Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 47

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 47
STJÓRNSÝSLA Tölvuskráning fundargerða sveitarstjórna Sesselja Amadóttir, deildarstjóri ífélagsmálaráÓuneytinu Nokkur sveitarfélög hafa tekið upp þann hátt að skrá fundargerðir sveitarstjómar jafnóðum inn á tölvu. Stundum er slíkt gert jafnhliða ritun í gerðabók, en í öðrum tilfellum er tölvan látin koma í stað gerðabókar- innar að hluta eða að öllu leyti. Einungis eitt sveitarfélag hefur hins vegar samið ákvæði um tölvu- skráningu fundargerða í samþykkt urn stjórn og fundarsköp sveitar- fé- lagsins. Hér er um að ræða Isafjarð- arkaupstað, en lögmaður þess sveit- arfélags samdi ný ákvæði um skrán- ingu og varðveislu á tölvufærðum fundargerðum í samráði við félags- málaráðuneytið. Upphafleg tillaga sveitarfélagsins um slíkan hátt á ritun fundargerða var á þá leið að færa skyldi í gerða- bók númer fundar, fundarstað, fund- artíma, að fundargerð væri færð í tölvu, lok fundar og að fundargerð með tilteknu blaðsíðutali skyldi varðveitt í lausblaðabók bæjar- stjómar. Ráðuneytið gerði athugasemdir við þessa tillögu og benti m.a. á að í 53. gr. sveitarstjómarlaga nr. 8/1986 væru ákvæði um fundargerðir sveit- arstjómar. Þar segir m.a. að oddviti skuli sjá um „að fundargerðir séu skipulega færðar í gerðabók sveitar- stjórnar og að allar ályktanir og samþykktir séu rétt og nákvæmlega bókaðar." Ráðuneytið taldi að tilvísun í gerðabók sveitarstjórnar til þess að meginefni fundargerðar væri að ftnna annars staðar, þ.e. í lausblaða- bók, gæti ekki talist færsla fundar- gerðar í gerðabók í skilningi 53. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986, sbr. ennfremur 35. gr. fyrirmyndar að samþykkt um stjóm sveitarfélaga og fundarsköp fyrir sveitarstjórnir nr. 106/1987 (fylgiskjal I). Til nánari skýringar var greint frá úrskurði ráðuneytisins frá 10. júní 1987.1 máli því sem þar var til um- fjöllunar var aðstaðan sú að fundar- gerðir tiltekinnar hreppsnefndar voru vélritaðar á lausblöð sem geymd voru í möppu og var síðasta síða fundargerðarinnar undirrituð. I úrskurði ráðuneytisins segir m.a.: „Markmiðið með því að skrá fund- argerðir sveitarstjórna er fyrst og fremst það, að varðveita upplýsing- ar og ákvarðanir og annað markvert sem gerist á fundum sveitarstjóma. Vegna þessa verður gerðabók að vera þannig úr garði gerð, að ekki megi breyta efni fundargerðanna án þess að slíkt sjáist. Ráðuneytið telur því nauðsynlegt að gerðabók sveit- arstjóma sé innbundin og með tölu- settum blaðsíðum til að tryggja þetta.“ I athugasemdum ráðuneytisins var ennfremur tekið fram að skrán- ing fundargerðar í tölvu og varð- veisla fundargerðarinnar í laus- blaðabók auki möguleika á að efni fundargerðarinnar verði breytt án þess að slíkt sjáist. Þaö var ekki tal- in nægileg trygging að fundarmenn undirriti síðustu síðu útprentunar á fundargerð í lok fundar. Jafnframt verði að hafa í huga að meiri hætta er á að frumrit einstakra fundar- gerða glatist úr möppu og getur mappan því ekki ein og sér komið í stað gerðabókar að hluta til eða að öllu leyti. Með vísan til alls framangreinds var það niðurstaða ráðuneytisins að fyrrgreint ákvæði um tölvuskrán- ingu fundargerða samrýmdist ekki ákvæði 53. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986. Eftir að þessi niðurstaða ráðu- neytisins lá fyrir var lögmanni Isa- fjarðarkaupstaðar falið að semja nýtt ákvæði um þetta efni í sam- þykkt sveitarfélagsins. Við samn- ingu þess ákvæðis hafði lögmaður- inn m.a. í huga það fyrirkomulag sem Lögmannafélag Islands notast við þegar skráðar og varðveittar eru fundargerðir félagsins. Ráðuneytið taldi ekki óeðlilegt í Ijósi ört vaxandi útbreiðslu tölvu- tækninnar að taka til greina þann möguleika að fundargerðir sveitar- stjórna yrðu færðar á tölvu jafn- óðum. Niðurstaðan af öllu þessu varð eftirfarandi ákvæði í 2.^4. mgr. 35. gr. samþykktar um stjórn ísafjarðar- kaupstaðar og fundarsköp bæjar- stjómar nr. 315/1994: „Heimilt er að skrá fundargerðir í tölvu. Sé það gert skal bóka í gerðabók bœjarstjórnar númer fundar, hvar og hvenœr fundurinn er haldinn og aðfundargerð séfœrð í tölvu. Þá skal fœra í gerðabók fundarslit og greina blaðsíðutal fundargerða. BœjarfuUtrúar skulu rita nöfn sín við slit fundar í gerða- bók. I lok fundar skal fundargerð prentuð út og hún undirrituð af fundarmönnum. Einnig skal forseti bœjarstjórnar og a.m.k. einn fund- armanna setja upphafsstafi sína undir hverja blaðsíðu fundargerða, sem blaðsíðusettar skulu í áfram- 237
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.