Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 91

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 91
Ýmislegt 313 Hafofirðingar tuttugu þúsund Hafnfirðingar eru nú orðnir 20.000 talsins. Nýlega kom í heiminn drengur Kárason en hann fæddist hinn 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kári Freyr Unnsteinsson og Margrét Ósk Gunnarsdóttir. Þau eiga eina dóttur fyrir sem heitir Theodóra Líf Káradóttir, fædd 1997. Af þessu til- efni færði Magnús Gunnarsson bæjarstjóri drengn- um og fjölskyldu hans hamingjuóskir með von um bjarta framtíð. Drengurinn fékk silfurkross með áletruðu skjaldarmerki bæjarins og Theodóra Líf fékk auðvitað líka pakka. Foreldramir sögðu sposkir frá því að drengurinn væri í fjölskyldunni kallaður „Tuttugukallinn“ og það væri ekki bara vegna þess að hann væri Hafnfirðingur númer 20.000 heldur væri hann einnig tuttugasta ömmubarn föðurömmu sinnar og móðurbróðir hans fékk hann í tvítugsafmælisgjöf! Fyrir hundrað árum, árið 1901, voru Hafnfirð- ingar 599 talsins og þegar bærinn fékk kaupstaðar- réttindi 1908 hafði þeim frölgað um tæplega eitt þúsund, voru þá 1469. Gífurleg fjölgun varð í Hafnarfirði þar sem talsvert lifnaði yfir atvinnu- málum og aukinni útgerð. Lagður var grunnur að sjálfstæðu bæjarfélagi með kaupstaðarréttindi á þessum árum en baráttan fyrir þeim réttindum hafði þá staðið nokkuð lengi. Til er heimild frá 1876 þar sem 49 íbúar í bænum sendu erindi og óskuðu eftir því að Hafnarljörður fengi kaupstað- arréttindi. Hann er kallaður „Tuttugukallinn" og lét sér fátt um frama sinn finnast þótt sjálfur bæjarstjórinn vildi heiðra hann með gjöfum. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Lilja Ólafsdóttir manntalsfulltrúi, Kári Freyr Unnsteinsson pabbi, Magnús Gunnarsson bæjarstjóri og „heiðursafi" dagsins og Margrét Ósk Gunnarsdóttir mamma, heldur hér á Hafnfirðingi dagsins. Greinarhöfundur tók myndina. Hafnfirðingum hefur síðan fjölgað verulega en árið 1950 vorum við 5.087, 1960 vorum við 7.160, árið 1980 12.205 og erum nú, sem fyrr segir, kom- in yfir 20.000 íbúa markið. Á þessu ári hafa fæðst 158 Hafnfirðingar, þar af 82 stúlkur og 76 drengir. Jóhann Guðni Reynisson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Hafnarfjarðarbœjar Sameining Vindhælishrepps Félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd um sameiningu Vindhælishrepps í Austur-Húnavatns- sýslu samkvæmt 6. og 89. grein sveitarstjórnarlag- anna en þar á við hið sama og um Þingvallahrepp sem frá er skýrt á bls. 272 hér að framan að íbúa- tala hreppsins hefúr verið lægri en 50 í þrjú ár samfellt. í nefndinni eru Jakob H. Guðmundsson oddviti og Bragi Kárason, hreppsnefndarmaður í Vindhælishreppi, tilnefndir af heppsnefndinni, Elín Sameining sveitarfélaga R. Líndal, oddviti Húnaþings vestra og formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), og Björn Magnússon, hreppsnefndar- maður í Sveinstaðahreppi, tilnefnd af SSNV, og Hermann Sæmundsson, deildarstjóri í félagsmála- ráðuneytinu, sem er formaður nefndarinnar. Félagsmálaráðuneytið leggur áherslu á að sameining hreppsins við nágrannasveitarfélag geti orðið eigi síðar en við næstu sveitarstjórnarkosn- ingar sem fram fara 25. maí á komandi ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.