Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 32
Félagsmál Hera Ósk Einarsdóttir, félagsmálastjóri í Vestmannaeyjum: Samþætting félagslegrar þjónustu og þjónustu við fatlaða í Vestmannaeyjum Hér á eftir verður fjallað um stjórnunarlega og faglega samþættingu félagslegrar þjónustu og þjónustu við fatlaða í Vestmannaeyjum, kosti hennar og galla. í upphafi finnst mér þó rétt að lýsa stöðu félags- legrar þjónustu í sveitarfélaginu þegar reynslu- sveitarfélagasamningurinn um málefni fatlaðra var fyrst gerður árið 1997, þ.e. inn í hvaða sveitar- félagaumhverfi var verið að færa þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélags. Inngangur Sálfræðingur hafði starfað í Eyjum á sviði barna- verndar og skólaþjónustu um nokkuð langt skeið og félagsráðgjafi starfað hjá bænum frá 1979 með hléi um þriggja ára skeið frá 1983-1986. Félagsmálaráð með tveimur starfsmönnum, einum félagsráðgjafa og einum sálfræðingi, hafði farið með umsjá félags- mála í umboði bæjarstjórnar og barnavernd fram til loka 9. áratugarins, 1980-1990. Uppbygging öldr- unarþjónustu var ör og félagsþjónustulögin frá 1991 gáfu félagsþjónustunni byr undir báða vængi og þann ramma sem hún þurfti á að halda til að verða viðurkennd þjónustueining innan sveitarfélagsins. Með nýju lögunum 1991 var félagsþjónustan ekki lengur neyðarúrræði ætluð afmörkuðum hópi fólks sem hafði orðið undir í lífsbaráttunni, heldur marg- háttað þjónustuúrræði sem ætlað var að koma til móts við þarfir íbúanna, með þjónustu, aðstoð og ráðgjöf í tilteknum málaflokkum með það að mark- miði að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og Greinarhöfundur, Hera Ósk Einarsdóttir, erfélagsráð- gjafi frá Háskóla Islands og hefur starfað við félagsþjón- ustu síðastliðin fjórtán ár. Hún hefur verið félagsmála- stjóri í Vestmannaeyjum sl. tólf ár eða frá árinu 1988. stuðla að velferð íbúanna á grundvelli samhjálpar. Sveitarfélaginu voru lagðar nýjar skyldur á herð- ar og til að mæta þeim bætti sveitarfélagið við fagfólki í félagsþjónustuna og þverfagleg sam- vinna félagsþjónustunnar við önnur kerfi innan sveitarfélagsins fór jafnt og þétt vaxandi, s.s. við skólaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og löggæslu. Arið 1997 var starfandi hjá félagsþjónustu sveitarfélagsins einn sálfræðingur, tveir félagsráð- gjafar, einn sjúkraliði í öldrunarþjónustu og ritari og afgreiðslufulltrúi. Unnið var í nánu samstarfi við skólaþjónustu sveitarfélagsins enda starfsemi beggja aðila til húsa á sama stað og því nálægðin við sérfræðinga skólaskrifstofunnar mikil, þ.m.t. aðgengi að kennsluráðgjafa, leikskólafúlltrúa, talkennara og sérkennara. Félagsþjónustan veitti fötluðum þegar þjónustu í formi heimilishjálpar, liðveislu og ferðaþjónustu og vegna samvinnu svæðisskrifstofú Suðurlands og félagsþjónustu sveitarfélagsins um úrlausnir í málefnum fatlaðra íbúa sveitarfélagsins voru ágætis kynni niilli þessara „kerfa“ þegar kom að yfirfærslunni. Svæðisskrifstofan hafði stuðlað að uppbyggingu ýmissa þjónustuúrræða fyrir fatlaða í sveitarfélaginu, s.s. leikfangasafns, meðferðar- heimilis fatlaðra barna, sambýlis fatlaðra og vernd- aðs vinnustaðar. Á þessum stofnunum starfaði að meginuppistöðu til ófaglært fólk með þó nokkra starfsreynslu innan stofnananna með þeirri undan- tekningu þó að þroskaþjálfi hafði umsjón með leikfangasafninu og sjúkraliði sinnti forstöðu meðferðarheimilisins. Annað fagfólk var til húsa á svæðisskrifstofunni á Selfossi. Upplýsingum um málefni fatlaðra einstaklinga og ijölskyldna þeirra var dreift á beggja hendur og þjónustuúrræðunum einnig. Málaflokkur fatlaðra í Eyjum bjó við fjársvelti, skort á fagfólki og reyndar undirmönnun á stofnunum eins og víðar á þessum tíma. Hér vil ég draga saman eftirfarandi þætti við yfirfærsluna: • í Eyjum bjuggu um 4.800 manns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.