Helgafell - 01.06.1942, Qupperneq 14
Thomas Mann:
UMHORF
Sig urinn eftir stríðið
Þessi grein mín er ekki, og henni er
ekki ætlað að vera annað en trúar-
játning rithöfundar, sem er borinn
sonur þeirrar torræðu þjóðar, er
veldur nú heiminum skelfilegustu
þjáningum, trúarjátning manns, sem
lifir þessa tíma við tvöfalda þjáningu,
Þjóðverjans og listcunannsins. Ég segi
,,listamannsins“, þó að ég eigi á
hættu, að fyrir bragðið teljist ég ekki
þess umkominn að taka þátt í rökræð-
um og ráðagerðum um stjórnmál og
félagsmál. Ef svo er, verð ég að leyfa
mér að hreyfa andmælum. A vorum
dögum er þess enginn kostur, — hafi
það yfirleitt nokkru sinni verið —, að
greina heim lista, menningar og anda
frá vettvangi stjórnmálanna og dæma
listamanninn úr leik pólitískra og fé-
lagslegra átaka — — — (Framhald
þessara inngangsorða birtist í bók-
menntabálki maíheftisins).
I.
Heimurinn er órofin heild. Viðhorf-
ið er mismunandi, en hvar sem vér
veljum oss sjónarhól blasir heims-
heildin við oss, vitandi eða óvitandi.
Ég segi „vitandi eða óvitandi“, því að
stundum er þess enginn kostur að gera
sér ljósa grein fyrir þessu samhengi,
sem á vorum dögum er grópað í vit-
und sérhvers manns á hinn átakanleg-
asta hátt. Ef listin væri óháð stjórn-
málum og stjórnmálin listinni —
mundi ég þá fást við ritstörf hér í
Ameríku ? Ég mundi vera í Þýzka-
landi, heima í Múnchen, og nazistar
mundu leyfa lesendum að lesa bækur
mínar, sem eru þýzkari en Hitler,
Göbbels, Ribbentrop og Himmler allir
til samans. En þeir leyfa það ekki,
vegna þess að bækur mínar, jafnvel
þær ópólitískustu, eru allsherjar við-
nám gegn orðum og gerðum nazista,
þess vegna eru þær bannaðar.
Vér hötum alríkisstefnuna, vegna
þess að vér vitum, og sáum það fyrir,
að alræðisríkið er ekkert annað en
undanfari alræðisstyrjaldar. Mig lang-
ar til þess að segja yður frá persónu-
legri reynzlu minni, þó að hún sé dá-
lítið brosleg. Hún sýnir yður, hve
heimurinn, sem vér lifum í, hefur á
andlega sviðinu ofið vef sinn af mörg-
um þáttum, og færir sönnur á, að allir
hlutir eru saman slungnir, hinir
stærstu sem hinir smæstu. Svissnesk-
ur vinur minn, sem skilur rússnesku,
sagði mér í bréfi, að útvarpið í Moskvu
hefði getið rita minna daginn, sem
Þjóðverjar réðust inn í Rússland. í tvö
ár, alla stund síðan samningurinn var
gerður milli Hitlers og Stalíns, hafði
ekki verið leyft að minnast á mig í
Rússlandi. Utvarpserindið, sem fjall-
aði um bækur mínar, hafði sýnilega
verið samið fyrir löngu, en fékkst
ekki flutt, meðan þýzk-rússneski
samningurinn var í gildi. En jafn-
skjótt og samningurinn var rofinn, var
tími til þess að grafa upp handritið.