarðanavald í þeim málaflokki. Metnaður sveitarstjóma hlýtur að beinast að því að þjónusta við nemendur, foreldra og starfsfólk skólanna verði betri en verið hefur af hálfu ríkisins. Markmiðið er aukin skil- virkni og betri menntun grunnskólabama. Eftir sem áður verða sveitarfélögin að gæta aðhalds og ýtrustu hag- kvæmni í rekstri grunnskólanna. Algjör forsenda þess að verkefnatilfærslan skili þeim árangri sem að er stefnt veltur þó að lokum á því að sveitarfélögin fái nægar tekj- ur til að standa undir öllum rekstri grunnskólans. Þórður Skúlason 1 94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.