Helgafell - 01.06.1942, Side 29

Helgafell - 01.06.1942, Side 29
MAGNÚS STEFÁNSSON 163 Mátti heita, að hann myndi hvað eina, sem fyrir hann hafði borið, hversu langt sem um var liÖið. Um fram allt var hann þó fróður í íslenzku máli. Orðgnótt íslenzkrar tungu hafði hann alltaf á hraðbergi, og bera kvæði hans og vísur þess ljósan vott. Á síðustu árum, eftir að veikindin höfðu bundiÖ hann inni, vann hann sér til afþreyingar við að gjöra skrá yfir þau orð, sem hann mundi, en ekki voru í orðabók Sigfúsar Blöndals. Var orÖasafn þetta orðið allmikið að vöxtum. Einnig safnaði hann talsháttum og orðatiltækjum úr mæltu máli. Þekking Magnúsar var orðin svo alhliða, að undir hann var óhætt að bera hin sundurleitustu úrlausnarefni. Hann kunni lausn á flestu. Hann lifði mikið í bókunum, las stundum óhemju mikiÖ, en alltaf hafði hann mestan áhuga á hinu daglega lífi, sem lifað var kringum hann, hvort sem var hér á landi eða annars staðar. Hann var mjög látlaus maður og lét lítiÖ yfir sér, og var þó mest áber- andi, hversu hlédrægur hann var. En hann sá alls staðar eitthvaÖ til að gleðjast yfir og fræðast af. Hann sagði einhverju sinni: ,,ÞaÖ er sárt — eng- inn finnur það betur en ég, hve sárt það er — að fara á mis við fegurÖina, þegar hún er á boÖstólum, en sú er bót í máli, að sá, sem hana þráir, finnur hana, jafnvel á ólíklegustu stöðum. Hann finnur hana á gráhéluðum glugga og á forarpolli á förnum vegi, því hún er alls staðar nálæg eins og guð al- máttugur“. Hann var ákaflega orðvar og hógvær í dómum sínum um menn og rit, og lét stjórnmálaskoÖanir aldrei hafa áhrif á álit sitt í öðrum efnum. Sjálfur sagði hann: ,, . . . svo hefur heimalningsheimskan elzt af mér, að ég lasta varlega það, sem ég ekki skil, og felli ekki nema skilorÖsbundna Salómons- dóma um það, sem ég ekki þekki, þegar ég tala í fullri alvöru“. IV. Þótt Magnús væri lágur maður vexti og grannur, var hann mikill þrek- maður. Lagði hann ungur stund á íþróttir og iðkaði þær enn miÖaldra. Voru það einkum sund og knattspyrna, en einnig var hann liprasti glímumaður. Sérstaklega var hann ágætur knattspyrnumaður. Keppti hann í Reykjavík með úrvalsliði, sem sent var frá Vestmannaeyjum sumarið 1920, þó að hann væri þá að vísu fluttur til HafnarfjarÖar. Göngumaður var hann óvenjulega mikill. Hafði hann farið gangandi nálega um allt land, að undanskildum Skaptafellssýslum. Það var hans mesta unun að ferðast einsamall um byggð- ir og óbyggÖir. Skeytti hann lítt um náttstaði, ef eitthvað það bar fyrir augu, sem athyglisvert var eða fagurt. Lenti hann þá oft í svaðilförum, en lét ekkert á sig bíta. Erfiðasta göngu taldi hann sig hafa þreytt einhverju sinni, er hann fór Smjörvatnsheiði fótgangandi á leið af Héraði eða úr Jökuldal í VopnafjörÖ. Snjór var mikill á heiðinni, þó að áliðið væri vors. SólbráS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.