Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 58

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 58
280 Stjórnsýsla irstjórn slíkra aðgerða, sbr. t.d. ákvæði í reglugerð um samvinnu og starfsskiptingu milli lögreglu- stjóra og Rannsóknarlögreglu ríkisins, nr. 253/1977, þar sem mælt er íyrir um í 4. mgr. 2. gr. að rannsóknardeildir einstakra lögregluembætta skuli hafa stjórn á leit að týndu fólki, enda sé leitin ekki þáttur í rannsókn brots, en jafnan skuli Rann- sóknarlögreglu ríkisins tilkynnt um slíka leit.“ Nefndin taldi „nauðsynlegt að festa slíkt ákvæði í lög þar sem rannsóknarskyldur lögreglu tengist mjög oft leitar- og björgunaraðgerðum og mikil- vægt sé að heimildir lögreglustjóra í því efni séu sem gleggstar.“ Lagði nefndin því til: „að í 6. gr. frumvarpsins, um lögregluumdæmi og stjórn þeirra, verði tekið slíkt ákvæði. Ljóst er að við um- fangsmeiri leitir og björgunaraðgerðir er lögregla oft ofliðfá og gegna björgunarsveitir, sem skipu- lagðar eru og kostaðar af frjálsum félagasamtök- um, þar lykilhlutverki. Samvinna lögreglu og björgunarsveita hefur verið með miklum ágætum. Með ákvæðinu er ekki stefnt að því að lögreglu- stjórar hafi afskipti af innra skipulagi björgunar- sveita heldur fyrst og fremst mælt fyrir um hlut- verk lögreglustjóra varðandi yfirstjórn aðgerða. Með lögfestingu slíks ákvæðis er ekki ætlunin að lögregluyfirvöld beri frekari kostnað af leitar- og björgunaraðgerðum en nú. Þá er ákvæðinu ekki ætlað að taka til þeirra tilvika þegar virkja þarf skipulag Almannavarna ríkisins og er ekki ætlað að hafa áhrif á hlutverk Landhelgisgæslunnar á sjó. Rétt þykir að kveða á um að dómsmálaráðherra setji reglur um samstarf lögreglu og björgunar- sveita og að við samningu þeirra verði haft samráð við önnur ráðuneyti sem málið varðar og hlutað- eigandi aðila.“ Skylt er að taka fram að enn hafa þessar reglur ekki verið settar. c. Opið eða lokað líkan Ætla má að yfirgnæfandi hluti starfa lögreglu lúti lögmálum lokaða líkansins. A hinn bóginn er ljóst að við sum rannsóknarstörf á opna líkanið betur við. Enda er þar verið að vinna annars konar störf en í hinni venjulegu löggæslu. Auðveldlega má halda fram þeirri kenningu að lokaða líkanið eigi að flestu leyti betur við þegar stjórnun lögreglu er til skoðunar. Byggist sú skoð- un einkum á því að um venjubundin eða vanabund- in störf er að ræða sem byggjast á endurteknum viðbrögðum, „rútínu“. Sjá má af lestri 6. gr. lög- reglulaganna að einungis einn þáttur starfa lög- reglu er þannig að hentar betur að beita opna líkan- inu, það er að segja rannsóknir. Einnig á því sviði er þó erfitt að loka fyrir að aðferðir lokaða líkans- ins eigi betur við. En þar sem reynir á hugvit og innsæi og flókin mannleg samskipti eru kostir þess að fara út fyrir „rútínuna" ótvíræðir. En hafa ber skýrt í huga að ýmsir þættir í lögreglurannsóknum byggjast á því að strangri aðferðafræði sé beitt. Án þess að farið sé út í nánari skilgreiningu nægir að vísa til strangra reglna um sönnunarbyrði fyrir dómi. Við frekari skoðun hér á eftir verður rennt stoð- um undir þá kenningu að lokaða líkanið henti að flestu leyti mun betur við stjórnun lögreglu. Skoð- uð verða hlutverk lögreglu, en það eru einkum tvö þeirra sem rétt væri að athuga hvort ekki bæri að vinna samkvæmt opna líkaninu, það eru sem fyrr segir rannsóknir og samstarf við önnur stjórnvöld. Þar hentar betur að beita hugarflæði. Röksemdin fýrir því byggir á því að þar er unnið á jafnréttis- grundvelli og þekkingin er grundvöllur lausnanna sem leitað er að. d. Almannavarnir Einnig er rétt að víkja að almannavörnum. Ef gripið er til einföldunar má ljóst vera að björgunar- störf og neyðaraðgerðir lúta lokaða líkaninu. Á hinn bóginn skal bent á að annað meginhlutverk al- mannavarna er að skipuleggja forvarnir og hjálpar- starf. Við leit lausna á því sviði koma sjónarmið þau sem búa að baki opna likaninu vel til greina. Við leit að lausnum vegna þessa hlutverks er lagt til að opna líkaninu verði beitt í meiri mæli en hingað til hefur verið gert. Að því er varðar al- mannavarnir er einnig rétt að benda á að lokaða líkanið hentar betur við stjórnun neyðaraðgerða, þar sem krafist er skjótra aðgerða og viðbragða og ákvarðanataka má ekki dragast. Einnig er aðstæð- um mjög oft svo háttað að ekki er tími fyrir hugar- flug eða leit að lausnum. Þær verða einfaldlega að vera vel skilgreindar sem og boðleiðir og stjórnun, ásamt virðingarstöðu. 2. LÖGREGLA Hlutverk lögreglu kemur rækilega fram í 1. grein lögreglulaganna: „1. Ríkið heldur uppi starfsemi lögreglu. 2. Hlutverk lögreglu er:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.