Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 82

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 82
Tæknimál og þurfa að höfða bæði til almennings og fjöl- miðla. Myndir eru góðar með fréttum en myndir taka pláss og hægja á síðum þannig að best er að reyna að stilla myndanotkun í hóf. Hér er greinar- höfundur sekur um að nota stundum aðeins of mik- ið af myndefni í fréttum. Nýja heimasíðan okkar leyfir hins vegar aðeins eina mynd með hverri frétt og það er skynsamleg takmörkun og gott er að hafa í huga að mynd er ekki nauðsynleg með hverri ein- ustu frétt. Fundargerðir Samkvæmt vinnureglu hjá Hafnarfjarðarbæ sem nú er verið að hrinda í almenna framkvæmd ber að setja fundargerðir helstu ráða og nefnda inn á heimasíðu bæjarins um leið og fundi lýkur. Til- kynning um nýja fundargerð birtist sjálfkrafa á forsíðunni hafnarfjordur.is og því er mikilvægt að vinnureglunni sé fylgt. Kynningarefni Kappkostað er að setja allt kynningarefni í tölvu- tæku formi á heimasíðuna. Þannig má nálgast kort, skýrslur og myndir á pdf-formi (með Acrobat Reader) með auðveldum hætti. Hugsanlegt er að dregið verði verulega úr prentun gagna og að miðlun viðamikillar útgáfu, s.s. ársskýrslu sem nú er 64 blaðsíður litprentuð, verði í framtíðinni aðeins að finna á heimasíðunni. Gagnsæir innri tenglar Vandasamt getur verið að flokka og nefna tengla þannig að þeir séu lýsandi fyrir þá starfsemi sem undir býr. Engar kvartanir hafa á hinn bóginn borist vegna tenglaheita á nýju heimasíðunni. Heimasíðan gefur aðeins kost á takmörkuðu plássi en ágætt er að miða við að öll helstu atriði rúmist innan algengustu skjástærðar en síðan megi skruna niður eftir síðunni til að finna annað efni. Til þess að vinna sem mest úr þessu plássi höfum við felliglugga með tenglum sem „detta niður“ þegar bendillinn nemur tiltekin svæði. Þetta með skjá- fyllinguna er vandmeðfarið og greinarhöfundur ekki alveg saklaus af að „troða svolítið“ og vera þar með ekki alveg samkvæmur sjálfum sér. En það getur líka verið ágætt, sko - að taka sjálfan sig ekki of hátíðlega! Aðrir tenglar Varúðar er þörf þegar aðrir tenglar eru settir inn eins og nýleg dæmi hjá útgáfufyrirtæki sanna. Við höfum t.d. tvær heimasíður, hafnarfjordur.is - sem er stjórnsýslusíðan og án tengla á heimasíður ann- arra en opinberra stofnana, og hafnarfjordur.org - sem er samfélagsvefur og öllum opinn. Þar reynum við að fylgjast með tenglum og fyrirbyggja að unnt sé að komast gegnum heimasíðuna yfir á tvíræðar síður. Að mínu mati getur þó ábyrgð okkar ekki náð yfir það sem aðrir gera á sínum síðum en óþarfi er að taka of mikla áhættu. Upplýsingar uppfærðar strax og réttar Fundargerðir Meginatriði er að fundargerðir megi finna sem allra fyrst eftir að fundi lýkur. Margir bíða úrlausn- ar sinna mála og á hraðbraut upplýsinga er þolin- mæðiventillinn fljótur að gefa sig. Hraði er því lykilatriði að þessu leyti. Dreifður aðgangur Það er ekki gott þegar upplýsingar á heimasíðum eru úreltar en það getur þó gerst á bestu bæjum. Til þess að fyrirbyggja þennan vanda er best að fleiri en einn hafi aðgang að uppfærslukerfi heimasíð- unnar og geti þannig á auðveldan hátt breytt upp- lýsingum eða bætt við þær. Varast ber þó að dreifa aðganginum of víða því í raun er efni heimasíð- unnar ígildi opinberra yfirlýsinga frá sveitarfélag- inu og oft vandi að fara með slíkt umboð. Starfs- menn verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni að þessu leyti og halda leynilegum aðgangsorðum fyrir sjálfa sig. Auðvelt er þó fyrir vefstjóra að loka fyrir aðgang ef eitthvað bregður út af og þess vegna best að hver og einn, sem aðgang fær, fái sérstök aðgangs- og lykilorð. Tæknin - engin sérfræði Asp Hafnarfjordur.is byggir á svokölluðu asp eða java forritunarmáli. Þar hefur Már Gunnarsson, vefstjóri á tölvudeild Hafnarfjarðarbæjar, verið í lykilhlutverki ásamt hönnuðum hugbúnaðarins hjá Tristan/Hugviti. Mikið var lagt upp úr því að heimasíðan væri hraðvirk, með góðum tengingum og aðgengilegri uppsetningu þar sem leitast væri við að tengja nauðsynleg atriði við gagnagrunna - sbr. það sem fyrr er sagt um fréttir, auglýsingar og fundargerðir. Eins og flestir nýir vefir er hafnarfjordur.is gagnagrunnstengdur. Það þýðir að í hvert sinn sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.