Helgafell - 01.06.1942, Síða 19
SIGURINN EFTIR STRÍÐIÐ
153
legum sifjum og lýðræðisaga. Hér
mun ekki veita af lítilsháttar stjórn-
málaspeki, svo að menn skilji, hvað
ég á við.
Það er furðuleg staðreynd, að báðar
grundvallarreglur lýðræðisins, /re/sið
og jafnréttiS, eru að vissu leyti á önd-
verðum meiði, eru rökfræðilegar and-
stæður. Því að rökfræðilega er frelsi og
jafnrétti hvort öðru gagnstætt, á sama
hátt og einstaklingur og þjóðfélag eru
hvort öðru andstæð. Frelsi er þörf ein-
staklingsins, jafnréttið er þörf þjóðfé-
lagsins, og félagslegt jafnrétti skerðir
greinilega frelsi einstaklingsins. — En
rökfræði er hvorki dýrmætasta verð-
mæti lífsins né úrslitagildi þess, og í
siðferðilegum þörfum mannanna eru
frelsi og jafnrétti í rauninni ekki and-
stæður. Kristin lífsskoðun hefur tvinn-
að saman hugmyndir einstaklings og
þjóðfélags á hinn eðlilegasta hátt, er
ekki særir tilfinningar manna. Verð-
mæti og virðing sú, er kristnin galt
einstaklingnum, mannssálinni í samfé-
lagi hennar við guð, er ekki andstæð
jafnrétti allra fyrir guði. Hitt er öllu
heldur, að þessi virðing og þetta verð-
mæti eru tvær hverfur á sama fati.
Það er í ,,mannréttindunum“, hin-
um kristna arfi hinnar miklu borgara-
legu byltingar, sem báðar þessar stefn-
ur, einstaklingshyggjan og félags-
hyggjan, frelsi og jafnrétti, hafa tvinn-
azt og réttlætt hvor aðra. Hin kristna
heimshyggja neitar því, að frelsi og
jafnrétti séu ósættanlegar andstæður.
Hún telur það óumflýjanleg sannindi,
að tengja megi á mannlega vísu, rétt-
látt og skynsamlega, frelsi og jafn-
rétti, einstakling og þjóðfélag, persón-
una og samfélagið — en játar um leið,
að í báðum þessum kröfum eru fólg-
in mikil verðmæti og miklar hættur.
Það er auðsætt, að í jafnréttinu er fólg-
inn vísir til harSstjórnar, og í frelsinu
vísir til stjórnleysis. Eins og geta má
nærri, ætti mannkynið sér enga von,
ef það ætti aðeins um tvennt að velja,
stjórnleysi eða öfgar þeirrar þjóðfélags-
skipunar, er lamar persónuleikann.
Skipun mannanna á málum frelsis og
jafnréttis, sættirnar um gildi einstakl-
ingsins og kröfur þjóðfélagsins, nefn-
ast /ýðrceði. En þessi skipun verður
aldrei fullkomin né endanleg; hún er
úrlausnarefni, sem mannkynið verður
jafnan að ráða fram úr á nýjan leik.
Og oss er að skiljast, að í samskiptum
frelsis og jafnréttis er þungamiðjan að
færast til móts við jafnrétti og fjárhags-
legt réttlæti, færast frá einstaklingnum
til þjóðfélagsins. Félagslegt lýðrœði
er dagsskipun vorra tíma. Ef lýðræðið
á að halda velli, verður að grundvalla
félagslegt frelsi og varðveita einstakl-
ingsgildið, en um leið að ívilna jafn-
réttinu af sanngirni og fúsum vilja.
Það verður að veita mönnum fjárhags-
legt réttlæti til þess að börn lýðræðis-
ins verði því ekki fráhverf. Nauðsyn-
legt verður að endurskoða frelsishug-
tak nútímans, því að það er mála sann-
ast, að kreppa lýðræðisins er kreppa
frelsisins; lýðræðinu verður ekki bjarg-
að undan fjandmannaárásum þeim, er
að því steðja, nema fundin verði heið-
arleg lausn á vandamáli frelsisins —
bæði heima fyrir og í alþjóðaviðskipt-
um.
Því að sannindum ogþörfummanna,
heima og erlendis, er á einn veg farið,
þau halda hvort öðru í skefjum. Al-
gjört sjálfræði einstaklingsins, sem
ekki ,,þolir minnstu íhlutun“, svarar
í lífi þjóðanna til algjörs félagslegs á-
byrgðarleysis og ótakmarkaðs valds
hinna miklu einstaklingasamsteypu
þjóðríkjanna.
í framtíðinni verður alþjóðleg sem