Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 63

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 63
Stjórnsýsla ingu um píramída- og regluveldi sem falla að lok- aða líkaninu (sjá Ríkislögreglustjórinn, Ársskýrsla 1997-1998). Ætla má reyndar að á þessu sviði, það er starf- semi og stjórnun lögreglu, sé stuðst við fyrirmynd- ir frá Norðurlöndunum, án þess að það komi fram með beinum hætti. Þess vegna er nauðsynlegt að rannsaka stefnumótun og stjómsýslu lögreglu ann- ars staðar á Norðurlöndum áður en til þess kemur að draga mjög víðtækar ályktanir um stjórnun lög- reglu. Á íslandi er sennilega aðeins ein stofnun ríkisins sem gengur lögreglunni framar þegar lokaða líkan- ið er skoðað til þess að sjá hversu vel stofnanir falla að því. Það er Landhelgisgæslan. En hún eins og lögreglan á margt skylt með stjórnskipulagi því sem er viðhaft í her. Það telst ótvírætt lokað. 3. ALMANNAVARNIR Hlutverk almannavarna á íslandi kemur fram í lögum nr. 94/1962 um almannavarnir. Meginstefna varðandi almannavarnir á íslandi kemur fram í 1. gr. laganna, sem hljóðar svo: „Hlutverk almannavarna er að skipuleggja og framkvæma ráðstafanir, sem miða að því að koma í veg fyrir, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkamstjóni eða eigna af völdum hern- aðaraðgerða, náttúruhamfara eða af annarri vá, og veita líkn og aðstoð vegna tjóns, sem orðið hefúr, enda falli þau störf ekki undir aðra aðila sam- kvæmt lögum.“ a. Lokaða líkanið í 7. grein laganna um almannavarnir kemur fram að lögreglustjóri stjórnar almannavörnum í um- dœmi sínu. En hvergi er tekið á því hvernig sú stjórnun skal vera. Engin stefnumótun virðist vera til. Almannavarnir ríkisins hafa þó gefið út leið- beiningar um framkvæmdaatriði. En ljóst er að ákvæði laganna, sem er birt hér að neðan, gengur framar ef leiðbeiningarnar skarast á við ákvæðið: „Lögreglustjórar fara með stjórn almannavarna, hver í sínu umdæmi. Ráðherra er heimilt að ákveða að sveitarfélög, tvö eða fleiri, eða landshlutar hafi samstarf um al- mannavarnir og veiti gagnkvæma aðstoð.“ Eðli málsins samkvæmt má skipta hlutverki almannavarna á íslandi í tvennt, annars vegar skipulagningu og forvarnir, sem miða að því að koma í veg fyrir líkams- og eignatjón, hins vegar björgunarstörf eftir að náttúruhamfarir, hemaðarað- gerðir eða önnur vá hefúr dunið yfir. Eðli málsins samkvæmt em þessi hlutverk ólík þótt náskyld séu. Náttúruhamfarir eru íslendingum vel kunnar. Þegar þær hafa orðið gilda svipuð vinnubrögð varðandi stjórnun og lýst hefúr verið hér að fram í kaflanum um lögregluna þegar skoðað er hvort opna eða lokaða líkanið eigi betur við. Samkvæmt 7. greininni fer lögreglustjóri með stjórnina. Hann hefur sér til aðstoðar lögreglulið sitt og svo koma björgunarsveitir að sem hjálparlið samkvæmt sér- stöku samkomulagi þar um. Varðandi þennan þátt er ótvírætt að við fyrstu aðgerðir, björgunarstörf jafnt og aðrar þær sem á eftir koma hlýtur lokaða líkanið að eiga betur við með sinni skýru verka- skiptingu. a. 1. Forsagan Rétt þykir við skoðun laga um almannavarnir og tilraun til þess að greina undir hvort líkanið stjórn- un almannavarna fellur, eða hvort það getur fallið undir bæði líkönin og þá að hve miklu leyti og hvernig, að kanna tilurð laganna um almannavarnir nr. 94/1962. Frumvarp til laga um almannavarnir var fyrst lagt fram á Alþingi á 82. löggjafarþingi 1961-1962, þingskjal 370. í athugasemdum við frumvarpið kemur fram að rekja má setningu lag- anna aftur til bráðabirgðalaga um loftvarnaráðstaf- anir frá 2. ágúst 1940. Alþingi fékk þau til með- ferðar og til urðu lög um ráðstafanir til loftvarna og annarra vama gegn hættum af hernaðaraðgerð- um nr. 52 27. júní 1941. Verið var að bregðast við hættu af loftárásum og hvernig bregðast skyldi við „þeim hörmungum, að fólk neyðist til að flýja heimili sín undan hernaði, ef til vill mjög skyndi- lega og hópum saman úr þéttbýli.“ (Alþingistíðindi A-deild 1961, bls. 1021) Lögunum var breytt 1951 og tengdist það stríðsátökum í heiminum. í bæði skiptin var samstaða á Alþingi um málið. Loftvarnanefnd Reykjavíkur tók til starfa í júní 1951. Fjárveitingar Alþingis féllu niður 1957, en Reykjavíkurborg greiddi sinn hlut. Ljóst er að hvatinn til setningar laga um almannavarnir var fyrst og fremst hernaðarlegur, sbr. bréf Loftvarna- nefndar Reykjavikur til dómsmálaráðherra, dagsett 4. október 1961: „Spennan“ í heimsmálum hefur hins vegar tæplega verið öllu meiri en um þessar mundir“ (Alþt. A 1961, bls. 1022). í tengslum við undirbúning málsins voru fengnir hingað tveir er-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.