Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 23
Félagsmál greint hvernig sveitarfélögunum yrðu tryggðar auknar tekjur leiddi árleg endurskoðun í ljós að þeim væri of naumt skammtað til að standa undir verkefnum sem þeim voru falin í hinum nýju félagsþjónustulögum. Þannig má segja að sveitar- félögin hafi að hluta til verið að velta áhættunni yfir á ríkið sem, eðli málsins vegna, sveitarfélög- unum finnst sanngjarnt en ríkinu ósanngjarnt. Helstu ógnanir fyrir sveitarfélögin annars vegar á suðvesturhorni landsins eru án efa langur biðlisti eftir þjónustu og á landsbyggðinni hins vegar fámenn sveitarfélög sem ekki geta tekið ein og sér við málaflokknum. Þrátt fyrir að bæði ríki og sveitarfélög hafi verið byrjuð að vinna á þessum þáttum, eins og fram hefur komið, voru þeir mjög ríkjandi í umræðunni á undirbúningstíma yfir- færslunnar. Má segja að umræðan hafi lítið sem ekkert náð til þeirra möguleika og ögrandi verk- efna sem felast í yfirfærslunni og munu þeim því verða gerð hér lítillega skil. Tækifæri og áskorarnir Til að sjá hvaða tækifæri og áskoranir felast í því að taka við málaflokki fatlaðra er nærtækast að líta til þeirra sveitarfélaga sem nú þegar hafa tekið við málaflokknum en það eru öll sveitarfélög á Norð- urlandi, Vestmannaeyjabær og sveitarfélagið Hornaíjörður. Hafa sveitarfélögin ýmist tekið við málaflokknum sem reynsluverkefni eða samkvæmt 13. gr. laga um málefni fatlaðra, nr. 59/1992. Hinn 30. mars sl. var haldið málþing um árangur reynslusveitarfélaganna af þjónustu við fatlað fólk. Markmið málþingsins var að gefa sveitarfélögum, stofnunum, félagasamtökum og öðrum kost á að fræðast um þjónustu reynslusveitarfélaganna Akur- eyrar og Vestmannaeyja við fatlaða og rekstur málaflokksins. Á málþinginu voru haldin athyglis- verð erindi um reynslu sveitarfélaganna af því að taka við málaflokknum frá ríki svo og um afstöðu fulltrúa hagsmunafélags í reynslusveitarfélagi til þjónustu við fatlaða og einnig fjallað um samþætt- ingu og þverfagleg vinnubrögð í ljósi frumvarps til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Jafnframt voru kynntar niðurstöður tveggja kannana á við- horfúm stjórnenda til reksturs reynslusveitarfélag- anna svo og niðurstöður PriceWaterhouseCoopers á viðhorfum til þjónustu reynslusveitarfélaganna við fatlaða. Erindin má finna á heimasíðu félags- málaráðuneytisins, auk þess sem einhver þeirra munu birtast annars staðar í þessu tölublaði. I stuttu máli sagt er reynsla af tilfærslu mála- flokksins til viðkomandi sveitarfélaga góð. Lykil- orðin eru þróun á stjórnsýslu og þjónustu, sam- þætting, nærþjónusta og meiri yfirsýn, styrking sveitarstjórnarstigsins, hagkvæmni og betri nýting á fjármagni og faglegra umhverfi fyrir starfsfólk. Breytingin hefur því leitt til meiri árangurs og betri þjónustu til allra þeirra hópa sem þurfa á félags- þjónustu að halda, hvort sem fólk er fatlað eða ekki. Þetta er nú hálfgerð „hallelúja“ upptalning en rétt er að minna á að breytingar ganga sjaldnast sjálfkrafa vel og að þessi mikla breyting hefur án efa kostað bæði svita og tár allra sem að málinu koma, starfsmanna, neytenda og stjórnmálamanna. Málþingið fjallaði fyrst og fremst um þann árangur sem náðst hafði, minna um erfiðleikana. Á hinn bóginn er ljóst að meira fjármagn fer í félagsþjón- ustuna en áður og helgast það fyrst og fremst af því að ítarleg greining fór fram á skyldum ríkis og sveitarfélaga á þjónustu við fatlað fólk í viðkom- andi sveitarfélögum. Það leiddi til þess að báðir aðilar fóru að sinna betur skyldum sínum með tilheyrandi viðbótarkostnaði. Hagræðingin og betri nýting á fjármunum felst ekki síst í því að færri „kerfi“ koma að lausn mála, farið er að veita þjón- ustuna á grundvelli heildarsýnar á aðstæðum og úrlausnir byggðar á nálægð, yfirsýn og samþættum leiðum. Ljóst er að sveitarfélögin hafa tekist á við mikla áskorun sem leitt hefur til þróaðrar og betri þjónustu fyrir íbúa þess. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja aðeins upp hlutverk ríkis annars vegar og sveitarfélaga hins vegar í þjónustu við fatlað fólk. Þá skýrist kannski að hluta til hvers vegna reynsla viðkom- andi sveitarfélaga, sem nú þegar hafa tekið við málaflokki fatlaðra, er jafn jákvæð og raun ber vitni. Fyrst ber að telja að fatlað fólk á rétt á allri almennri þjónusm ríkis og sveitarfélaga og skal sú þjónusta koma áður en sérþjónusta svæðisskrif- stofa kemur til. Þetta þýðir að fatlað fólk á sama rétt og aðrir á félagsþjónustu sveitarfélaga, sama hvaða nafni hún kann að nefnast. Reynist þjónustu- þörf fatlaðs fólks meiri en sem nemur þeirri þjón- ustu sem félagsþjónustu sveitarfélaga ber að veita skal leita til svæðisskrifstofa, auk þess sem sveitar- félög hafa skyldur skv. lögum um málefni fatlaðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.