Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 31

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 31
MÁLEFNI ALDRAÐRA Könnun á húsnæðisþörf aldraðra á höfuðborgarsvæðinu Á sameiginlegum fundum formanna félagsmálaráða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu 21. febr. og 1. mars 1994 var ákveðið að láta fram fara skoðanakönnun meðal íbúa á höfuðborgarsvæðinu á viðhorfum þeirra til íbúða fyrir aldraðra. Markmið þessarar könnunar var að afla upplýsinga sem hægt yrði að nota við langtíma stefnumótun við uppbyggingu húsnæðis fyrir aldraða á höfuðborgar- svæðinu. Fram til þessa hafa sveitarfélög ekki skýrt markað sér stefnu í uppbyggingu húsnæðis fyrir aldraða, hvort sem um er að ræða gerð, eignaraðild né til annarra atriða. I framhaldi kynningar sem haldin var á niðurstöðum könnunarinnar hefur verið ákveðið að efna til sérstakrar ráðstefnu um þessi mál. Stefnt er að því að ráðstefnan verði haldin í lok janúar 1996 en dagskrá hennar verður kynnt sérstaklega síðar. Könnunin náði til úrtaks íbúa á höfuðborgarsvæðinu 55 ára og eldri. Könnunin, sem gerð var veturinn 1994—1945, var tvískipt. I fyrri og viðameiri hlutanum er gerð almenn viðhorfskönnun íbúa 55 til 74 ára á að- stæðum og óskum um húsnæði þegar kemur á efri ár, gerð sérhannaðs húsnæðis o.fl. Könnunin var einnig lag- skipt, þ.e. úrtaki og niðurstöðum var skipt milli sveitar- félaga eins og hægt var. Seinni hluti könnunarinnar var viðtalskönnun við um 40 einstaklinga sem búa í sérstök- um félagslegum íbúðum fyrir aldraða. Helstu nióurstöður eru þessar: • Langalgengast er að fólk búi í eigin húsnæði, eða 96%. Af þeim sem eru í hjúskap eru 99% í eigin hús- næði; sambærilegt hlutfall þeirra sem eru fráskildir eða hafa slitið sambúð er 86%. • Svipað hlutfall svarenda býr í einbýlishúsum (30%) og fjölbýlishúsum (32%). • Þeir sem búa í einbýlis- eða raðhúsum leggja mesta áherslu á að minnka við sig. • Munur er á húsagerð eftir því hvort fólk er í hjú- skap/sambúð eða ekki. Af þeim, sem eru í hjúskap/sambúð, búa 37% í ein- býlishúsi; sambærilegt hlutfall einhleypinga er 10%. • Rúmur helmingur svarenda segist alltaf ætla að búa þar sem hann býr nú. • Aðspurt um hvað fólk teldi mikilvægast þegar hugað er að breytingum á húsnæðisaðstæðum vegna aldurs töldu flestir mikilvægast: 1. Að fá útsýni. 2. Aðgengi að almenningssamgöngum. 3. Að búa nálægt grænu svæði. • 62% hópsins töldu að byggja ætti sérstakar íbúðir fyrir aldraða. Karlar eru hlynntari því en konur og áhugi á því fer lækkandi með hækkandi aldri. • Þegar spurt var um hverjir eigi að hafa frumkvæði í því að byggja íbúðir fyrir aldraða er mjög greinilegt að flestir telja að frumkvæðið eigi að liggja hjá sveitarfélög- unum, rúmur helmingur svarenda velur þann kost. • Langhæst hlutfall svarenda, eða 79%, telur það mjög góðan eða frekar góðan kost að búa áfram í eigin hús- næði. • Alls telja 56% svarenda það mjög góðan eða frekar góðan kost að flytja í minna eða hentugra húsnæði sem er ekki eymamerkt sérstaklega sem húsnæði fyrir aldr- aða. • Þriðjungur heildarhópsins telur sérstakar íbúðir aldr- aðra í íbúðabyggð, þar sem aldraðir búa saman, vera mjög góðan eða frekar góðan kost. • Aðspurt um hvort fólk vildi eiga eða leigja sérstakt húsnæði fyrir aldraða væri það í þeim hugleiðingum, sögðust 56% vilja eiga slíkt húsnæði, ef til þess kæmi. Undirbúningsnefnd þessarar könnunar skipuðu: Sigur- björg Sigurgeirsdóttir, yfirmaður öldmnarþjónustudeild- ar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Aðalsteinn Sigfússon, félagsmálastjóri Kópavogsbæjar, Aðalbjörg Lúthersdóttir, yfirmaður öldrunardeildar Kópavogsbæj- ar, og Unnur V. Ingólfsdóttir, félagsmálastjóri Mosfells- bæjar. Sigríður Jónsdóttir, félagsfræðingur hjá Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar, var sérstakur faglegur ráðgjafi nefndarinnar. Dr. Elías J. Héðinsson félagsfræð- ingur sá um framkvæmd könnunarinnar. Skýrsla með niðurstöðum könnunarinnar er fáanleg á skrifstofu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), Hamraborg 12 í Kópavogi, og kostar 2.300 kr. eintakið. Símanúmer þar er 564-1788. (Frá Samtökum sveitaifélaga á höfuðborgarsvœðinu.) 22 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.