Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 48

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 48
STJORNSYSLA BÆKUR OG RIT haldandi töluröð. Undirritaðar fundargerðir skulu reglulega hundnar inn í fundar- gerðahók bœjarstjórnar, til varan- legrar varðveislu. “ Samkvæmt þessu ákvæði er áfram gert ráð fyrir að notuð verði gerðabók sveitarstjórnar, en þar verði einungis skráð nokkur grund- vallaratriði, svo sem númer fundar, fundartími, fundarstaður, að fundar- gerð sé færð í tölvu o.s.frv. I ákvæði þessu er jafnframt tryggt eins og kostur er að ekki séu gerðar breyt- ingar á fundargerð án þess að það sjáist. Er það gert með því að fyrir- mæli eru um að fundarmenn undir- riti fundargerð í gerðabók svo og út- prentun hinnar tölvuskráðu fundar- gerðar og skulu forseti bæjarstjómar og a.m.k. einn fundarmanna jafn- framt setja upphafsstafi sína undir hverja blaðsíðu fundargerðarinnar. Fyrirmæli eru um að fundargerð- irnar skuli blaðsíðusettar í áfram- haldandi töluröð og að þær skuli bundnar inn reglulega til varanlegr- ar varðveislu. Ráðuneytið telur þetta ákvæði sérstaklega mikilvægt, því með þeim hætti minnki verulega hættan á að frumrit fundargerða glatisl. Það varð því niðurstaða ráðuneyt- isins að ofangreint ákvæði 2.-4. mgr. 35. gr. samþykktar um stjórn Isafjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar samræmdist 53. gr. sveitarstjómarlaga. Eins og áður segir telur félags- málaráðuneytið ekki óeðlilegt í ljósi ört vaxandi útbreiðslu tölvutækn- innar að fundargerðir sveitarstjóma verði í auknum mæli færðar á tölvu. Hins vegar verður að leggja ríka áherslu á að skýr fyrirmæli séu fyrir hendi í samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélags um fyrir- komulag slíkrar skráningar og um varðveislu fundargerða, svo tryggt verði að upplýsingar og ákvarðanir og annað markvert, sem gerist á fundum sveitarstjórna, varðveitist með eins öruggum hætti og unnt er. Sveitarstjórnarlög ásamt skýringum og athugasemdum Sambandið hefur gefið út í þriðja sinn sveitarstjórnarlögin nr. 8/1986 ásamt skýringum og athugasemd- um, sem Björn Friðfinnsson, lög- fræðingur og fyrrum formaður sam- bandsins, tók saman. I þessari þriðju útgáfu er í skýr- ingum og athugasemdum Björns stuðst við umfjöllun fræðimanna, dóma og úrskurði félagsmálaráðu- neytisins vegna framkvæmdar lag- Aöaldælahreppur Bárödælahreppur Borgarfjarðarhreppur Dalvíkurbær Egilsstaðabær Eyrarbakkahreppur Fellahreppur Garðabær Gnúpverjahreppur Grindavíkurbær Hafnarfjarðarbær Hálsahreppur ísafjörður Kaldrananeshreppur Lýtingsstaðahreppur Mosfellsbær anna. „Mikilvægt er fyrir alla þá er að sveitarstjómarmálum starfa að hafa greiðan aðgang að þeirri löggjöf sem þeim ber að fara eftir og endur- nýjaðar skýringarnar og athuga- semdir ættu að vera til enn frekari glöggvunar varðandi framkvæmd laganna," segir Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri sambandsins, í bréfi til sveitarfélaganna, þar sem hann kynnir útkomu ritsins. Bókin er í sama broti og Sveitar- stjórnarmál, 86 bls. að stærð og kostar 1.800 krónur eintakið. Neskaupstaður Raufarhafnarhreppur Reyðarfjarðarhreppur Reykholtsdalshreppur Reykjavíkurborg Sauðárkrókskaupstaður Selfoss Seltjarnarnes Skaftárhreppur Stokkseyrarhreppur Súðavíkurhreppur Sveinsstaðahreppur Tálknafjarðarhreppur Torfalækjarhreppur Vopnafjarðarhreppur Öxarfjarðarhreppur Félagsmálaráðuneytið Húsaleigubætur 1996 Eftirtalin sveitarfélög hafa ákveðið að greiða húsaleigubætur á árinu 1996:

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.