Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Page 31

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Page 31
MÁLEFNI ALDRAÐRA Könnun á húsnæðisþörf aldraðra á höfuðborgarsvæðinu Á sameiginlegum fundum formanna félagsmálaráða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu 21. febr. og 1. mars 1994 var ákveðið að láta fram fara skoðanakönnun meðal íbúa á höfuðborgarsvæðinu á viðhorfum þeirra til íbúða fyrir aldraðra. Markmið þessarar könnunar var að afla upplýsinga sem hægt yrði að nota við langtíma stefnumótun við uppbyggingu húsnæðis fyrir aldraða á höfuðborgar- svæðinu. Fram til þessa hafa sveitarfélög ekki skýrt markað sér stefnu í uppbyggingu húsnæðis fyrir aldraða, hvort sem um er að ræða gerð, eignaraðild né til annarra atriða. I framhaldi kynningar sem haldin var á niðurstöðum könnunarinnar hefur verið ákveðið að efna til sérstakrar ráðstefnu um þessi mál. Stefnt er að því að ráðstefnan verði haldin í lok janúar 1996 en dagskrá hennar verður kynnt sérstaklega síðar. Könnunin náði til úrtaks íbúa á höfuðborgarsvæðinu 55 ára og eldri. Könnunin, sem gerð var veturinn 1994—1945, var tvískipt. I fyrri og viðameiri hlutanum er gerð almenn viðhorfskönnun íbúa 55 til 74 ára á að- stæðum og óskum um húsnæði þegar kemur á efri ár, gerð sérhannaðs húsnæðis o.fl. Könnunin var einnig lag- skipt, þ.e. úrtaki og niðurstöðum var skipt milli sveitar- félaga eins og hægt var. Seinni hluti könnunarinnar var viðtalskönnun við um 40 einstaklinga sem búa í sérstök- um félagslegum íbúðum fyrir aldraða. Helstu nióurstöður eru þessar: • Langalgengast er að fólk búi í eigin húsnæði, eða 96%. Af þeim sem eru í hjúskap eru 99% í eigin hús- næði; sambærilegt hlutfall þeirra sem eru fráskildir eða hafa slitið sambúð er 86%. • Svipað hlutfall svarenda býr í einbýlishúsum (30%) og fjölbýlishúsum (32%). • Þeir sem búa í einbýlis- eða raðhúsum leggja mesta áherslu á að minnka við sig. • Munur er á húsagerð eftir því hvort fólk er í hjú- skap/sambúð eða ekki. Af þeim, sem eru í hjúskap/sambúð, búa 37% í ein- býlishúsi; sambærilegt hlutfall einhleypinga er 10%. • Rúmur helmingur svarenda segist alltaf ætla að búa þar sem hann býr nú. • Aðspurt um hvað fólk teldi mikilvægast þegar hugað er að breytingum á húsnæðisaðstæðum vegna aldurs töldu flestir mikilvægast: 1. Að fá útsýni. 2. Aðgengi að almenningssamgöngum. 3. Að búa nálægt grænu svæði. • 62% hópsins töldu að byggja ætti sérstakar íbúðir fyrir aldraða. Karlar eru hlynntari því en konur og áhugi á því fer lækkandi með hækkandi aldri. • Þegar spurt var um hverjir eigi að hafa frumkvæði í því að byggja íbúðir fyrir aldraða er mjög greinilegt að flestir telja að frumkvæðið eigi að liggja hjá sveitarfélög- unum, rúmur helmingur svarenda velur þann kost. • Langhæst hlutfall svarenda, eða 79%, telur það mjög góðan eða frekar góðan kost að búa áfram í eigin hús- næði. • Alls telja 56% svarenda það mjög góðan eða frekar góðan kost að flytja í minna eða hentugra húsnæði sem er ekki eymamerkt sérstaklega sem húsnæði fyrir aldr- aða. • Þriðjungur heildarhópsins telur sérstakar íbúðir aldr- aðra í íbúðabyggð, þar sem aldraðir búa saman, vera mjög góðan eða frekar góðan kost. • Aðspurt um hvort fólk vildi eiga eða leigja sérstakt húsnæði fyrir aldraða væri það í þeim hugleiðingum, sögðust 56% vilja eiga slíkt húsnæði, ef til þess kæmi. Undirbúningsnefnd þessarar könnunar skipuðu: Sigur- björg Sigurgeirsdóttir, yfirmaður öldmnarþjónustudeild- ar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Aðalsteinn Sigfússon, félagsmálastjóri Kópavogsbæjar, Aðalbjörg Lúthersdóttir, yfirmaður öldrunardeildar Kópavogsbæj- ar, og Unnur V. Ingólfsdóttir, félagsmálastjóri Mosfells- bæjar. Sigríður Jónsdóttir, félagsfræðingur hjá Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar, var sérstakur faglegur ráðgjafi nefndarinnar. Dr. Elías J. Héðinsson félagsfræð- ingur sá um framkvæmd könnunarinnar. Skýrsla með niðurstöðum könnunarinnar er fáanleg á skrifstofu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), Hamraborg 12 í Kópavogi, og kostar 2.300 kr. eintakið. Símanúmer þar er 564-1788. (Frá Samtökum sveitaifélaga á höfuðborgarsvœðinu.) 22 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.