Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 49
Sameining sveitarfélaga 271 Guðmundur Stefánsson, oddviti Hraungerðishrepps: Sameiningarviðræður milli Þjórsár og Hvítár/Ölfiisár Við síðustu sveitarstjórnarkosningar fór fram skoðanakönnun um sameiningaráhuga í Gaulverja- bæjarhreppi, Villingaholtshreppi og í Hraungerðis- hreppi í Árnessýslu. Umtalsverður áhugi reyndist vera fyrir einhvers konar sameiningu í tveimur síðarnefndu hreppun- um en mun minni í Gaulverjabæjarhreppi. Veturinn eftir var komið á fót viðræðunefnd tveggja fulltrúa úr hvorum hreppi, Hraungerðis- hreppi og Villingaholtshreppi. Fljótlega fréttist af Greinarhöfundur, Guðmundur Stefánsson, lauk prófi frá framhalds- deild Bœndaskólans á Hvanneyri 1971, varráðu- nautur hjá Búnaðarsam- bandi Suðurlands 1971-1978 og hefur verið bóndi í Hraungerði frá 1977. Hann varkosinn i hreppsnefnd Hraungerðishrepps árið 1998 og jafnframt oddviti hreppsins. Guðmundur sat á þingum Stéttarsambands bœnda 1981-1994 og var í stjórn þess frá 1991-1995. Hann hefur tekið þátt í ýmsum öðrum félagsstörfum. áhuga úr Skeiðahreppi og Gnúpverjahreppi að at- huga sameiningarmál á víðum grunni og var þeirn boðin aðild að viðræðunefndinni með tvo fulltrúa úr hvorum hreppi og fljótlega bættust einnig við tveir fulltrúar Hrunamannahrepps. Þegar hér var komið sögu þótti rétt að skrifa öðrum sveitarfélög- um sýslunnar og bjóða þeim aðild að nefndinni. Boðið þáðu Sveitarfélagið Árborg með fjóra full- trúa og Gaulverjabæjarhreppur með tvo fulltrúa. Magnús Karel Hannesson hjá KPMG-endur- skoðun gerði svokallaða stöðugreiningu fyrir sveit- arfélögin, þar sem jafnframt var reynt að gera sér grein fyrir hvernig hið nýja sveitarfélag liti út, ef af sameiningu yrði, bæði hvað varðar fjárhagsstöðu og rekstur einstakra málaflokka. Þegar þessu verki var lokið var því vísað til sveitarfélaganna hvort þau væru tilbúin að ganga til atkvæða um samein- ingu á grundvelli þessara gagna. í svörum sveitarfélaganna kom fram að Hruna- mannahreppur hafnaði þeirri sameiningu sem um var rætt, önnur sveitarfélög svöruðu jákvætt, en sum þó með skilyrðum. Á fundi þar sem svörin voru kynnt kom fram að áhugi var ekki lengur fyrir hendi hjá nágranna- hreppum Hrunamannahrepps vegna þess samstarfs sem þau eiga við hreppinn í stórum málaflokkum. Var því ákveðið að slíta viðræðunum. Viðræður um sameiningu Dalabyggð - Saurbæjarhreppur - Reykhólahreppur Fulltrúar Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps ræddu á sl. ári um sameiningu þessara tveggja hreppa í Dalasýslu og síðar var aðild Reykhóla- hrepps að þeirn viðræðum samþykkt. Er frá hvoru tveggja skýrt í 4. og 5. tbl. Sveitarstjórnarmála á sl. ári. Fundur fulltrúa þessara hreppa var fyrirhugað- ur fyrir lok septembermánaðar. Borgarfjörður Bæjarstjórn Borgarbyggðar leitaði á sl. vetri álits á því hvort hreppsnefndir Skorradalshrepps, Borg- arfjarðarsveitar og Hvítársiðuhrepps vildu láta at- huga um sameiningu þessara ijögurra sveitarfé- laga. Ekki reyndist vera áhugi á því. í framhaldi af því hefur bæjarstjórn Borgarbyggðar farið þess á leit við hreppsnefnd Hvítársíðuhrepps að teknar verði upp viðræður um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. Hefúr hreppsnefndin samþykkt það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.