Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 40
Málefni barna ig koma má í veg fyrir einelti og einnig tillögur um hvernig skuli bregðast við þegar upp um það kemst. í byrjun árs 1998 opnaði embættið heimasíðu á Netinu www.barn.is. A heimasíðunni er m.a. að finna margvíslegar upplýsingar um hlutverk og starfshætti umboðsmanns barna auk eyðublaðs, sem börn og unglingar geta fyllt út og komið - á þennan auðvelda hátt - skoðunum sínum á fram- færi, hvenær sem þeim hentar. í lok síðasta árs og í byrjun þessa var síðan gengið skrefinu lengra og Netið nýtt á annan hátt - og öllu nýstárlegri - í þágu barna og unglinga en þá var ýtt úr vör tilraunaverkefni, sem nefnt var Netþing - unglingaþing umboðsmanns barna. Þingfulltrúar voru 63 unglingar, jafnmargir og þingmenn á Alþingi við Austurvöll, 32 piltar og 31 stúlka á aldrinum 13-15 ára. Við val þeirra var leitað til skóla víðs vegar af landinu, en skipting fulltrúanna eftir landshlutum miðaðist við nýja kjördæmaskipan. Haldnir voru fimm þingfundir á Netinu, en þingið starfaði í sjö nefndum, 9 fulltrúar í hverri nefnd. Netþing þetta á sér engin fordæmi hér á landi og jafnvel ekki þótt víðar væri leitað. Markmiðið með þessu svonefnda Netþingi var fyrst og fremst að gefa fulltrúum ungu kynslóðarinnar tækifæri á að ræða saman sín á milli, á lýðræðislegan hátt, um málefni er á þeim brenna og koma skoðunum sínum á framfæri við opinberan talsmann sinn. Og þannig styrkja embættið enn frekar sem málsvara barna og unglinga gagnvart opinberum sem og einkaaðilum. III. Allt það sem ég hef nú rakið endurspeglar það mikilvægi sem ég legg á að vera í nánum tengslum við umbjóðendur mína - og nálgast þá sem mest á „heimavelli“ þeirra, ef svo má að orði komast. Ég legg mig í framkróka við að hlusta eftir röddum barnanna sjálfra og koma þeim síðan á framfæri við þá sem taka ákvarðanir í málefnum þeirra, en samkvæmt 12. gr. BSSÞ, sem ég hef áður minnst á - og gjarnan hefur verið nefnd lýðræðisgreinin - er ekki eingöngu lögð áhersla á rétt barna sem hóps til að tjá skoðanir sínar í öllum málum er þau varða heldur og lögð rík áhersla á skyldu þeirra, sem taka ákvarðanir er varða börn, að virða þessar skoðanir með hliðsjón af aldri barna og þroska þeirra. Með vísun til þess hef ég ítrekað skorað á sveitarstjórnir landsins, sem fara með ijöldamörg verkefni er varða börn, að leita leiða til að tryggja að börn og unglingar verði hafðir með í ráðum áður en teknar eru ákvarðanir innan sveitarfélags í hagsmuna- og réttindamálum þeirra. í þessum efnum stöndum við langt að baki öðrum þjóðum. Þó vil ég nefna eitt ánægjulegt dæmi en það er að finna í Grafarvogshverfi í Reykjavík. Þar er unnið að tilraunaverkefni með Ungmennaráð Grafar- vogshverfa. í þessu ungmennaráði eiga sæti tólf fulltrúar, yngri en 18 ára. Tveir fulltrúar koma úr hverjum grunnskóla hverfisins, sem eru fimm talsins, og tveir úr framhaldsskóla hverfisins, Borgarholtsskóla. Tillögur ungmennaráðsins á síðasta ári voru m.a. um lækkun gjalda fyrir ungl- inga yngri en 18 ára í almenningsvagna, um bætta aðstöðu fyrir einhverf börn í Hamraskóla, bætta tómstundaaðstöðu fyrir unglinga hverfisins og um breytingar á reglum um útivistartíma. Tillögur ungmennaráðsins voru lagðar fyrir hverfisnefnd Grafarvogshverfis og siðan mun formaður hverfisnefndar hafa lagt tillögurnar fyrir borgarráð sem vísaði þeim til umræðu í borgarstjórn Reykja- víkur. Þar var þeim svo vísað til umfjöllunar í hlutaðeigandi nefndir til afgreiðslu. Nú mun vera unnið að svipuðu verkefni í Breiðholtshverfi í Reykjavík. Fyrrgreint tilraunaverkefni Reykjavík- urborgar er afar jákvætt og fleiri sveitarfélögum til eftirbreytni. Ymislegt forvitnilegt hefur einnig ver- ið að gerast í þessum málum hjá Mosfellsbæ og ef til vill víðar þótt mér hafi ekki borist upplýsingar um slíkt. IV. Þótt aðstæður borgarbarnsins og landsbyggðar- barnsins séu á margan hátt ólíkar þá verður ekki annað sagt en að hjörtum þeirra svipi saman, eins og sagði í ljóði Tómasar Guðmundssonar og ég vitnaði til hér í upphafi greinarinnar. Þau málefni, sem brenna á börnum hér í borginni og þau hafa komið á framfæri við mig, eru í sjálfu sér ekki frábrugðin málefnum barna og unglinga annars staðar af landinu. Það eru hin margvíslegustu mál sem brenna á börnum og auðvitað eru mörg þeirra tengd skólanum, vinnustað þeirra - þau hafa áhyggjur af einelti eins og áður hefur komið fram, þeim finnst mörgum þau ekki fá nægilega fræðslu um kynlífið, getnaðarvarnir, þau vilja einnig meiri fræðslu um íjármál almennt, heimilisbókhaldið, og vilja fá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.