Helgafell - 01.06.1942, Page 36

Helgafell - 01.06.1942, Page 36
170 HELGAFELL menning vor glæstari en menning þeirra ? Væru aðrar þjóðir spurðar þess- ara spuminga, myndi svarið líklega verða neitandi. Eða erum vér betri menn eða hamingjusamari, af því að vér erum íslendingar, en vér værum, ef þjóðerni vort væri annað og vér töluðum aðra tungu ? Er víst, að tungan spillist, þótt hún breytist ? Er hin fagra tunga, sem Svíar tala nú, ljótari eða ógöfugri en tunga forfeðra vorra ? — Ástæðan til þess, að vér eigum að láta oss annt um þjóðerni vort og menningu, er ekki sú, að þjóðerni vort sé göfugast allra, menning vor glæstust eða tunga vor fegurst. Líklega vær- um vér hvorki verri né vansælli sem einstaklingar, þótt vér hefðum ekki orðið íslendingar og aldrei talað íslenzku. En þeir menn, sem byggðu þetta land fyrir meira en tíu öldum, urðu íslendingar, afkomendur þeirra hafa talað íslenzku í meira en þúsund ár, og þeir hafa skapað bókmenntir og önn- ur menningarverðmæti, sem eru tengd landinu sem íslandi, þjóðinni sem ís- lendingum og íslenzkri tungu. Þessara menningarverðmæta fær sá einn not- ið til fulls, sem finnst hann vera íslendingur og hugsar, talar og ritar á ís- lenzku. Það er til þess að geta haldið tengslunum við þessi menningarverð- mæti og notið þeirra, sem vér eigum að vernda þjóðerni vort, tungu og arf- erni. Vér eigum auk þess að vernda menningu vora sökum þess, að vér höfum skapað hana einir og eigum hana einir. Menning vor er sjálfstæð og hefur séreinkenni, sem gefa henni sérstakt gildi. Ef hún glataðist, biði heimsmenningin tjón, sem vafasamt er, að skerfur vor sem einstaklinga til þeirrar menningar, sem vér tækjum að aðhyllast, myndi bæta. II. En um þessar mundir eru íslendingar ekki einungis eggjaðir til meiri þjóðrækni, heldur jafnframt hvattir mjög til þess að standa saman, láta ílokkadrætti alla niður falla og sameinast. Mikið er talað um nauðsyn á þjóðareiningu, og það er jafnvel eins og sumir álíti, að séu ræður haldnar og þjóðin hvött til þess að sameinast, hverfi öll deilumál eins og dögg fyrir sólu, og þjóðin verði ein órjúfanleg heild. í þessu sambandi verður mönn- um sérstaklega tíðrætt um stjórnmálaflokkana og deilur þeirra, menn telja þá ónauðsynlega og jafnvel skaðlega, þeir rjúfi friðinn og hindri, að þjóðin verði ein heild eins og hún eigi að vera, þeir ali á misklíð og veki sundrungu, þegar eining og bræðralag eigi að ríkja. Sumir benda jafnvel til stórþjóða erlendra, sem komist af án margra stjórnmálaflokka og hafi sameinazt í einum flokki. Slíkt tal um nauðsyn á algerri þjóðareiningu og skaðsemi deilna og flokkaskiptingar er orðið svo hávært, og hefur raunar verið það nú um nokk- urt skeið, að furðulegt má heita, að ekki skuli hafa verið rækilegar á það bent en raun er á, að það er allt byggt á misskilningi eða skilningsskorti á einföldum meginatriðum þjóðfélagsmálefna, og er í rauninni stórhættulegt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.