Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Side 32

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Side 32
Félagsmál Hera Ósk Einarsdóttir, félagsmálastjóri í Vestmannaeyjum: Samþætting félagslegrar þjónustu og þjónustu við fatlaða í Vestmannaeyjum Hér á eftir verður fjallað um stjórnunarlega og faglega samþættingu félagslegrar þjónustu og þjónustu við fatlaða í Vestmannaeyjum, kosti hennar og galla. í upphafi finnst mér þó rétt að lýsa stöðu félags- legrar þjónustu í sveitarfélaginu þegar reynslu- sveitarfélagasamningurinn um málefni fatlaðra var fyrst gerður árið 1997, þ.e. inn í hvaða sveitar- félagaumhverfi var verið að færa þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélags. Inngangur Sálfræðingur hafði starfað í Eyjum á sviði barna- verndar og skólaþjónustu um nokkuð langt skeið og félagsráðgjafi starfað hjá bænum frá 1979 með hléi um þriggja ára skeið frá 1983-1986. Félagsmálaráð með tveimur starfsmönnum, einum félagsráðgjafa og einum sálfræðingi, hafði farið með umsjá félags- mála í umboði bæjarstjórnar og barnavernd fram til loka 9. áratugarins, 1980-1990. Uppbygging öldr- unarþjónustu var ör og félagsþjónustulögin frá 1991 gáfu félagsþjónustunni byr undir báða vængi og þann ramma sem hún þurfti á að halda til að verða viðurkennd þjónustueining innan sveitarfélagsins. Með nýju lögunum 1991 var félagsþjónustan ekki lengur neyðarúrræði ætluð afmörkuðum hópi fólks sem hafði orðið undir í lífsbaráttunni, heldur marg- háttað þjónustuúrræði sem ætlað var að koma til móts við þarfir íbúanna, með þjónustu, aðstoð og ráðgjöf í tilteknum málaflokkum með það að mark- miði að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og Greinarhöfundur, Hera Ósk Einarsdóttir, erfélagsráð- gjafi frá Háskóla Islands og hefur starfað við félagsþjón- ustu síðastliðin fjórtán ár. Hún hefur verið félagsmála- stjóri í Vestmannaeyjum sl. tólf ár eða frá árinu 1988. stuðla að velferð íbúanna á grundvelli samhjálpar. Sveitarfélaginu voru lagðar nýjar skyldur á herð- ar og til að mæta þeim bætti sveitarfélagið við fagfólki í félagsþjónustuna og þverfagleg sam- vinna félagsþjónustunnar við önnur kerfi innan sveitarfélagsins fór jafnt og þétt vaxandi, s.s. við skólaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og löggæslu. Arið 1997 var starfandi hjá félagsþjónustu sveitarfélagsins einn sálfræðingur, tveir félagsráð- gjafar, einn sjúkraliði í öldrunarþjónustu og ritari og afgreiðslufulltrúi. Unnið var í nánu samstarfi við skólaþjónustu sveitarfélagsins enda starfsemi beggja aðila til húsa á sama stað og því nálægðin við sérfræðinga skólaskrifstofunnar mikil, þ.m.t. aðgengi að kennsluráðgjafa, leikskólafúlltrúa, talkennara og sérkennara. Félagsþjónustan veitti fötluðum þegar þjónustu í formi heimilishjálpar, liðveislu og ferðaþjónustu og vegna samvinnu svæðisskrifstofú Suðurlands og félagsþjónustu sveitarfélagsins um úrlausnir í málefnum fatlaðra íbúa sveitarfélagsins voru ágætis kynni niilli þessara „kerfa“ þegar kom að yfirfærslunni. Svæðisskrifstofan hafði stuðlað að uppbyggingu ýmissa þjónustuúrræða fyrir fatlaða í sveitarfélaginu, s.s. leikfangasafns, meðferðar- heimilis fatlaðra barna, sambýlis fatlaðra og vernd- aðs vinnustaðar. Á þessum stofnunum starfaði að meginuppistöðu til ófaglært fólk með þó nokkra starfsreynslu innan stofnananna með þeirri undan- tekningu þó að þroskaþjálfi hafði umsjón með leikfangasafninu og sjúkraliði sinnti forstöðu meðferðarheimilisins. Annað fagfólk var til húsa á svæðisskrifstofunni á Selfossi. Upplýsingum um málefni fatlaðra einstaklinga og ijölskyldna þeirra var dreift á beggja hendur og þjónustuúrræðunum einnig. Málaflokkur fatlaðra í Eyjum bjó við fjársvelti, skort á fagfólki og reyndar undirmönnun á stofnunum eins og víðar á þessum tíma. Hér vil ég draga saman eftirfarandi þætti við yfirfærsluna: • í Eyjum bjuggu um 4.800 manns

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.