Helgafell - 01.06.1942, Qupperneq 36
170
HELGAFELL
menning vor glæstari en menning þeirra ? Væru aðrar þjóðir spurðar þess-
ara spuminga, myndi svarið líklega verða neitandi. Eða erum vér betri
menn eða hamingjusamari, af því að vér erum íslendingar, en vér værum,
ef þjóðerni vort væri annað og vér töluðum aðra tungu ? Er víst, að tungan
spillist, þótt hún breytist ? Er hin fagra tunga, sem Svíar tala nú, ljótari
eða ógöfugri en tunga forfeðra vorra ? — Ástæðan til þess, að vér eigum að
láta oss annt um þjóðerni vort og menningu, er ekki sú, að þjóðerni vort
sé göfugast allra, menning vor glæstust eða tunga vor fegurst. Líklega vær-
um vér hvorki verri né vansælli sem einstaklingar, þótt vér hefðum ekki
orðið íslendingar og aldrei talað íslenzku. En þeir menn, sem byggðu þetta
land fyrir meira en tíu öldum, urðu íslendingar, afkomendur þeirra hafa
talað íslenzku í meira en þúsund ár, og þeir hafa skapað bókmenntir og önn-
ur menningarverðmæti, sem eru tengd landinu sem íslandi, þjóðinni sem ís-
lendingum og íslenzkri tungu. Þessara menningarverðmæta fær sá einn not-
ið til fulls, sem finnst hann vera íslendingur og hugsar, talar og ritar á ís-
lenzku. Það er til þess að geta haldið tengslunum við þessi menningarverð-
mæti og notið þeirra, sem vér eigum að vernda þjóðerni vort, tungu og arf-
erni. Vér eigum auk þess að vernda menningu vora sökum þess, að vér
höfum skapað hana einir og eigum hana einir. Menning vor er sjálfstæð
og hefur séreinkenni, sem gefa henni sérstakt gildi. Ef hún glataðist, biði
heimsmenningin tjón, sem vafasamt er, að skerfur vor sem einstaklinga til
þeirrar menningar, sem vér tækjum að aðhyllast, myndi bæta.
II.
En um þessar mundir eru íslendingar ekki einungis eggjaðir til meiri
þjóðrækni, heldur jafnframt hvattir mjög til þess að standa saman, láta
ílokkadrætti alla niður falla og sameinast. Mikið er talað um nauðsyn á
þjóðareiningu, og það er jafnvel eins og sumir álíti, að séu ræður haldnar
og þjóðin hvött til þess að sameinast, hverfi öll deilumál eins og dögg fyrir
sólu, og þjóðin verði ein órjúfanleg heild. í þessu sambandi verður mönn-
um sérstaklega tíðrætt um stjórnmálaflokkana og deilur þeirra, menn telja þá
ónauðsynlega og jafnvel skaðlega, þeir rjúfi friðinn og hindri, að þjóðin verði
ein heild eins og hún eigi að vera, þeir ali á misklíð og veki sundrungu,
þegar eining og bræðralag eigi að ríkja. Sumir benda jafnvel til stórþjóða
erlendra, sem komist af án margra stjórnmálaflokka og hafi sameinazt í
einum flokki.
Slíkt tal um nauðsyn á algerri þjóðareiningu og skaðsemi deilna og
flokkaskiptingar er orðið svo hávært, og hefur raunar verið það nú um nokk-
urt skeið, að furðulegt má heita, að ekki skuli hafa verið rækilegar á það
bent en raun er á, að það er allt byggt á misskilningi eða skilningsskorti á
einföldum meginatriðum þjóðfélagsmálefna, og er í rauninni stórhættulegt