Helgafell - 01.06.1942, Page 14

Helgafell - 01.06.1942, Page 14
Thomas Mann: UMHORF Sig urinn eftir stríðið Þessi grein mín er ekki, og henni er ekki ætlað að vera annað en trúar- játning rithöfundar, sem er borinn sonur þeirrar torræðu þjóðar, er veldur nú heiminum skelfilegustu þjáningum, trúarjátning manns, sem lifir þessa tíma við tvöfalda þjáningu, Þjóðverjans og listcunannsins. Ég segi ,,listamannsins“, þó að ég eigi á hættu, að fyrir bragðið teljist ég ekki þess umkominn að taka þátt í rökræð- um og ráðagerðum um stjórnmál og félagsmál. Ef svo er, verð ég að leyfa mér að hreyfa andmælum. A vorum dögum er þess enginn kostur, — hafi það yfirleitt nokkru sinni verið —, að greina heim lista, menningar og anda frá vettvangi stjórnmálanna og dæma listamanninn úr leik pólitískra og fé- lagslegra átaka — — — (Framhald þessara inngangsorða birtist í bók- menntabálki maíheftisins). I. Heimurinn er órofin heild. Viðhorf- ið er mismunandi, en hvar sem vér veljum oss sjónarhól blasir heims- heildin við oss, vitandi eða óvitandi. Ég segi „vitandi eða óvitandi“, því að stundum er þess enginn kostur að gera sér ljósa grein fyrir þessu samhengi, sem á vorum dögum er grópað í vit- und sérhvers manns á hinn átakanleg- asta hátt. Ef listin væri óháð stjórn- málum og stjórnmálin listinni — mundi ég þá fást við ritstörf hér í Ameríku ? Ég mundi vera í Þýzka- landi, heima í Múnchen, og nazistar mundu leyfa lesendum að lesa bækur mínar, sem eru þýzkari en Hitler, Göbbels, Ribbentrop og Himmler allir til samans. En þeir leyfa það ekki, vegna þess að bækur mínar, jafnvel þær ópólitískustu, eru allsherjar við- nám gegn orðum og gerðum nazista, þess vegna eru þær bannaðar. Vér hötum alríkisstefnuna, vegna þess að vér vitum, og sáum það fyrir, að alræðisríkið er ekkert annað en undanfari alræðisstyrjaldar. Mig lang- ar til þess að segja yður frá persónu- legri reynzlu minni, þó að hún sé dá- lítið brosleg. Hún sýnir yður, hve heimurinn, sem vér lifum í, hefur á andlega sviðinu ofið vef sinn af mörg- um þáttum, og færir sönnur á, að allir hlutir eru saman slungnir, hinir stærstu sem hinir smæstu. Svissnesk- ur vinur minn, sem skilur rússnesku, sagði mér í bréfi, að útvarpið í Moskvu hefði getið rita minna daginn, sem Þjóðverjar réðust inn í Rússland. í tvö ár, alla stund síðan samningurinn var gerður milli Hitlers og Stalíns, hafði ekki verið leyft að minnast á mig í Rússlandi. Utvarpserindið, sem fjall- aði um bækur mínar, hafði sýnilega verið samið fyrir löngu, en fékkst ekki flutt, meðan þýzk-rússneski samningurinn var í gildi. En jafn- skjótt og samningurinn var rofinn, var tími til þess að grafa upp handritið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.